Það þýðir að þótt að City liðið spili ekki fyrr á sunnudaginn þá geta þeir orðið enskir meistarar þriðja árið í röð á morgun.
Ástæðan er að Arsenal verður að vinna Nottingham Forest á morgun á útivelli til að halda veikum meistaravonum sínum á lífi.
Tapi Arsenal leiknum þá geta þeir aðeins náð þremur stigum til viðbótar og þar með ekki náð að vinna upp fjögurra stiga forskot lærisveina Pep Guardiola.
Manchester City fær síðan Chelsea í heimsókn á Ethiad leikvanginn á sunnudaginn og verða pottþétt meistarar með sigri þó að Arsenal vinni Forrest á morgun.
City hefur unnið ellefu deildarleiki í röð eða alla deildarleiki sína síðan að þeir gerðu 1-1 jafntefli við einmitt Notthingham Forrest á útivelli 18. febrúar síðastliðinn.
City hefur enn fremur unnið níu heimaleiki í röð í deildinni eða alla leiki frá 1-1 jafntefli við Everton á Gamlársdag. Þeir eru því með hundrað prósent stiga í húsi á heimavelli sínum á árinu 2023.
Hér fyrir neðan má sjá útskýringu Sky Sports á því sem getur gerst í titilbaráttunni um helgina.