Sömu laun fyrir sömu störf Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar 15. maí 2023 13:00 Í byrjun febrúar tók síminn að hringja hjá stéttafélögum BSRB þar sem starfsfólk sveitarfélaga um land allt skildi ekki hvers vegna samstarfsfélagar þeirra, sem starfa við hlið þeirra, hefðu fengið launahækkun í janúar en ekki þau. Um er að ræða fólk sem sinnir ómissandi störfum m.a. í leikskólum, grunnskólum, frístundaheimilum, í þjónustu við fatlað fólk, sundlaugum, íþróttamannvirkjum og bæjarskrifstofum og er að stærstum hluta til konur. Á ársgrundvelli nemur þessi launamismunur fólks í sömu og sambærilegum störfum 25%. Stjórnendur vinnustaða og launafulltrúar fjölda sveitarfélaga virtust jafn gáttaðir og fólkið sem sætir launamisréttinu. Enda um að ræða fólk sem veit að sveitarfélög landsins hafa gripið til ýmissa aðgerða til að tryggja sömu laun fyrir sömu störf og jöfn laun fyrir jafnverðmæt störf, m.a. með innleiðingu starfsmats sveitarfélaga og jafnlaunavottun. Þessi verkfæri eiga að tryggja að sveitarfélög sem atvinnurekendur grípi til aðgerða til að leiðrétta laun ef upp kemur launamisrétti á vinnustað. Þrátt fyrir að ítrekað hafi verið bent á þessa launamismunun síðustu mánuði og leiðir til að leiðrétta hana við sveitarfélögin og Samband íslenskra sveitarfélaga, sem veitir sveitarfélögunum ráðgjöf í málefum tengt réttindum starfsfólks, hefur ekkert verið að gert. Ómissandi störf Félagsfólk BSRB starfar alla daga undir miklu álagi í samfélagslega mikilvægum störfum t.d. við að annast og þjónusta börn og fatlað fólk. Álagið stórjókst í heimsfaraldri kórónaveirunnar en t.d. voru skólar hér á landi mun meira opnir en í öðrum löndum þegar samkomutakmarkanir voru settar á. Vegna þess hve krefjandi störfin eru er veikindatíðni langt um hærri en í flestum öðrum störfum og mikil starfsmannavelta sem aftur eykur álagið á þau sem standa vaktina. Launaumslagið tekur að engu leyti tillit til verðmætis starfanna heldur er stærstur hluti þeirra á lægstu launum sem greidd eru á vinnumarkaði. Þannig er verið að bæta gráu ofan á svart með því að mismuna þessu starfsfólki. Þar tekur svo steininn úr að vísa bara fólki á dómstóla sem tæki 1-2 ár að fá niðurstöðu í, þegar kröfur þeirra eru ekki bara sanngjarnar heldur einnig augljóst réttlætismál. Enda hefur félagsfólk kosið að leggja niður störf til að knýja fram kröfur sínar – af því það ætlar ekki að bíða! Óumflýjanlegar aðgerðir Í dag hófust því verkföll BSRB félaga í fjórum sveitarfélögum sem hafa víðtæk áhrif á líf fólks. Börn verða send heim úr grunnskólum, fá ekki stuðning frá stuðningsfulltrúum, komast ekki í frístund eftir skóla og fjöldamargir leikskólar þurfa að loka. Ekki er gripið til verkfallanna af léttúð heldur til að knýja sveitarfélög landsins að samningsborðinu sem neita að leiðrétta launamisrétti gagnvart starfsfólkinu. Til að leysa þennan hnút verður forysta sveitarfélagana að beita sér fyrir hönd starfsfólks síns í stað þess að hlaupa í felur á bak við Samband íslenskra sveitarfélaga sem starfar í umboði þeirra.Það er sjálfsagt réttlæti að fólk fái sömu laun fyrir sömu störf. Og það er löngu tímabært að hækka lægstu launin til að stuðla að því að fólk nái endum saman og geti veitt sér og börnum sínum mannsæmandi líf. Um það hljótum við öll að geta verið sammála. Höfundur er formaður BSRB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sonja Ýr Þorbergsdóttir Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Hraðahindranir fyrir strætó Agnar Már Másson Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Landspítali í bráðri hættu Læknar á Landspítala Skoðun Ölmusa útgerðarinnar Bolli Héðinsson Skoðun Skoðun Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Agnar Már Másson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Sjá meira
Í byrjun febrúar tók síminn að hringja hjá stéttafélögum BSRB þar sem starfsfólk sveitarfélaga um land allt skildi ekki hvers vegna samstarfsfélagar þeirra, sem starfa við hlið þeirra, hefðu fengið launahækkun í janúar en ekki þau. Um er að ræða fólk sem sinnir ómissandi störfum m.a. í leikskólum, grunnskólum, frístundaheimilum, í þjónustu við fatlað fólk, sundlaugum, íþróttamannvirkjum og bæjarskrifstofum og er að stærstum hluta til konur. Á ársgrundvelli nemur þessi launamismunur fólks í sömu og sambærilegum störfum 25%. Stjórnendur vinnustaða og launafulltrúar fjölda sveitarfélaga virtust jafn gáttaðir og fólkið sem sætir launamisréttinu. Enda um að ræða fólk sem veit að sveitarfélög landsins hafa gripið til ýmissa aðgerða til að tryggja sömu laun fyrir sömu störf og jöfn laun fyrir jafnverðmæt störf, m.a. með innleiðingu starfsmats sveitarfélaga og jafnlaunavottun. Þessi verkfæri eiga að tryggja að sveitarfélög sem atvinnurekendur grípi til aðgerða til að leiðrétta laun ef upp kemur launamisrétti á vinnustað. Þrátt fyrir að ítrekað hafi verið bent á þessa launamismunun síðustu mánuði og leiðir til að leiðrétta hana við sveitarfélögin og Samband íslenskra sveitarfélaga, sem veitir sveitarfélögunum ráðgjöf í málefum tengt réttindum starfsfólks, hefur ekkert verið að gert. Ómissandi störf Félagsfólk BSRB starfar alla daga undir miklu álagi í samfélagslega mikilvægum störfum t.d. við að annast og þjónusta börn og fatlað fólk. Álagið stórjókst í heimsfaraldri kórónaveirunnar en t.d. voru skólar hér á landi mun meira opnir en í öðrum löndum þegar samkomutakmarkanir voru settar á. Vegna þess hve krefjandi störfin eru er veikindatíðni langt um hærri en í flestum öðrum störfum og mikil starfsmannavelta sem aftur eykur álagið á þau sem standa vaktina. Launaumslagið tekur að engu leyti tillit til verðmætis starfanna heldur er stærstur hluti þeirra á lægstu launum sem greidd eru á vinnumarkaði. Þannig er verið að bæta gráu ofan á svart með því að mismuna þessu starfsfólki. Þar tekur svo steininn úr að vísa bara fólki á dómstóla sem tæki 1-2 ár að fá niðurstöðu í, þegar kröfur þeirra eru ekki bara sanngjarnar heldur einnig augljóst réttlætismál. Enda hefur félagsfólk kosið að leggja niður störf til að knýja fram kröfur sínar – af því það ætlar ekki að bíða! Óumflýjanlegar aðgerðir Í dag hófust því verkföll BSRB félaga í fjórum sveitarfélögum sem hafa víðtæk áhrif á líf fólks. Börn verða send heim úr grunnskólum, fá ekki stuðning frá stuðningsfulltrúum, komast ekki í frístund eftir skóla og fjöldamargir leikskólar þurfa að loka. Ekki er gripið til verkfallanna af léttúð heldur til að knýja sveitarfélög landsins að samningsborðinu sem neita að leiðrétta launamisrétti gagnvart starfsfólkinu. Til að leysa þennan hnút verður forysta sveitarfélagana að beita sér fyrir hönd starfsfólks síns í stað þess að hlaupa í felur á bak við Samband íslenskra sveitarfélaga sem starfar í umboði þeirra.Það er sjálfsagt réttlæti að fólk fái sömu laun fyrir sömu störf. Og það er löngu tímabært að hækka lægstu launin til að stuðla að því að fólk nái endum saman og geti veitt sér og börnum sínum mannsæmandi líf. Um það hljótum við öll að geta verið sammála. Höfundur er formaður BSRB.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun