Leita að vopnum og biðja farþega að mæta tímanlega Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. maí 2023 20:46 Aldrei áður hefur verið leitað að vopnum í innanlandsflugi hér á landi. Vísir/Vilhelm Isavia biðlar til farþega í innanlandsflugi að mæta tímanlega næstu tvo daga þar sem vopnaleit mun fara fram í fyrsta sinn hér á landi, tímabundið á meðan leiðtogafundi Evrópuráðsins stendur. Icelandair biðlar til fólks að mæta níutíu mínútum fyrir brottför. „Þetta er í fyrsta sinn sem vopnaleit fer fram í innanlandsflugi á Íslandi og mun hún standa yfir frá klukkan 14:00 á morgun og til klukkan 17:00 á miðvikudag,“ segir Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri innanlandsflugs hjá Isavia í samtali við Vísi. Greint var frá málinu í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins en BB.is greindi fyrstur miðla frá málinu í dag og sagði farþegum á Ísafirði hafa verið tilkynnt um mögulegar tafir vegna vopnaleitarinnar. Handleit Sigrún segir að Ísland sé allajafna með undanþágu þegar kemur að vopnaleit í innanlandsflugi en yfirvöld hafi metið sem svo að á meðan leiðtogafundi stendur sé það nauðsynlegt. „Við biðlum til fólks um að mæta tímanlega í flug. Ekki síst vegna umferðartakmarkana sem verða í kringum Reykjavíkurflugvöll og tafir sem munu fylgja því en líka vegna þessara auknu öryggisráðstafanna.“ Aðspurð segir Sigrún að ekki hafi verið komið upp nýjum búnaði á Reykjavíkurflugvelli vegna leitarinnar. „Það er vopnaleitarbúnaður til staðar á alþjóðaflugvellinum en annars staðar er um að ræða handleit.“ Farþegar mæti vel tímanlega Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir félagið í góðu samstarfi við Isavia vegna leitarinnar. Hann segir hana að öðru leyti ekki hafa áhrif á starfsemina. „En við viljum beina því til farþega líkt og Isavia að mæta vel tímanlega fyrir flug. Við erum að tala um níutíu mínútur þessa tvo daga,“ segir Guðni Sigurðsson í samtali við Vísi. Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Reykjavík Samgöngur Öryggis- og varnarmál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Sjá meira
„Þetta er í fyrsta sinn sem vopnaleit fer fram í innanlandsflugi á Íslandi og mun hún standa yfir frá klukkan 14:00 á morgun og til klukkan 17:00 á miðvikudag,“ segir Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri innanlandsflugs hjá Isavia í samtali við Vísi. Greint var frá málinu í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins en BB.is greindi fyrstur miðla frá málinu í dag og sagði farþegum á Ísafirði hafa verið tilkynnt um mögulegar tafir vegna vopnaleitarinnar. Handleit Sigrún segir að Ísland sé allajafna með undanþágu þegar kemur að vopnaleit í innanlandsflugi en yfirvöld hafi metið sem svo að á meðan leiðtogafundi stendur sé það nauðsynlegt. „Við biðlum til fólks um að mæta tímanlega í flug. Ekki síst vegna umferðartakmarkana sem verða í kringum Reykjavíkurflugvöll og tafir sem munu fylgja því en líka vegna þessara auknu öryggisráðstafanna.“ Aðspurð segir Sigrún að ekki hafi verið komið upp nýjum búnaði á Reykjavíkurflugvelli vegna leitarinnar. „Það er vopnaleitarbúnaður til staðar á alþjóðaflugvellinum en annars staðar er um að ræða handleit.“ Farþegar mæti vel tímanlega Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir félagið í góðu samstarfi við Isavia vegna leitarinnar. Hann segir hana að öðru leyti ekki hafa áhrif á starfsemina. „En við viljum beina því til farþega líkt og Isavia að mæta vel tímanlega fyrir flug. Við erum að tala um níutíu mínútur þessa tvo daga,“ segir Guðni Sigurðsson í samtali við Vísi.
Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Reykjavík Samgöngur Öryggis- og varnarmál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Sjá meira