Verið að fremja árásir á íslenska vefi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. maí 2023 10:19 Runólfur segir óstaðfestar fregnir hafa borist hvaðan netárásirnar koma en ekkert staðfest í þeim efnum. Vísir/Arnar Verið er að fremja árásir á íslenska vefi að sögn aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá greiningardeild ríkislögreglustjóra. Embættið telur sig hafa hugmynd um hvaðan árásirnar koma en ekkert hefur fengist staðfest. Heimasíður opinberra stofnana hafa legið niðri í morgun, meðal annars vefur Alþingis, vefir Hæstaréttar og Landsréttar og illa hefur gengið að komast inn á vef Stjórnarráðsins til dæmis. „Ég get staðfest það að það eru árásir í gangi á einhverjar heimasíður,“ segir Runólfur Þórhallsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá greiningardeild ríkislögreglustjóra í samtali við fréttastofu. Þá segir hann til skoðunar hjá embættinu, og verið að bregðast við, hvers vegna hefur verið síma- og netlaust á Alþingi. Hann segir að vel hafi verið fylgst með þessum málum undanfarnar vikur og vel sést í aðdraganda leiðtogafundar Evrópuráðsins í Hörpu að netárásum hafi fjölgað dag frá degi. „Við sjáum það núna í morgun að þessi þróun heldur áfram en við erum mjög vel vakandi og erum að bregðast á öflugan hátt við þessu,“ segir Runólfur. „Neyðaröryggissveitin okkar, CERT-IS, stýrir vörnum okkar gagnvart þessu. Þau eru í góðum samskiptum við netöryggissérfræðinga í öllum stofnunum og fyrirtækjum. Þannig að það eru breiðar varnir sem virkjast þegar svona gerist.“ Hvaðan koma árásirnar? „Við erum með óstaðfestar upplýsingar en ég get ekki tjáð mig frekar um það.“ Reykjavík Netöryggi Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Tengdar fréttir Vefur Alþingis liggur niðri: „Málið er í athugun“ Vefur Alþingis liggur niðri. Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri Alþingis, staðfestir í samtali við fréttastofu að bæði vefur þingsins og innri vefurinn liggi niðri sem stendur. 16. maí 2023 09:36 Vaktin: Víðtækar lokanir er Leiðtogafundur Evrópuráðsins hefst í Hörpu Leiðtogafundur Evrópuráðsins hefst í Hörpu í dag. Víðtækar lokanir tóku gildi í gærkvöldi og er stór hluti miðbæjarins lokaður umferð og svæðið umhverfis Hörpu alfarið lokað almenningi. 16. maí 2023 07:57 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Heimasíður opinberra stofnana hafa legið niðri í morgun, meðal annars vefur Alþingis, vefir Hæstaréttar og Landsréttar og illa hefur gengið að komast inn á vef Stjórnarráðsins til dæmis. „Ég get staðfest það að það eru árásir í gangi á einhverjar heimasíður,“ segir Runólfur Þórhallsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá greiningardeild ríkislögreglustjóra í samtali við fréttastofu. Þá segir hann til skoðunar hjá embættinu, og verið að bregðast við, hvers vegna hefur verið síma- og netlaust á Alþingi. Hann segir að vel hafi verið fylgst með þessum málum undanfarnar vikur og vel sést í aðdraganda leiðtogafundar Evrópuráðsins í Hörpu að netárásum hafi fjölgað dag frá degi. „Við sjáum það núna í morgun að þessi þróun heldur áfram en við erum mjög vel vakandi og erum að bregðast á öflugan hátt við þessu,“ segir Runólfur. „Neyðaröryggissveitin okkar, CERT-IS, stýrir vörnum okkar gagnvart þessu. Þau eru í góðum samskiptum við netöryggissérfræðinga í öllum stofnunum og fyrirtækjum. Þannig að það eru breiðar varnir sem virkjast þegar svona gerist.“ Hvaðan koma árásirnar? „Við erum með óstaðfestar upplýsingar en ég get ekki tjáð mig frekar um það.“
Reykjavík Netöryggi Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Tengdar fréttir Vefur Alþingis liggur niðri: „Málið er í athugun“ Vefur Alþingis liggur niðri. Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri Alþingis, staðfestir í samtali við fréttastofu að bæði vefur þingsins og innri vefurinn liggi niðri sem stendur. 16. maí 2023 09:36 Vaktin: Víðtækar lokanir er Leiðtogafundur Evrópuráðsins hefst í Hörpu Leiðtogafundur Evrópuráðsins hefst í Hörpu í dag. Víðtækar lokanir tóku gildi í gærkvöldi og er stór hluti miðbæjarins lokaður umferð og svæðið umhverfis Hörpu alfarið lokað almenningi. 16. maí 2023 07:57 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Vefur Alþingis liggur niðri: „Málið er í athugun“ Vefur Alþingis liggur niðri. Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri Alþingis, staðfestir í samtali við fréttastofu að bæði vefur þingsins og innri vefurinn liggi niðri sem stendur. 16. maí 2023 09:36
Vaktin: Víðtækar lokanir er Leiðtogafundur Evrópuráðsins hefst í Hörpu Leiðtogafundur Evrópuráðsins hefst í Hörpu í dag. Víðtækar lokanir tóku gildi í gærkvöldi og er stór hluti miðbæjarins lokaður umferð og svæðið umhverfis Hörpu alfarið lokað almenningi. 16. maí 2023 07:57