Ekki láta plata þig Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar 16. maí 2023 07:31 Ertu viss að tölvupósturinn sem þú fékkst sé frá þeim sem virðist hafa sent hann? Þriðjungur af öllum gagnalekum byrja sem venjulegur tölvupóstur til starfsmanna þar sem þeir eru beðnir um að opna skjal, ýta á hlekk eða skrá sig inn upp á nýtt í sín eigin kerfi. Um er að ræða mjög hnitmiðaðar veiðar, árás, oft á góðri íslensku sem er líklega eina neikvæða hliðin á miklum fjárfestingum okkar Íslendinga í máltækni. Vegna leiðtogafundar Evrópuráðsins í dag og á morgun er mikilvægt að vera enn meira á varðbergi en áður. Hópar sem stunda glæpi á netinu beina nú sjónum sínum í meira mæli að Íslandi, sér í lagi starfsfólki fjölbreyttra fyrirtækja og stofnana. Fjölmörg dæmi eru til um netárásir sem ollu miklu tjóni, kostuðu stórfé og byrjuðu sem einfaldur tölvupóstur á starfsmann fyrirtækis. Dæmi um slíkt er svar Norður-Kóreu við grínmynd frá Sony sem hæddist að landinu. Í kjölfarið voru vefpóstar á vegum hakkara þaðan sendir á starfsmenn fyrirtækisins. Voru þeir látnir líta út eins og þeir væru frá Apple og báðu um endurnýjun á skráningu. Einn starfsmaður Sony féll fyrir póstinum og afleiðingarnar voru 100 TB gagnastuldur og tap sem nam um 100 milljónum dollara. CERT-IS, netöryggissveit íslenskra stjórnvalda, sendi frá sér mikilvægar ábendingar til að minna okkur á að tölvupóstur er ekki endilega það sem hann lítur út fyrir að vera: Horfum gagnrýnum augum á tölvupósta sem okkur berast, sérstaklega ef þið kannist ekki við sendandann eða ef það er verið að biðja um að skipta um lykilorð. Skoðum vel alla hlekki og athugum hvort þeir séu að vísa á rétta staði. Það á bæði við um hlekki í tölvupóstum sem og sendanda tölvupósta. Stundum er munurinn mjög lítill, stafsetningarvilla eða staf er skipt út fyrir tölustaf til að blekkja notendur. Ef póstur berst frá aðila sem þið þekkið en orðalag er óvenjulegt eða óskað er eftir að þið heimsækið tilteknar síður, setjið upp forrit o.þ.h er alltaf best að tala við sendandann, öðruvísi en að svara póstinum, og staðfesta að hann sé raunverulega frá viðkomandi. Ef þú ert í vafa um lögmæti póstsins, er alltaf best að fá álit frá öðrum og fylgja leiðbeiningum frá þinni öryggisdeild um hvernig eigi að bregðast við. Besta leiðin til þess að koma í veg fyrir að tölvuþrjótar geti brotist inn á reikninga, allt frá tölvupósti til samfélagsmiðla er að nota fjölþátta auðkenningu. Fjölþátta auðkenning er góð fyrsta vörn fyrir alla aðganga sem hana styðja. Að verjast netárásum er að stórum hluta hlutverk hvers og eins. Við skulum vera vakandi gagnvart netárásum alla daga. Í þessu eins og öðru veltir oft lítil þúfa stóru hlassi. Höfundur er háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Netöryggi Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Ertu viss að tölvupósturinn sem þú fékkst sé frá þeim sem virðist hafa sent hann? Þriðjungur af öllum gagnalekum byrja sem venjulegur tölvupóstur til starfsmanna þar sem þeir eru beðnir um að opna skjal, ýta á hlekk eða skrá sig inn upp á nýtt í sín eigin kerfi. Um er að ræða mjög hnitmiðaðar veiðar, árás, oft á góðri íslensku sem er líklega eina neikvæða hliðin á miklum fjárfestingum okkar Íslendinga í máltækni. Vegna leiðtogafundar Evrópuráðsins í dag og á morgun er mikilvægt að vera enn meira á varðbergi en áður. Hópar sem stunda glæpi á netinu beina nú sjónum sínum í meira mæli að Íslandi, sér í lagi starfsfólki fjölbreyttra fyrirtækja og stofnana. Fjölmörg dæmi eru til um netárásir sem ollu miklu tjóni, kostuðu stórfé og byrjuðu sem einfaldur tölvupóstur á starfsmann fyrirtækis. Dæmi um slíkt er svar Norður-Kóreu við grínmynd frá Sony sem hæddist að landinu. Í kjölfarið voru vefpóstar á vegum hakkara þaðan sendir á starfsmenn fyrirtækisins. Voru þeir látnir líta út eins og þeir væru frá Apple og báðu um endurnýjun á skráningu. Einn starfsmaður Sony féll fyrir póstinum og afleiðingarnar voru 100 TB gagnastuldur og tap sem nam um 100 milljónum dollara. CERT-IS, netöryggissveit íslenskra stjórnvalda, sendi frá sér mikilvægar ábendingar til að minna okkur á að tölvupóstur er ekki endilega það sem hann lítur út fyrir að vera: Horfum gagnrýnum augum á tölvupósta sem okkur berast, sérstaklega ef þið kannist ekki við sendandann eða ef það er verið að biðja um að skipta um lykilorð. Skoðum vel alla hlekki og athugum hvort þeir séu að vísa á rétta staði. Það á bæði við um hlekki í tölvupóstum sem og sendanda tölvupósta. Stundum er munurinn mjög lítill, stafsetningarvilla eða staf er skipt út fyrir tölustaf til að blekkja notendur. Ef póstur berst frá aðila sem þið þekkið en orðalag er óvenjulegt eða óskað er eftir að þið heimsækið tilteknar síður, setjið upp forrit o.þ.h er alltaf best að tala við sendandann, öðruvísi en að svara póstinum, og staðfesta að hann sé raunverulega frá viðkomandi. Ef þú ert í vafa um lögmæti póstsins, er alltaf best að fá álit frá öðrum og fylgja leiðbeiningum frá þinni öryggisdeild um hvernig eigi að bregðast við. Besta leiðin til þess að koma í veg fyrir að tölvuþrjótar geti brotist inn á reikninga, allt frá tölvupósti til samfélagsmiðla er að nota fjölþátta auðkenningu. Fjölþátta auðkenning er góð fyrsta vörn fyrir alla aðganga sem hana styðja. Að verjast netárásum er að stórum hluta hlutverk hvers og eins. Við skulum vera vakandi gagnvart netárásum alla daga. Í þessu eins og öðru veltir oft lítil þúfa stóru hlassi. Höfundur er háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun