Blasi við að Seðlabankinn sé að verja fjármagnseigendur Máni Snær Þorláksson skrifar 19. maí 2023 17:21 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir það blasa við að Seðlabankinn sé að verja fjármagnseigendur. Vísir/Arnar Formaður VR segir það blasa við að Seðlabankinn sé að verja fjármagnseigendur frekar en fólkið í landinu. Búist er við að Seðlabankinn hækki stýrivexti enn eina ferðina í næstu viku. Gerist það verður um að ræða þrettándu stýrivaxtahækkunina í röð. Í næstu viku mun peningastefnunefnd Seðlabankans koma saman og ákveða hvort stýrivextir verði hækkaðir. Hagfræðideild Landsbankans hefur spáð fyrir um að nefndin ákveði að hækka vexti um heila prósentu. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, furðar sig á því að enn eina ferðina virðist Seðlabankinn ætla að hækka vexti. Hann segir stýrivaxtahækkanir hafa þveröfug áhrif, þau lendi á fólkinu í landinu sem þurfi að flýja í unnvörpum yfir í verðtryggðu lánin. „Fólk ræður ekki við þetta, bæði þau sem festa ekki vextina og þar sem vextirnir eru að losna,“ segir Ragnar í samtali við fréttastofu. Greiðslubyrðin sé orðin alltof há og það muni nú þegar um allt annað sem hefur hækkað í þjóðfélaginu. „Fólk bara ræður einfaldlega ekki við þetta og það flýr yfir í verðtryggðu lánin.“ „Náttúrulega bara galið“ Ragnar segir að fólk sem var með fasta vexti neyðist til að fara yfir í verðtryggð lán, annars hækki afborganirnar alltof mikið. „En þau eru mikið óhagstæðari,“ segir hann. Miðað við það hvernig staðan er í dag segir Ragnar að í rauninni sé um að ræða eignaupptöku í gegnum verðbæturnar. „Ef þú tekur tíu prósent verðbólgu plús vextina sem eru í boði þá ertu að borga þrettán, fjórtán prósent vexti af húsnæðisláni. Þetta er náttúrulega bara galið.“ Hann segir að ef markmiðið sé að slá á útlánaþenslu þá sé einungis að gera það gagnvart heimilunum. Ólíkt heimilunum geti fyrirtækin velt vaxtahækkunum beint út í verðlagið. „Fólkið í landinu getur það ekki. Ef að Seðlabankinn hefur ætlað sér að draga úr neyslu þá er það að gerast sem við vöruðum við, að stýrivaxtahækkunin sjálf hefur ekki áhrif á einkaneyslu þegar allir eru að flýja yfir í verðtryggðu lánin. Það hefur í rauninni bara öfug áhrif.“ Ragnar bendir þá á að með aukningu á verðtryggðum lánum minnki virkni stýrivaxtatækisins „Ef allir eru með fasta vexti og færa sig síðan yfir í verðtryggt þá hafa stýrivextirnir miklu minni áhrif.“ Seðlabankinn sé að verja fjármagnseigendur Ragnar segir það vera ljóst að Seðlabankinn sé með þessu að verja fjármagnseigendur. „Það hlýtur að blasa við. Það skín alltaf í gegn,“ segir hann. „Það er alltaf verið að nota nýjar og nýjar rökleysur fyrir hverri hækkun. Seðlabankinn getur alveg takmarkað útlánaþenslu til fyrirtækjanna, hann getur gert það með sambærilegum hætti og hann hefur gert gagnvart heimilunum. Hann getur alveg notað önnur tæki og tól.“ Ragnar segir það vera mikið áhyggjuefni að Seðlabankinn skuli „fyrst og fremst vera að hugsa um fjármagnseigendur en ekki fólkið í landinu.“ Stýrivaxtahækkanir hafi þveröfug áhrif Ragnar leggur að lokum til að Seðlabankinn láti af þessari vegferð. „Þessum stjórnlausu stýrivaxtahækkunum. Vegna þess að þetta hefur ekki haft nein áhrif á verðbólguna hér, hún er annars eðlis. Verðbólgan hér hefur verið út af húsnæðismarkaði, hækkun opinberra gjalda og hún hefur verið út af innfluttri verðbólgu.“ Stýrivextir á Íslandi hafi enga stjórn á innfluttri verðbólgu sem stafar af stríðinu í Úkraínu og heimsfaraldrinum. Því séu stýrivaxtahækkanirnar ekki að slá á verðbólguna, þvert á móti. Á síðustu mánuðum hafi hækkun stýrivaxta reiknast inn í greidda húsaleigu sem ýti upp vísitölunni. „Þessar stýrivaxtahækkanir eru að hafa þveröfug áhrif og Seðlabankinn þarf að fara að haga sér eins og Seðlabankar gera annars staðar. Þeir hafa hækkað vexti en ekkert í líkingu við það sem hefur gerst hér.“ Stéttarfélög Verðlag Seðlabankinn Fjármál heimilisins Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Í næstu viku mun peningastefnunefnd Seðlabankans koma saman og ákveða hvort stýrivextir verði hækkaðir. Hagfræðideild Landsbankans hefur spáð fyrir um að nefndin ákveði að hækka vexti um heila prósentu. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, furðar sig á því að enn eina ferðina virðist Seðlabankinn ætla að hækka vexti. Hann segir stýrivaxtahækkanir hafa þveröfug áhrif, þau lendi á fólkinu í landinu sem þurfi að flýja í unnvörpum yfir í verðtryggðu lánin. „Fólk ræður ekki við þetta, bæði þau sem festa ekki vextina og þar sem vextirnir eru að losna,“ segir Ragnar í samtali við fréttastofu. Greiðslubyrðin sé orðin alltof há og það muni nú þegar um allt annað sem hefur hækkað í þjóðfélaginu. „Fólk bara ræður einfaldlega ekki við þetta og það flýr yfir í verðtryggðu lánin.“ „Náttúrulega bara galið“ Ragnar segir að fólk sem var með fasta vexti neyðist til að fara yfir í verðtryggð lán, annars hækki afborganirnar alltof mikið. „En þau eru mikið óhagstæðari,“ segir hann. Miðað við það hvernig staðan er í dag segir Ragnar að í rauninni sé um að ræða eignaupptöku í gegnum verðbæturnar. „Ef þú tekur tíu prósent verðbólgu plús vextina sem eru í boði þá ertu að borga þrettán, fjórtán prósent vexti af húsnæðisláni. Þetta er náttúrulega bara galið.“ Hann segir að ef markmiðið sé að slá á útlánaþenslu þá sé einungis að gera það gagnvart heimilunum. Ólíkt heimilunum geti fyrirtækin velt vaxtahækkunum beint út í verðlagið. „Fólkið í landinu getur það ekki. Ef að Seðlabankinn hefur ætlað sér að draga úr neyslu þá er það að gerast sem við vöruðum við, að stýrivaxtahækkunin sjálf hefur ekki áhrif á einkaneyslu þegar allir eru að flýja yfir í verðtryggðu lánin. Það hefur í rauninni bara öfug áhrif.“ Ragnar bendir þá á að með aukningu á verðtryggðum lánum minnki virkni stýrivaxtatækisins „Ef allir eru með fasta vexti og færa sig síðan yfir í verðtryggt þá hafa stýrivextirnir miklu minni áhrif.“ Seðlabankinn sé að verja fjármagnseigendur Ragnar segir það vera ljóst að Seðlabankinn sé með þessu að verja fjármagnseigendur. „Það hlýtur að blasa við. Það skín alltaf í gegn,“ segir hann. „Það er alltaf verið að nota nýjar og nýjar rökleysur fyrir hverri hækkun. Seðlabankinn getur alveg takmarkað útlánaþenslu til fyrirtækjanna, hann getur gert það með sambærilegum hætti og hann hefur gert gagnvart heimilunum. Hann getur alveg notað önnur tæki og tól.“ Ragnar segir það vera mikið áhyggjuefni að Seðlabankinn skuli „fyrst og fremst vera að hugsa um fjármagnseigendur en ekki fólkið í landinu.“ Stýrivaxtahækkanir hafi þveröfug áhrif Ragnar leggur að lokum til að Seðlabankinn láti af þessari vegferð. „Þessum stjórnlausu stýrivaxtahækkunum. Vegna þess að þetta hefur ekki haft nein áhrif á verðbólguna hér, hún er annars eðlis. Verðbólgan hér hefur verið út af húsnæðismarkaði, hækkun opinberra gjalda og hún hefur verið út af innfluttri verðbólgu.“ Stýrivextir á Íslandi hafi enga stjórn á innfluttri verðbólgu sem stafar af stríðinu í Úkraínu og heimsfaraldrinum. Því séu stýrivaxtahækkanirnar ekki að slá á verðbólguna, þvert á móti. Á síðustu mánuðum hafi hækkun stýrivaxta reiknast inn í greidda húsaleigu sem ýti upp vísitölunni. „Þessar stýrivaxtahækkanir eru að hafa þveröfug áhrif og Seðlabankinn þarf að fara að haga sér eins og Seðlabankar gera annars staðar. Þeir hafa hækkað vexti en ekkert í líkingu við það sem hefur gerst hér.“
Stéttarfélög Verðlag Seðlabankinn Fjármál heimilisins Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira