Titillinn rann úr greipum PSG og Berglind fékk bara korter á allri leiktíðinni Sindri Sverrisson skrifar 22. maí 2023 10:30 Berglind Björg Þorvaldsdóttir var keypt til franska stórliðsins PSG í fyrra en hefur nánast ekkert spilað fyrir liðið. Getty/Aurelien Meunier Landsliðskonan Berglind Björg Þorvaldsdóttir var líkt og jafnan áður í vetur ekki í leikmannahópi PSG í stórleiknum við Lyon í gær, þar sem úrslitin réðust í frönsku 1. deildinni í fótbolta. Það var danska landsliðskonan Signe Bruun, fyrrverandi leikmaður PSG, sem tryggði Lyon 1-0 sigur í gær og þar með franska meistaratitilinn en hún mun kveðja Lyon eftir tímabilið. Eftir sigurinn er Lyon með sex stiga forskot á PSG þegar aðeins ein umferð er eftir en PSG var með örlögin í eigin höndum þar til að liðið gerði markalaust jafntefli við Paris FC í þriðju síðustu umferð og tapaði svo leiknum í gær. Í millitíðinni tapaði PSG svo 2-1 gegn Lyon í bikarúrslitaleiknum. Berglind var ekki með í þessum leikjum og hefur raunar sjaldan verið í leikmannahópi PSG á leiktíðinni. Hún hefur aðeins komið við sögu í einum deildarleik, í september, og spilaði þá 15 mínútur, eftir að hafa verið keypt frá Brann í Noregi síðasta sumar. Síðasti leikur sem Berglind spilaði var því með landsliðinu þegar liðið vann Pinatar-bikarinn á Spáni í febrúar. View this post on Instagram A post shared by Berglind Björg Þorvaldsdóttir (@berglindbjorg) Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari tjáði sig um stöðu Berglindar í lok mars, eftir að hún fékk ekki sæti í síðasta landsliðshópi. Þar sagði hann að sjálfsögðu áhyggjuefni að Berglind fengi engin tækifæri hjá sínu félagsliði. Hann hefði reynt að hjálpa henni með því að velja hana í febrúar en það hefði engu máli skipt. „Að sjálfsögðu hef ég áhyggjur, það eru komnir átta mánuðir [og núna tíu mánuðir] síðan hún spilaði reglulega með félagsliði. Það er helvíti langur tími. Hún þarf að fara spila reglulega til að koma sér í gang og vera í spilformi til að geta spilað á hæsta „levelinu“,“ sagði Þorsteinn þá í viðtali við Fótbolta.net. Samningur Berglindar við PSG, sem hún skrifaði undir síðasta sumar, gildir til sumarsins 2024. Franski boltinn Mest lesið „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Fleiri fréttir Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Sjá meira
Það var danska landsliðskonan Signe Bruun, fyrrverandi leikmaður PSG, sem tryggði Lyon 1-0 sigur í gær og þar með franska meistaratitilinn en hún mun kveðja Lyon eftir tímabilið. Eftir sigurinn er Lyon með sex stiga forskot á PSG þegar aðeins ein umferð er eftir en PSG var með örlögin í eigin höndum þar til að liðið gerði markalaust jafntefli við Paris FC í þriðju síðustu umferð og tapaði svo leiknum í gær. Í millitíðinni tapaði PSG svo 2-1 gegn Lyon í bikarúrslitaleiknum. Berglind var ekki með í þessum leikjum og hefur raunar sjaldan verið í leikmannahópi PSG á leiktíðinni. Hún hefur aðeins komið við sögu í einum deildarleik, í september, og spilaði þá 15 mínútur, eftir að hafa verið keypt frá Brann í Noregi síðasta sumar. Síðasti leikur sem Berglind spilaði var því með landsliðinu þegar liðið vann Pinatar-bikarinn á Spáni í febrúar. View this post on Instagram A post shared by Berglind Björg Þorvaldsdóttir (@berglindbjorg) Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari tjáði sig um stöðu Berglindar í lok mars, eftir að hún fékk ekki sæti í síðasta landsliðshópi. Þar sagði hann að sjálfsögðu áhyggjuefni að Berglind fengi engin tækifæri hjá sínu félagsliði. Hann hefði reynt að hjálpa henni með því að velja hana í febrúar en það hefði engu máli skipt. „Að sjálfsögðu hef ég áhyggjur, það eru komnir átta mánuðir [og núna tíu mánuðir] síðan hún spilaði reglulega með félagsliði. Það er helvíti langur tími. Hún þarf að fara spila reglulega til að koma sér í gang og vera í spilformi til að geta spilað á hæsta „levelinu“,“ sagði Þorsteinn þá í viðtali við Fótbolta.net. Samningur Berglindar við PSG, sem hún skrifaði undir síðasta sumar, gildir til sumarsins 2024.
Franski boltinn Mest lesið „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Fleiri fréttir Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Sjá meira
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti