Tilfinningaþrungin stund þegar Anfield kvaddi fjóra leikmenn Smári Jökull Jónsson skrifar 21. maí 2023 12:31 Roberto Firmino skoraði í lokaleiknum sínum á Anfield og fékk heiðursvörð eftir leik. Vísir/Getty Það var tilfinningaþrungin stund á Anfield í gær þegar fjórir leikmenn Liverpool léku sinn síðasta heimaleik fyrir félagið. Einn vinsælasti leikmaður félagins skoraði í lokaleik sínum á heimavelli. Liverpool gerði jafntefli við Aston Villa þegar liðin mættust á Anfield í gær en leikurinn var síðasti heimaleikur Liverpool á tímabilinu. Fjórir leikmenn félagsins léku þar sinn síðasta heimaleik fyrir félagið en þeir Naby Keita, Alex Oxlade-Chamberlain, James Milner og Roberto Firmino munu allir yfirgefa félagið þegar samningar þeirra renna út í sumar. Vinsældir Roberto Firmino á meðal stuðningsmanna Liverpool eru gífurlegar en hann kom til félagsins árið 2015 frá þýska félaginu Hoffenheim þar sem hann hafði leikið í fjögur tímabil. Leikmennirnir fjórir fengu allir heiðursvörð eftir leik en óhætt er að segja að fögnuðurinn hafi verið mestur þegar Firmino steig fram. A special Anfield farewell pic.twitter.com/2BabCYnf7d— Liverpool FC (@LFC) May 20, 2023 Stuðningsmenn Liverpool voru byrjaðir að syngja til heiðurs Firmino löngu áður en hann kom inn á völlinn sem varamaður á 72. mínútu leiksins en hann skoraði jöfnunarmarkið á 89. mínútu við mikinn fögnuð áhorfenda. Þegar leik var lokið gekk Firmino hringinn á vellinum og sungu stuðningsmenn hástöfum. Það mátti sjá tár á hvarmi Firmino sem skorað hefur 81 mark í 255 leikjum fyrir félagið. pic.twitter.com/Ev7WhhHpna— Liverpool FC (@LFC) May 20, 2023 James Milner er sömuleiðis í hávegum hafður á Anfield og þó svo Oxlade-Chamberlain og Naby Keita hafi ekki náð að láta sína frægðarsól rísa jafn hátt fengu þeir sömuleiðis góðar móttökur að leik loknum í gær. Allir voru leikmennirnir hluti af liði Liverpool sem vann enska meistaratitilinn árið 2020 í fyrsta skipti í 31 ár, Meistaradeild Evrópu árið 2019 sem og deildabikarinn og FA-bikarinn á síðasta tímabili. A moment to remember pic.twitter.com/pj62Ae1rZs— Liverpool FC (@LFC) May 20, 2023 Enski boltinn Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Enski boltinn Fleiri fréttir Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjá meira
Liverpool gerði jafntefli við Aston Villa þegar liðin mættust á Anfield í gær en leikurinn var síðasti heimaleikur Liverpool á tímabilinu. Fjórir leikmenn félagsins léku þar sinn síðasta heimaleik fyrir félagið en þeir Naby Keita, Alex Oxlade-Chamberlain, James Milner og Roberto Firmino munu allir yfirgefa félagið þegar samningar þeirra renna út í sumar. Vinsældir Roberto Firmino á meðal stuðningsmanna Liverpool eru gífurlegar en hann kom til félagsins árið 2015 frá þýska félaginu Hoffenheim þar sem hann hafði leikið í fjögur tímabil. Leikmennirnir fjórir fengu allir heiðursvörð eftir leik en óhætt er að segja að fögnuðurinn hafi verið mestur þegar Firmino steig fram. A special Anfield farewell pic.twitter.com/2BabCYnf7d— Liverpool FC (@LFC) May 20, 2023 Stuðningsmenn Liverpool voru byrjaðir að syngja til heiðurs Firmino löngu áður en hann kom inn á völlinn sem varamaður á 72. mínútu leiksins en hann skoraði jöfnunarmarkið á 89. mínútu við mikinn fögnuð áhorfenda. Þegar leik var lokið gekk Firmino hringinn á vellinum og sungu stuðningsmenn hástöfum. Það mátti sjá tár á hvarmi Firmino sem skorað hefur 81 mark í 255 leikjum fyrir félagið. pic.twitter.com/Ev7WhhHpna— Liverpool FC (@LFC) May 20, 2023 James Milner er sömuleiðis í hávegum hafður á Anfield og þó svo Oxlade-Chamberlain og Naby Keita hafi ekki náð að láta sína frægðarsól rísa jafn hátt fengu þeir sömuleiðis góðar móttökur að leik loknum í gær. Allir voru leikmennirnir hluti af liði Liverpool sem vann enska meistaratitilinn árið 2020 í fyrsta skipti í 31 ár, Meistaradeild Evrópu árið 2019 sem og deildabikarinn og FA-bikarinn á síðasta tímabili. A moment to remember pic.twitter.com/pj62Ae1rZs— Liverpool FC (@LFC) May 20, 2023
Enski boltinn Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Enski boltinn Fleiri fréttir Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjá meira