Þrír efstir og jafnir eftir tvo daga á PGA Meistaramótinu Smári Jökull Jónsson skrifar 20. maí 2023 10:01 Viktor Hovland er einn þriggja kylfinga í efsta sæti á PGA meistaramótinu sem fram fer í Rochester í New York. Vísir/Getty Þrír kylfingar eru efstir og jafnir á PGA meistaramótinu í golfi að loknum tveimur dögum. Jon Rahm, Justin Thomas og Jordan Spieth rétt sluppu við niðurskurðinn. Þeir Scottie Scheffler, Viktor Hovland og Corey Conners eru þrír efstir og jafnir á fimm höggum undir pari eftir tvo daga á PGA meistaramótinu í golfi sem fram fer á Oak Hill vellinum í Rochester. Scheffler lék á tveimur höggum undir pari í gær líkt og Conners en Hovland lék á þremur undir. Bruce Koepka lék best allra í gær á fjórum höggum undir pari og er ásamt Callum Tarren í sjötta sæti mótsins. Þar á milli eru Bandaríkjamennirnir Justin Suh og Bryan DeChambeau á þremur undir pari. Suh. Dude knows how to putt. #PGAChamp pic.twitter.com/ZCS9VmjZqp— PGA Championship (@PGAChampionship) May 19, 2023 Rory McIlroy er ekki langt undan en hann lék á einu undir í gær og er á pari samtals. Nokkur stór nöfn voru nálægt því að missa af niðurskurðinum en Jon Rahm var fyrir neðan niðurskurðarlínuna þegar hann átti sex holur eftir en náði þá þremur fuglum í röð og bjargaði sér. Justin Thomas, sem á titil að verja á mótinu, fór síðustu holuna á einu yfir pari en rétt slapp við niðurskurð líkt og Jordan Spieth sem bjargaði pari úr glompu á síðustu holunni. Rahm, Thomas og Spieth eru allir á fimm höggum yfir pari. Every major champion crowned at Oak Hill was among the Top-3 on the leaderboard at the end of Round 2.Will the streak continue?#PGAChamp pic.twitter.com/wXgKp0d8H2— PGA Championship (@PGAChampionship) May 20, 2023 Á meðal þeirra sem ekki náðu niðurskurðinum voru Si Woo-Kim, Alex Norén og Matt Kuchar. Mótið heldur áfram í dag en bein útsending frá því hefst á Stöð 2 Sport 4 klukkan 17:00. PGA-meistaramótið Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Þeir Scottie Scheffler, Viktor Hovland og Corey Conners eru þrír efstir og jafnir á fimm höggum undir pari eftir tvo daga á PGA meistaramótinu í golfi sem fram fer á Oak Hill vellinum í Rochester. Scheffler lék á tveimur höggum undir pari í gær líkt og Conners en Hovland lék á þremur undir. Bruce Koepka lék best allra í gær á fjórum höggum undir pari og er ásamt Callum Tarren í sjötta sæti mótsins. Þar á milli eru Bandaríkjamennirnir Justin Suh og Bryan DeChambeau á þremur undir pari. Suh. Dude knows how to putt. #PGAChamp pic.twitter.com/ZCS9VmjZqp— PGA Championship (@PGAChampionship) May 19, 2023 Rory McIlroy er ekki langt undan en hann lék á einu undir í gær og er á pari samtals. Nokkur stór nöfn voru nálægt því að missa af niðurskurðinum en Jon Rahm var fyrir neðan niðurskurðarlínuna þegar hann átti sex holur eftir en náði þá þremur fuglum í röð og bjargaði sér. Justin Thomas, sem á titil að verja á mótinu, fór síðustu holuna á einu yfir pari en rétt slapp við niðurskurð líkt og Jordan Spieth sem bjargaði pari úr glompu á síðustu holunni. Rahm, Thomas og Spieth eru allir á fimm höggum yfir pari. Every major champion crowned at Oak Hill was among the Top-3 on the leaderboard at the end of Round 2.Will the streak continue?#PGAChamp pic.twitter.com/wXgKp0d8H2— PGA Championship (@PGAChampionship) May 20, 2023 Á meðal þeirra sem ekki náðu niðurskurðinum voru Si Woo-Kim, Alex Norén og Matt Kuchar. Mótið heldur áfram í dag en bein útsending frá því hefst á Stöð 2 Sport 4 klukkan 17:00.
PGA-meistaramótið Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira