Friður geti ekki verið án réttlætis Máni Snær Þorláksson skrifar 16. maí 2023 16:17 Ursula von der Leyen og Katrín Jakobsdóttir eru sammála um mikilvægi réttlætis þegar kemur að friðarumræðum. Vísir/Elísabet Þær Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, funduðu saman í dag. Þær eru sammála því að ekki sé hægt að koma á friði í Úkraínu án þess að réttlætinu sé framfylgt. „Ég held að leiðtogafundurinn í Reykjavík komi algjörlega á réttum tíma,“ segir Ursula á blaðamannafundi sem haldinn var í kjölfar fundar þeirra saman. Hún segir að eitt af aðal umræðuefnum fundarins verði ábyrgð Rússlands og glæpir þeirra í innrásinni í Úkraínu. Ursula segist vera glöð með tjónaskýrsluna, hún sé mikilvæg til að koma á réttlæti, réttlæti myndi grunn að því að koma á friði. Til lengri tíma nýtist skýrslan líka þegar kemur að endurbyggingu. Lagalega sé skýrslan því gríðarlega mikilvæg til að koma á réttlæti fyrir þau sem hafa orðið fyrir innrásinni í Úkraínu. „Hvað varðar frið þá erum við með mjög skýra stöðu: Við styðjum eindregið friðarsamninginn sem Selenskí forseti hefur sett fram. Hann er, að ég held, grunnurinn að því sem við munum vinna að.“ Þá segir Ursula að það sé mjög skýrt að ekkert verði gert án þess að Úkraína komi að borðinu. Hún hafi hitt Selenskí í síðustu viku og hann sé mjög opinn fyrir því að ræða um þetta. „Þetta er það sem við erum að fara að ræða í kvöld,“ segir Katrín í kvöld. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, og Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hittust á dögunum.Getty/Global Images Ukraine „Hvernig við getum haldið áfram, byggt á friðarsamningi Úkraínu. Við erum með forsætisráðherra Úkraínu, hann er nýkominn til Íslands. Ég er vongóð um að sú umræða eigi eftir að koma okkur áfram í að ná friði. En ég verð að vera sammála Ursulu: Friður getur ekki verið án réttlætis.“ Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir Íslandi fái áfram fríar flugheimildir til 2026 Lausn sem Evrópusambandið og íslensk stjórnvöld hafa náð bráðabirgðasamkomulagi um felur í sér að Ísland fær áfram fríar losunarheimildir til og með árinu 2026. Þetta kom fram á blaðamannafundi Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, og Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar ESB, í dag. 16. maí 2023 15:52 Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Sjá meira
„Ég held að leiðtogafundurinn í Reykjavík komi algjörlega á réttum tíma,“ segir Ursula á blaðamannafundi sem haldinn var í kjölfar fundar þeirra saman. Hún segir að eitt af aðal umræðuefnum fundarins verði ábyrgð Rússlands og glæpir þeirra í innrásinni í Úkraínu. Ursula segist vera glöð með tjónaskýrsluna, hún sé mikilvæg til að koma á réttlæti, réttlæti myndi grunn að því að koma á friði. Til lengri tíma nýtist skýrslan líka þegar kemur að endurbyggingu. Lagalega sé skýrslan því gríðarlega mikilvæg til að koma á réttlæti fyrir þau sem hafa orðið fyrir innrásinni í Úkraínu. „Hvað varðar frið þá erum við með mjög skýra stöðu: Við styðjum eindregið friðarsamninginn sem Selenskí forseti hefur sett fram. Hann er, að ég held, grunnurinn að því sem við munum vinna að.“ Þá segir Ursula að það sé mjög skýrt að ekkert verði gert án þess að Úkraína komi að borðinu. Hún hafi hitt Selenskí í síðustu viku og hann sé mjög opinn fyrir því að ræða um þetta. „Þetta er það sem við erum að fara að ræða í kvöld,“ segir Katrín í kvöld. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, og Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hittust á dögunum.Getty/Global Images Ukraine „Hvernig við getum haldið áfram, byggt á friðarsamningi Úkraínu. Við erum með forsætisráðherra Úkraínu, hann er nýkominn til Íslands. Ég er vongóð um að sú umræða eigi eftir að koma okkur áfram í að ná friði. En ég verð að vera sammála Ursulu: Friður getur ekki verið án réttlætis.“
Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir Íslandi fái áfram fríar flugheimildir til 2026 Lausn sem Evrópusambandið og íslensk stjórnvöld hafa náð bráðabirgðasamkomulagi um felur í sér að Ísland fær áfram fríar losunarheimildir til og með árinu 2026. Þetta kom fram á blaðamannafundi Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, og Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar ESB, í dag. 16. maí 2023 15:52 Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Sjá meira
Íslandi fái áfram fríar flugheimildir til 2026 Lausn sem Evrópusambandið og íslensk stjórnvöld hafa náð bráðabirgðasamkomulagi um felur í sér að Ísland fær áfram fríar losunarheimildir til og með árinu 2026. Þetta kom fram á blaðamannafundi Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, og Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar ESB, í dag. 16. maí 2023 15:52