Manchester City tryggði sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu þegar liðið valtaði yfir Real Madrid í seinni undanúrslitaleik liðanna á miðvikudag. Pep hefur stýrt City fjórum sinnum til sigurs í ensku úrvalsdeildinni en aldrei í Meistaradeildinni. Samt sem áður er Guardiola á því að deildartitillinn sé sá mikilvægasti.
„Enska úrvalsdeildin er mikilvægasta keppnin því hún spannar 10-11 mánuði, hverja einustu viku. Við erum heppnir að klára á heimavelli með okkar fólki,“ sagði Guardiola á blaðamannafundi fyrir leik City gegn Chelsea á sunnudag.
City gæti reyndar verið búið að tryggja sér meistaratitilinn fyrir leikinn gegn Chelsea. Ef Arsenal tapar gegn Nottingham Forest á morgun eiga þeir ekki lengur möguleika á að ná liði City.
„Erfiðasti hlutinn er að koma. Tennisspilarar segja að eiga uppgjöf til að tryggja sér sigur á Wimbledon sé það erfiðasta. Á sunnudag er leikurinn í okkar höndum,“ sagði Guardiola.
„Sá síðasti er erfiður því það er svo mikið af tilfinningum. Við myndum ekki getað fyrirgefið sjálfum okkar ef við látum trufla okkur. Við vitum að við höfum þrjá leiki til að tryggja okkur titilinn. Hver leikur sem við vinnum hjálpar í næsta leik.- Ef við getum unnið titilinn á heimavelli þá verðum við að gera það.“
„Ég elska þegar við öskrum á hvorn annan“
Eftir sigurinn á Real Madrid fór myndband í dreifingu í fjölmiðlum þar sem mátti sjá Kevin De Bruyne svara þjálfara sínum fullum hálsi þegar Pep Guardiola gaf honum fyrirmæli í miðjum leiknum. Guardiola fagnaði því að De Bruyne léti hann heyra það.
Kevin De Bruyne told Pep Guardiola to 'Shut Up' after Pep shouted at him to pass the ball he lost to Militao.
— Olt Sports (@oltsport_) May 18, 2023
Pep Guardiola to Kevin De Bruyne: "Pass the ball"
De Bruyne answered back "Shut up, shut up."#ChampionsLeague#ManCitypic.twitter.com/dASFKPKfO2
„Ég elska það þegar við öskrum á hvorn annan. Stundum, í sumum leikjum, þá er andrúmsloftið frekar flatt. Ég kann vel við þessa orku. Þetta er ekki í fyrsta sinn, þið sjáið ekki hversu oft hann hefur öskrað á mig á æfingasvæðinu.“
„Þetta er það sem við þurfum. Eftir það, þá er hann sá besti.“