Gunnar þakklátur fyrir tapleik í fyrra: „Vöknuðum allir upp við vondan draum“ Sindri Sverrisson skrifar 16. maí 2023 15:00 Blær Hinriksson er algjör lykilmaður í liði Aftureldingar og hefur náð að spila gegn Haukum þrátt fyrir ökklameiðsli. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Eftir mikið vonbrigðatímabil í fyrra, þar sem Afturelding komst ekki einu sinni í úrslitakeppnina í Olís-deild karla í handbolta, hefur nánast alveg sama lið landað bikarmeistaratitli í ár og getur með sigri í kvöld komist í úrslitaeinvígi um Íslandmeistaratitilinn. Afturelding tekur á móti Haukum í oddaleik í kvöld í æsispennandi einvígi liðanna sem lýkur fyrir fullu húsi að Varmá, þar sem búast má við gríðarlegri stemningu. Hvernig sem fer í kvöld þá vekur árangur Aftureldingar athygli og þjálfarinn Gunnar Magnússon var spurður út í þennan mikla viðsnúning, í Handkastinu. Hann segir það að missa af úrslitakeppninni í fyrra, með tapi gegn Fram í lokaumferð deildarinnar, hafa reynst lán í óláni. „Sparkið sem við þurftum“ „Þarna fengum við sparkið sem við þurftum,“ sagði Gunnar. „Þetta er nú kannski efni í heilan þátt. En stutta svarið er að ef við hefðum unnið Fram í síðasta leik í deildinni í fyrra, og farið í úrslitakeppnina og tapað 2-0 fyrir Val eða eitthvað, þá værum við ekki á þessum stað. Lykillinn var að sá leikur tapaðist. Það var sparkið sem að ég, leikmenn og allir í kringum okkur þurftum,“ sagði Gunnar en hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan. Viðtalið við Gunnar er í lok þáttar. Arnar Daði Arnarsson, stjórnandi Handkastsins, benti á að hann hefði nú hreinlega ekki skilið af hverju Afturelding vildi framlengja samning sinn við Gunnar eftir vonbrigðin í fyrra. „Stundum þarftu að fá ákveðið högg. Það voru mörg mistök gerð yfir tímabilið. Núna erum við með nýjan aðstoðarþjálfara, nýjan styrktarþjálfara, ég breytti undirbúningstímabilinu og við fórum í æfingaferð, og ég breytti mjög miklu. Leikmennirnir breyttu hugarfarinu, stjórnin breytti líka umgjörðinni,“ sagði Gunnar og hélt áfram: Gleðin var við völd hjá Aftureldingu á Ásvöllum á sunnudag þegar liðið tryggði sér oddaleik við Hauka.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Búnir að breyta öllu „Það sváfu allir á verðinum og svo vöknuðum við allir upp við vondan draum. Það er oft það sem þarf í sportinu, að skrapa botninn til að spyrna sér frá honum. Ef við hefðum unnið þennan Fram-leik og farið í úrslitakeppnina, en ekki fengið svona á baukinn, þá hefði kannski ekki nógu mikið breyst til þess að ná að snúa þessu við. Við erum í raun og veru búnir að breyta öllu og endurskipuleggja okkur frá grunni.“ Hið endurbætta lið Aftureldingar getur kórónað frábært tímabil með því að komast í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn en til þess þarf liðið að vinna Hauka í kvöld. Nokkuð hefur verið rætt um það að Mosfellingar eigi erfiðara með langa leikjaseríu en Haukar, þar sem að álagið hvíli á færri herðum hjá þeim, en Gunnar telur svo ekki vera: „Ég held að Haukarnir séu líka þreyttir. Þar ertu með eldri menn. Þorsteinn Leó og Blær eru ungir strákar, og ég hef ekki miklar áhyggjur af þeim. Ég held að bæði lið séu á svipuðum stað með þetta, þó að þeir séu klárlega að spila á fleiri mönnum.“ Leikur Aftureldingar og Hauka hefst klukkan 20:15 og er sýndur á Stöð 2 Sport. Bein útsending úr Mosó hefst hálftíma fyrr. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla Afturelding Haukar Handkastið Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Sjá meira
Afturelding tekur á móti Haukum í oddaleik í kvöld í æsispennandi einvígi liðanna sem lýkur fyrir fullu húsi að Varmá, þar sem búast má við gríðarlegri stemningu. Hvernig sem fer í kvöld þá vekur árangur Aftureldingar athygli og þjálfarinn Gunnar Magnússon var spurður út í þennan mikla viðsnúning, í Handkastinu. Hann segir það að missa af úrslitakeppninni í fyrra, með tapi gegn Fram í lokaumferð deildarinnar, hafa reynst lán í óláni. „Sparkið sem við þurftum“ „Þarna fengum við sparkið sem við þurftum,“ sagði Gunnar. „Þetta er nú kannski efni í heilan þátt. En stutta svarið er að ef við hefðum unnið Fram í síðasta leik í deildinni í fyrra, og farið í úrslitakeppnina og tapað 2-0 fyrir Val eða eitthvað, þá værum við ekki á þessum stað. Lykillinn var að sá leikur tapaðist. Það var sparkið sem að ég, leikmenn og allir í kringum okkur þurftum,“ sagði Gunnar en hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan. Viðtalið við Gunnar er í lok þáttar. Arnar Daði Arnarsson, stjórnandi Handkastsins, benti á að hann hefði nú hreinlega ekki skilið af hverju Afturelding vildi framlengja samning sinn við Gunnar eftir vonbrigðin í fyrra. „Stundum þarftu að fá ákveðið högg. Það voru mörg mistök gerð yfir tímabilið. Núna erum við með nýjan aðstoðarþjálfara, nýjan styrktarþjálfara, ég breytti undirbúningstímabilinu og við fórum í æfingaferð, og ég breytti mjög miklu. Leikmennirnir breyttu hugarfarinu, stjórnin breytti líka umgjörðinni,“ sagði Gunnar og hélt áfram: Gleðin var við völd hjá Aftureldingu á Ásvöllum á sunnudag þegar liðið tryggði sér oddaleik við Hauka.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Búnir að breyta öllu „Það sváfu allir á verðinum og svo vöknuðum við allir upp við vondan draum. Það er oft það sem þarf í sportinu, að skrapa botninn til að spyrna sér frá honum. Ef við hefðum unnið þennan Fram-leik og farið í úrslitakeppnina, en ekki fengið svona á baukinn, þá hefði kannski ekki nógu mikið breyst til þess að ná að snúa þessu við. Við erum í raun og veru búnir að breyta öllu og endurskipuleggja okkur frá grunni.“ Hið endurbætta lið Aftureldingar getur kórónað frábært tímabil með því að komast í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn en til þess þarf liðið að vinna Hauka í kvöld. Nokkuð hefur verið rætt um það að Mosfellingar eigi erfiðara með langa leikjaseríu en Haukar, þar sem að álagið hvíli á færri herðum hjá þeim, en Gunnar telur svo ekki vera: „Ég held að Haukarnir séu líka þreyttir. Þar ertu með eldri menn. Þorsteinn Leó og Blær eru ungir strákar, og ég hef ekki miklar áhyggjur af þeim. Ég held að bæði lið séu á svipuðum stað með þetta, þó að þeir séu klárlega að spila á fleiri mönnum.“ Leikur Aftureldingar og Hauka hefst klukkan 20:15 og er sýndur á Stöð 2 Sport. Bein útsending úr Mosó hefst hálftíma fyrr. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla Afturelding Haukar Handkastið Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Sjá meira