Skólastjóri segir börnum með fötlun mismunað Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 15. maí 2023 19:15 Rósa Ingvarsdóttir, skólastjóri Helgafellsskóla segir það hafa komið á óvart þegar undanþágunum vegna nemenda með fötlun var hafnað. Skólastjóri segir dapurt að verkfallsundanþágur hafi ekki verið veittar vegna barna með fötlun, sem nú þurfi að sitja heima meðan bekkjarfélagar þeirra komist í skólann. Verkföll hjá félagsfólki BSRB sem starfar í leik-og grunnskólum hófust á miðnætti. Félagsfólk BSRB lagði í dag niður störf á leikskólum í Kópavogi, Garðabæ og Mosfellsbæ og í grunnskólum Kópavogs, Seltjarnarness og Mosfellsbæjar. Verkfallið nær einnig til starfsfólk frístundaheimila. Í Helgafellsskóla í Mosfellsbæ, sem bæði er leik-og grunnskóli var tómlegt um að litast þegar fréttastofu bar að garði rétt eftir hádegi. „Hér er enginn leikskóli í dag, stuðningsfulltrúi og eldhúsið er líka í verkfalli,” segir Rósa Ingvarsdóttir, skólastjóri. Mjög misjafnt er hversu mikið nemendur fá að vera í skólanum. „Yngri nemendur eru bara í tvo tíma, eldri nemendur eru allan daginn. En það er enginn matur, þau þurfa að fara heim í hádeginu. Það eru ekki rútuferðir. Við erum með íþróttir og sund hér í burtu, þau þurfa að labba í íþróttir og sleppa sundi.” Þetta setur skólastarfið svolítið í uppnám. 133 börn eru á leikskólanum, sem öll þurftu að vera heima eða í pössun í dag. Þá segir Rósa að um 50 grunnskólabörn hafi ekki mætt í skólann af mismunandi ástæðum. Hluti þeirra eru fötluð börn sem þurfa stuðning frá starfsfólki sem nú er í verkfalli. „Við sóttum um undanþágur fyrir nemendur sem eru með fötlun og geta ekki verið í skólanum nema með aðstoð. Við fengum höfnun á það, þannig þeir nemendur þurfa því miður að vera heima. Það finnst okkur mjög dapurt,“ segir Rósa og bætir því við að sér finnist um mismun að ræða, þar sem nú sitji þessi börn með fötlun heima á meðan bekkjarfélagar þeirra fá fullan skóladag. „Þarna eru nemendur sem sannarlega geta ekki verið í skólanum nema með hjálp og þeim er ekki gert fært að mæta í skólann eins og öðrum nemendum. Ég var eiginlega viss um að viðfengjum undanþágu, en þetta kom mér á óvart.“ Rætt var við Sonju Ýr Þorbergsdóttur í hádegisfréttum Bylgjunnar. Þar staðfesti hún að þónokkrar undanþágubeiðnir hafi borist, meðal annars frá foreldrum fatlaðra barna sem hafi verið synjað. „Undanþágur eru veittar ef þær varði almannaöryggi og almannaheill. Þessi störf falla raunverulega ekki þar undir. Þetta er til að tryggja nauðsynlegt heilbrigði og annað, þannig það hafa ekki verið veittar margar undanþágur,“ sagði Sonja. BSRB og samband íslenskra sveitafélaga funduðu með sáttasemjara á föstudag sem ákvað að fundi loknum að ekki væri tilefni til að boða til annars fundar. Kjaraviðræður 2022-23 Grunnskólar Skóla - og menntamál Málefni fatlaðs fólks Réttindi barna Mosfellsbær Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Félagsfólk BSRB lagði í dag niður störf á leikskólum í Kópavogi, Garðabæ og Mosfellsbæ og í grunnskólum Kópavogs, Seltjarnarness og Mosfellsbæjar. Verkfallið nær einnig til starfsfólk frístundaheimila. Í Helgafellsskóla í Mosfellsbæ, sem bæði er leik-og grunnskóli var tómlegt um að litast þegar fréttastofu bar að garði rétt eftir hádegi. „Hér er enginn leikskóli í dag, stuðningsfulltrúi og eldhúsið er líka í verkfalli,” segir Rósa Ingvarsdóttir, skólastjóri. Mjög misjafnt er hversu mikið nemendur fá að vera í skólanum. „Yngri nemendur eru bara í tvo tíma, eldri nemendur eru allan daginn. En það er enginn matur, þau þurfa að fara heim í hádeginu. Það eru ekki rútuferðir. Við erum með íþróttir og sund hér í burtu, þau þurfa að labba í íþróttir og sleppa sundi.” Þetta setur skólastarfið svolítið í uppnám. 133 börn eru á leikskólanum, sem öll þurftu að vera heima eða í pössun í dag. Þá segir Rósa að um 50 grunnskólabörn hafi ekki mætt í skólann af mismunandi ástæðum. Hluti þeirra eru fötluð börn sem þurfa stuðning frá starfsfólki sem nú er í verkfalli. „Við sóttum um undanþágur fyrir nemendur sem eru með fötlun og geta ekki verið í skólanum nema með aðstoð. Við fengum höfnun á það, þannig þeir nemendur þurfa því miður að vera heima. Það finnst okkur mjög dapurt,“ segir Rósa og bætir því við að sér finnist um mismun að ræða, þar sem nú sitji þessi börn með fötlun heima á meðan bekkjarfélagar þeirra fá fullan skóladag. „Þarna eru nemendur sem sannarlega geta ekki verið í skólanum nema með hjálp og þeim er ekki gert fært að mæta í skólann eins og öðrum nemendum. Ég var eiginlega viss um að viðfengjum undanþágu, en þetta kom mér á óvart.“ Rætt var við Sonju Ýr Þorbergsdóttur í hádegisfréttum Bylgjunnar. Þar staðfesti hún að þónokkrar undanþágubeiðnir hafi borist, meðal annars frá foreldrum fatlaðra barna sem hafi verið synjað. „Undanþágur eru veittar ef þær varði almannaöryggi og almannaheill. Þessi störf falla raunverulega ekki þar undir. Þetta er til að tryggja nauðsynlegt heilbrigði og annað, þannig það hafa ekki verið veittar margar undanþágur,“ sagði Sonja. BSRB og samband íslenskra sveitafélaga funduðu með sáttasemjara á föstudag sem ákvað að fundi loknum að ekki væri tilefni til að boða til annars fundar.
Kjaraviðræður 2022-23 Grunnskólar Skóla - og menntamál Málefni fatlaðs fólks Réttindi barna Mosfellsbær Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent