Eigendur eldri bíla gætu þurft að kaupa dýrara bensín Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 17. maí 2023 22:10 Bensínstöðvar hafa fyllt tanka sína af nýju umhverfisvænna bensíni sem kallast E10. Allir bensínknúnir bílar framleiddir eftir árið 2011 geta notað nýju blönduna og flest eldri ökutæki líka. Bílar framleiddir fyrir árið 2003 gætu hins vegar þurft að skipta yfir í annars konar bensín. Vísir/Vilhelm Bílafloti landsins verður nú knúinn umhverfisvænna bensíni en áður. Fyrir langflesta er þetta engin breyting en fyrir þá sem eiga eldri bíla gæti þetta úthent lengri og dýrari ferðir á bensínstöðvar. Bensínstöðvar hafa þegar fyllt tanka sína af nýja bensíninu sem kallast E10, en 10 stendur fyrir hlutfall etanólmagns í eldsneytisblöndunni, sem er nú 10% en var 5% áður. Kolefnislosun ökutækja mun minnka en bruni etanóls losar um það bil fjórum sinnnum minna af kolefni en bruni hefðbundins jarðefnaeldsneytis. Allir bensínknúnir bílar framleiddir eftir árið 2011 geta notað nýju blönduna og flest eldri ökutæki líka. Bílar framleiddir fyrir árið 2003 gætu hins vegar þurft að skipta yfir í annars konar bensín. 98 oktan bensínið er hins vegar dýrara. Félag íslenskra bifreiðaeigenda bendir á að þeir sem hafa minna á milli handanna eru líklegri til þess að vera á eldri bílum auk þess sem 98 oktan fæst ekki á öllum bensínstöðvum. Auður Daníelsdóttir, forstjóri Orkunnar segir þetta mikilvægt skref í umhverfismálum. „Við erum með þessu að uppfylla kröfur sem til okkar eru gerðar. Það má kannski árétta að stjórnvöld hafa sett sér stefnu um að landið verði laust við bensín og olíu árið 2040 og verði jafnframt kolefnislaust á þeim tímapunkti. Þetta er í raun og veru skref sem við erum að stíga sem við getum öll verið stolt af. Þetta er breyting til frambúðar Við erum að sjá það í löndunum í kringum okkur að þau eru að stíga þetta skref og hafa stigið þetta skref. Heimurinn er á leiðinni í orkuskiptin.“ Langfæstir munu taka eftir breytingum segir Auður. „Fyrir flest öll ökutæki gengur þetta mjög vel. Ég myndi segja að 99% af okkur muni ekkki finna neitt fyrir þessu.“ Bensín og olía Bílar Reykjavík Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira
Bensínstöðvar hafa þegar fyllt tanka sína af nýja bensíninu sem kallast E10, en 10 stendur fyrir hlutfall etanólmagns í eldsneytisblöndunni, sem er nú 10% en var 5% áður. Kolefnislosun ökutækja mun minnka en bruni etanóls losar um það bil fjórum sinnnum minna af kolefni en bruni hefðbundins jarðefnaeldsneytis. Allir bensínknúnir bílar framleiddir eftir árið 2011 geta notað nýju blönduna og flest eldri ökutæki líka. Bílar framleiddir fyrir árið 2003 gætu hins vegar þurft að skipta yfir í annars konar bensín. 98 oktan bensínið er hins vegar dýrara. Félag íslenskra bifreiðaeigenda bendir á að þeir sem hafa minna á milli handanna eru líklegri til þess að vera á eldri bílum auk þess sem 98 oktan fæst ekki á öllum bensínstöðvum. Auður Daníelsdóttir, forstjóri Orkunnar segir þetta mikilvægt skref í umhverfismálum. „Við erum með þessu að uppfylla kröfur sem til okkar eru gerðar. Það má kannski árétta að stjórnvöld hafa sett sér stefnu um að landið verði laust við bensín og olíu árið 2040 og verði jafnframt kolefnislaust á þeim tímapunkti. Þetta er í raun og veru skref sem við erum að stíga sem við getum öll verið stolt af. Þetta er breyting til frambúðar Við erum að sjá það í löndunum í kringum okkur að þau eru að stíga þetta skref og hafa stigið þetta skref. Heimurinn er á leiðinni í orkuskiptin.“ Langfæstir munu taka eftir breytingum segir Auður. „Fyrir flest öll ökutæki gengur þetta mjög vel. Ég myndi segja að 99% af okkur muni ekkki finna neitt fyrir þessu.“
Bensín og olía Bílar Reykjavík Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira