Bifreiðarnar spönnuðu sjötíu ára aldursbil; sú elsta var af árgerð 1952 og sú nýjasta var framleidd í fyrra.
Hópu frá Frakklandi sem kallar sig RallyStory stendur á bak við bílana en markmiðið er að keyra hringinn í kringum landið. Dagskrá hópsins er nokkuð vegleg, í takt við bílana, og stendur yfir frá 20. maí til 26. maí.

Í kvöld gistir hópurinn á Hótel Edition við Hörpu og á morgun verður ekið í Borgarnes, þar sem gist verður á Hótel Hamri. Því næst beint til Siglufjarðar og þaðan á Mývatn, svo fátt eitt sé nefnt.
Fyrir áhugasama er hægt að nálgast dagskrá hópsins hér.