„Enska úrvalsdeildin er mikilvægasta keppnin“ Smári Jökull Jónsson skrifar 19. maí 2023 18:31 Pep Guardiola fagnar eftir að Manchester City tryggði sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Vísir/Getty Pep Guardiola segir að enska úrvalsdeildin sé mikilvægasta keppnin af þeim sem Manchester City tekur þátt í. Lið City verður enskur meistari ef Arsenal tapar gegn Nottingham Forest á morgun. Manchester City tryggði sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu þegar liðið valtaði yfir Real Madrid í seinni undanúrslitaleik liðanna á miðvikudag. Pep hefur stýrt City fjórum sinnum til sigurs í ensku úrvalsdeildinni en aldrei í Meistaradeildinni. Samt sem áður er Guardiola á því að deildartitillinn sé sá mikilvægasti. „Enska úrvalsdeildin er mikilvægasta keppnin því hún spannar 10-11 mánuði, hverja einustu viku. Við erum heppnir að klára á heimavelli með okkar fólki,“ sagði Guardiola á blaðamannafundi fyrir leik City gegn Chelsea á sunnudag. City gæti reyndar verið búið að tryggja sér meistaratitilinn fyrir leikinn gegn Chelsea. Ef Arsenal tapar gegn Nottingham Forest á morgun eiga þeir ekki lengur möguleika á að ná liði City. „Erfiðasti hlutinn er að koma. Tennisspilarar segja að eiga uppgjöf til að tryggja sér sigur á Wimbledon sé það erfiðasta. Á sunnudag er leikurinn í okkar höndum,“ sagði Guardiola. „Sá síðasti er erfiður því það er svo mikið af tilfinningum. Við myndum ekki getað fyrirgefið sjálfum okkar ef við látum trufla okkur. Við vitum að við höfum þrjá leiki til að tryggja okkur titilinn. Hver leikur sem við vinnum hjálpar í næsta leik.- Ef við getum unnið titilinn á heimavelli þá verðum við að gera það.“ „Ég elska þegar við öskrum á hvorn annan“ Eftir sigurinn á Real Madrid fór myndband í dreifingu í fjölmiðlum þar sem mátti sjá Kevin De Bruyne svara þjálfara sínum fullum hálsi þegar Pep Guardiola gaf honum fyrirmæli í miðjum leiknum. Guardiola fagnaði því að De Bruyne léti hann heyra það. Kevin De Bruyne told Pep Guardiola to 'Shut Up' after Pep shouted at him to pass the ball he lost to Militao. Pep Guardiola to Kevin De Bruyne: "Pass the ball" De Bruyne answered back "Shut up, shut up."#ChampionsLeague#ManCitypic.twitter.com/dASFKPKfO2— Olt Sports (@oltsport_) May 18, 2023 „Ég elska það þegar við öskrum á hvorn annan. Stundum, í sumum leikjum, þá er andrúmsloftið frekar flatt. Ég kann vel við þessa orku. Þetta er ekki í fyrsta sinn, þið sjáið ekki hversu oft hann hefur öskrað á mig á æfingasvæðinu.“ „Þetta er það sem við þurfum. Eftir það, þá er hann sá besti.“ Enski boltinn Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Í beinni: FH - Víkingur | Víkingar á mikilli siglingu Í beinni: Þór/KA - Þróttur | Bæði lið með vindinn í fangið Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Sjá meira
Manchester City tryggði sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu þegar liðið valtaði yfir Real Madrid í seinni undanúrslitaleik liðanna á miðvikudag. Pep hefur stýrt City fjórum sinnum til sigurs í ensku úrvalsdeildinni en aldrei í Meistaradeildinni. Samt sem áður er Guardiola á því að deildartitillinn sé sá mikilvægasti. „Enska úrvalsdeildin er mikilvægasta keppnin því hún spannar 10-11 mánuði, hverja einustu viku. Við erum heppnir að klára á heimavelli með okkar fólki,“ sagði Guardiola á blaðamannafundi fyrir leik City gegn Chelsea á sunnudag. City gæti reyndar verið búið að tryggja sér meistaratitilinn fyrir leikinn gegn Chelsea. Ef Arsenal tapar gegn Nottingham Forest á morgun eiga þeir ekki lengur möguleika á að ná liði City. „Erfiðasti hlutinn er að koma. Tennisspilarar segja að eiga uppgjöf til að tryggja sér sigur á Wimbledon sé það erfiðasta. Á sunnudag er leikurinn í okkar höndum,“ sagði Guardiola. „Sá síðasti er erfiður því það er svo mikið af tilfinningum. Við myndum ekki getað fyrirgefið sjálfum okkar ef við látum trufla okkur. Við vitum að við höfum þrjá leiki til að tryggja okkur titilinn. Hver leikur sem við vinnum hjálpar í næsta leik.- Ef við getum unnið titilinn á heimavelli þá verðum við að gera það.“ „Ég elska þegar við öskrum á hvorn annan“ Eftir sigurinn á Real Madrid fór myndband í dreifingu í fjölmiðlum þar sem mátti sjá Kevin De Bruyne svara þjálfara sínum fullum hálsi þegar Pep Guardiola gaf honum fyrirmæli í miðjum leiknum. Guardiola fagnaði því að De Bruyne léti hann heyra það. Kevin De Bruyne told Pep Guardiola to 'Shut Up' after Pep shouted at him to pass the ball he lost to Militao. Pep Guardiola to Kevin De Bruyne: "Pass the ball" De Bruyne answered back "Shut up, shut up."#ChampionsLeague#ManCitypic.twitter.com/dASFKPKfO2— Olt Sports (@oltsport_) May 18, 2023 „Ég elska það þegar við öskrum á hvorn annan. Stundum, í sumum leikjum, þá er andrúmsloftið frekar flatt. Ég kann vel við þessa orku. Þetta er ekki í fyrsta sinn, þið sjáið ekki hversu oft hann hefur öskrað á mig á æfingasvæðinu.“ „Þetta er það sem við þurfum. Eftir það, þá er hann sá besti.“
Enski boltinn Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Í beinni: FH - Víkingur | Víkingar á mikilli siglingu Í beinni: Þór/KA - Þróttur | Bæði lið með vindinn í fangið Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Sjá meira