Elvar Már og félagar byrja undanúrslitin á sigri
Aron Guðmundsson skrifar
Elvar Már í leik með RytasRytas
Elvar Már Friðriksson setti niður fjögur stig og gaf 3 stoðsendingar í átta stiga sigri Rytast á Jonava í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum efstu deildar Litháen í körfubolta í dag.
Íslendingurinn knái lék aðeins 13 mínútur í leiknum, leik sem Rytas hafði tök á allan tímann.
Bandaríkjamaðurinn Kendale McCullum var atkvæðamestur í liði Rytas með tuttugu stig og fimm stoðsendingar.
Liðin munu mætast öðru sinni á þriðjudaginn kemur.