Vill sjá undanþágur vegna barna í viðkvæmri stöðu Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 15. maí 2023 12:00 Formaður heimilis og skóla vill sjá undanþágur á verkfallsaðgerðum sem bitna á viðkvæmustu hópum barna. Formaður heimilis og skóla hefur áhyggjur af því að verkfall aðildarfélaga BSRB bitni mest á viðkvæmustu hópum barna. Talsvert hefur borist af undanþágubeiðnum, meðal annars frá foreldrum fatlaðra barna sem hefur verið synjað. Formaður BSRB segir ekkert samtal í gangi varðandi samninga. Verkföll hjá aðildarfélögum BSRB sem starfar hjá flestum stærstu sveitarfélögum landsins að Reykjavík undanskilinni hófust á miðnætti. Starfsfólk félagsins hefur lagt niður störf á leikskólum í Kópavogi, Garðabæ og Mosfellsbæ og í grunnskólum Kópavogs, Seltjarnarness og Mosfellsbæjar. Verkfallið nær einnig til starfsfólk frístundaheimila. Verkföllin á þessum stöðum verða í allan dag en á morgun hefur verið boðað til verkfalls hálfan daginn á sömu stöðum. Á næstu vikum verða síðan enn víðtækari aðgerðir í fjölda sveitarfélaga alla vikuna, ef ekki tekst að semja. Ekkert samtal í gangi BSRB og samband íslenskra sveitafélaga funduðu með sáttasemjara á föstudag sem ákvað að fundinum loknum að ekki væri tilefni til að boða til annars fundar. „Þannig það er ekkert samtal í gangi,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. „Við vonumst auðvitað eftir því að samband Íslenskra sveitafélaga fari að sýna samningsvilja, þau hafa ekki gert það hingað til.“ Í samtali við fréttstofu segir Þorvar Hafsteinsson, formaður Heimilis og skóla að hann hafi áhyggjur af því að verkfallið bitni mest á börnum í viðkvæmri stöðu sem þurfi á stuðningsfulltrúum að halda. „Þetta eru börn sem eru viðkvæmust og bara þola hreinlega litla sem enga breytingu á sinni tilveru. Auðvitað kemur þetta niður á fleirum, kemur illa niður á kennurum, foreldrum og mun koma til með að koma niður á öðrum börnum. En þessi börn munu finna mest fyrir þessu.“ Samstöðufundur var haldinn í morgun meðal aðildarfélaga BSRB í Kópavogi.Vísir/Einar Þorvar segist hefði viljað sjá undanþágur veittar fyrir þessa hópa. „Auðvitað er það þannig að þegar tveir deila og ná ekki samkomulagi að þá er gripið til svona aðgerða. En mér finnst við verða að passa upp á þessa viðkvæmustu hópa sem mega hreinlega ekki við því að það sé hróflað við tilverunni.“ Ekki verið veittar margar undanþágur Sonja Ýr staðfestir að undanþágubeiðnir hafi borist, meðal annars frá foreldrum fatlaðra barna sem hafi verið synjað. „Undanþágur eru veittar ef það varðar almannaöryggi og almannaheill. Þessi störf falla raunverulega ekki þar undir. Þetta er til að tryggja nauðsynlegt heilbrigði og annað, þannig það hafa ekki verið veittar margar undanþágur.“ Sonja Ýr, formaður BSRB segir að allar undarþágur séu skoðaðar og metnar.Vísir/Sigurjón Sonja segir að þegar fólk leggi niður störf sé búið að reyna allar aðrar leiðir til að knýja fram þessar kröfur sem eru a samningsborðinu. „Þetta er fólk sem er á lægstu launum á vinnumarkaði og er að sinna ómissandi störfum. Það að veita undanþágur þýðir auðvitað að það er verið að drag bit úr verkfallinu.“ Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Grunnskólar Skóla - og menntamál Kópavogur Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Verkföll hjá aðildarfélögum BSRB sem starfar hjá flestum stærstu sveitarfélögum landsins að Reykjavík undanskilinni hófust á miðnætti. Starfsfólk félagsins hefur lagt niður störf á leikskólum í Kópavogi, Garðabæ og Mosfellsbæ og í grunnskólum Kópavogs, Seltjarnarness og Mosfellsbæjar. Verkfallið nær einnig til starfsfólk frístundaheimila. Verkföllin á þessum stöðum verða í allan dag en á morgun hefur verið boðað til verkfalls hálfan daginn á sömu stöðum. Á næstu vikum verða síðan enn víðtækari aðgerðir í fjölda sveitarfélaga alla vikuna, ef ekki tekst að semja. Ekkert samtal í gangi BSRB og samband íslenskra sveitafélaga funduðu með sáttasemjara á föstudag sem ákvað að fundinum loknum að ekki væri tilefni til að boða til annars fundar. „Þannig það er ekkert samtal í gangi,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. „Við vonumst auðvitað eftir því að samband Íslenskra sveitafélaga fari að sýna samningsvilja, þau hafa ekki gert það hingað til.“ Í samtali við fréttstofu segir Þorvar Hafsteinsson, formaður Heimilis og skóla að hann hafi áhyggjur af því að verkfallið bitni mest á börnum í viðkvæmri stöðu sem þurfi á stuðningsfulltrúum að halda. „Þetta eru börn sem eru viðkvæmust og bara þola hreinlega litla sem enga breytingu á sinni tilveru. Auðvitað kemur þetta niður á fleirum, kemur illa niður á kennurum, foreldrum og mun koma til með að koma niður á öðrum börnum. En þessi börn munu finna mest fyrir þessu.“ Samstöðufundur var haldinn í morgun meðal aðildarfélaga BSRB í Kópavogi.Vísir/Einar Þorvar segist hefði viljað sjá undanþágur veittar fyrir þessa hópa. „Auðvitað er það þannig að þegar tveir deila og ná ekki samkomulagi að þá er gripið til svona aðgerða. En mér finnst við verða að passa upp á þessa viðkvæmustu hópa sem mega hreinlega ekki við því að það sé hróflað við tilverunni.“ Ekki verið veittar margar undanþágur Sonja Ýr staðfestir að undanþágubeiðnir hafi borist, meðal annars frá foreldrum fatlaðra barna sem hafi verið synjað. „Undanþágur eru veittar ef það varðar almannaöryggi og almannaheill. Þessi störf falla raunverulega ekki þar undir. Þetta er til að tryggja nauðsynlegt heilbrigði og annað, þannig það hafa ekki verið veittar margar undanþágur.“ Sonja Ýr, formaður BSRB segir að allar undarþágur séu skoðaðar og metnar.Vísir/Sigurjón Sonja segir að þegar fólk leggi niður störf sé búið að reyna allar aðrar leiðir til að knýja fram þessar kröfur sem eru a samningsborðinu. „Þetta er fólk sem er á lægstu launum á vinnumarkaði og er að sinna ómissandi störfum. Það að veita undanþágur þýðir auðvitað að það er verið að drag bit úr verkfallinu.“
Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Grunnskólar Skóla - og menntamál Kópavogur Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira