Íslandsmetið aldrei takmarkið: „Kem þarna í mark og er í raun grátandi“ Oddur Ævar Gunnarsson og Stefán Árni Pálsson skrifa 22. maí 2023 19:24 Þorleifur var eðli málsins samkvæmt vankaður eftir að hafa bætt Íslandsmetið. Þorleifur Þorleifsson Þorleifur Þorleifsson, nýr Íslandsmethafi í bakgarðshlaupi eftir 50 hringi og 335 kílómetra hlaup í Rettert í Þýskalandi, segir Íslandsmetið aldrei hafa verið markmiðið. Hringir 47 og 48 hafi verið þeir erfiðustu. „Það er erfitt að lýsa tilfinningunni þegar ég hætti nákvæmlega,“ segir Þorleifur í samtali við fréttastofu. Í bakgarðshlaupi er tæplega sjö kílómetra hringur farinn á klukkutíma fresti þar til aðeins einn hlaupari stendur eftir. Umrætt hlaup í Rettert er það næststærsta í heiminum og koma þar saman öflugustu bakgarðshlauparar heims. 50 hringir og 335 kílómetrar er nýtt Íslandsmet. Gamla metið átti Mari Järsk; 43 hringi. Bæði voru skráð til þátttöku í Bakgarðshlaupi meistarana í Rettert í Þýskalandi. Mari lauk keppni eftir 34 hringi, eftir að hún varð veik og átti erfitt að koma niður mat. Erfitt þegar tveir sólarhringir voru liðnir „Mér leið vel í gegnum allt hlaupið alveg þangað til að ég var að klára hring 47, þá fyrst var þetta farið að vera mjög erfitt og þá sérstaklega andlega,“ segir Þorleifur. Hann hafi vitað að hann ætti einungis tvo hringi eftir til þess að vera búinn að hlaupa í tvo sólarhringi. Þorleifur var eðli málsins samkvæmt enn vankaður eftir hlaupið þegar fréttastofa náði af honum tali. „Þannig að ég man ekki nákvæmlega hvernig þetta var en ég man að ég kem þarna í mark á þessum hring og er í raun grátandi og lítill í mér. Teymið mitt hjálpaði mér og kom mér út aftur, sem var mjög erfitt.“ Þorleifur segir að þegar komið hafi verið á hring 50 hafi honum liðið vel andlega, en líkaminn hins vegar hafi verið búinn. „Líkaminn var orðinn mjög lúinn og ég finn að ég er ekki að fara að klára á tíma. Það slökknaði bara á mér og stelpurnar taka allar á móti mér og mér leið mjög vel á þessum tímapunkti, þó ég væri algjörlega búinn á því.“ Hafði mikla trú á að ná að bæta Íslandsmetið Þorleifur segir spurður að Íslandsmetið hafi ekki verið eiginlegt markmið, þó hann sé hreykinn af árangrinum. „Markmiðið mitt var alltaf að bæta minn árangur, auðvitað vildi ég reyna við Íslandsmetið en markmiðið númer eitt var að klára tvo sólarhringa, 48 tíma.“ Þá hafi næsta markmið Þorleifs verið að ná 50 klukkustunda hlaupi, sem tókst. „Ég hafði mjög mikla trú á að ég myndi ná Íslandsmetinu, en svo var þetta bara spurning hversu mikið lengra er ég að fara? Er ég að fara 45 hringi, sem eru 300 kílómetrar? Er ég að fara í 48 hringi sem eru þá tveir sólarhringar, eða 60 hringi?“ Hitinn erfiður Mikill hiti var í Þýskalandi og segir Þorleifur það hafa gert hlaupið erfiðara en ella. Andlegi þátturinn sé hins vegar það sem mestu máli skipti að hafa í lagi í slíku hlaupi. „Það er erfitt að lýsa þessu en þetta var eiginlega aldrei mjög erfitt líkamlega. Auðvitað er maður alltaf þreyttur og mjög illt hér og þar en það er andlegi hlutinn sem er alltaf að fara upp og niður.“ Þorleifur bætir því við að maginn skipti hins vegar að sama skapi gríðarlegu máli. Líðan hans í maganum hafi verið upp og niður en hitinn hafi haft sitt að segja. „Hitinn var mjög erfiður. Á sunnudeginum þá var ég alveg að drepast. Þá fer ég í hlaupavestið og fylli alla vasa af klaka og þá næ ég að kólna og halda kulda til þess að reyna að klára hringinn. Hæðarmunurinn í hlaupinu og hitinn voru erfiðastir.“ Hlaup Bakgarðshlaup Þýskaland Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Fleiri fréttir Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Sjá meira
„Það er erfitt að lýsa tilfinningunni þegar ég hætti nákvæmlega,“ segir Þorleifur í samtali við fréttastofu. Í bakgarðshlaupi er tæplega sjö kílómetra hringur farinn á klukkutíma fresti þar til aðeins einn hlaupari stendur eftir. Umrætt hlaup í Rettert er það næststærsta í heiminum og koma þar saman öflugustu bakgarðshlauparar heims. 50 hringir og 335 kílómetrar er nýtt Íslandsmet. Gamla metið átti Mari Järsk; 43 hringi. Bæði voru skráð til þátttöku í Bakgarðshlaupi meistarana í Rettert í Þýskalandi. Mari lauk keppni eftir 34 hringi, eftir að hún varð veik og átti erfitt að koma niður mat. Erfitt þegar tveir sólarhringir voru liðnir „Mér leið vel í gegnum allt hlaupið alveg þangað til að ég var að klára hring 47, þá fyrst var þetta farið að vera mjög erfitt og þá sérstaklega andlega,“ segir Þorleifur. Hann hafi vitað að hann ætti einungis tvo hringi eftir til þess að vera búinn að hlaupa í tvo sólarhringi. Þorleifur var eðli málsins samkvæmt enn vankaður eftir hlaupið þegar fréttastofa náði af honum tali. „Þannig að ég man ekki nákvæmlega hvernig þetta var en ég man að ég kem þarna í mark á þessum hring og er í raun grátandi og lítill í mér. Teymið mitt hjálpaði mér og kom mér út aftur, sem var mjög erfitt.“ Þorleifur segir að þegar komið hafi verið á hring 50 hafi honum liðið vel andlega, en líkaminn hins vegar hafi verið búinn. „Líkaminn var orðinn mjög lúinn og ég finn að ég er ekki að fara að klára á tíma. Það slökknaði bara á mér og stelpurnar taka allar á móti mér og mér leið mjög vel á þessum tímapunkti, þó ég væri algjörlega búinn á því.“ Hafði mikla trú á að ná að bæta Íslandsmetið Þorleifur segir spurður að Íslandsmetið hafi ekki verið eiginlegt markmið, þó hann sé hreykinn af árangrinum. „Markmiðið mitt var alltaf að bæta minn árangur, auðvitað vildi ég reyna við Íslandsmetið en markmiðið númer eitt var að klára tvo sólarhringa, 48 tíma.“ Þá hafi næsta markmið Þorleifs verið að ná 50 klukkustunda hlaupi, sem tókst. „Ég hafði mjög mikla trú á að ég myndi ná Íslandsmetinu, en svo var þetta bara spurning hversu mikið lengra er ég að fara? Er ég að fara 45 hringi, sem eru 300 kílómetrar? Er ég að fara í 48 hringi sem eru þá tveir sólarhringar, eða 60 hringi?“ Hitinn erfiður Mikill hiti var í Þýskalandi og segir Þorleifur það hafa gert hlaupið erfiðara en ella. Andlegi þátturinn sé hins vegar það sem mestu máli skipti að hafa í lagi í slíku hlaupi. „Það er erfitt að lýsa þessu en þetta var eiginlega aldrei mjög erfitt líkamlega. Auðvitað er maður alltaf þreyttur og mjög illt hér og þar en það er andlegi hlutinn sem er alltaf að fara upp og niður.“ Þorleifur bætir því við að maginn skipti hins vegar að sama skapi gríðarlegu máli. Líðan hans í maganum hafi verið upp og niður en hitinn hafi haft sitt að segja. „Hitinn var mjög erfiður. Á sunnudeginum þá var ég alveg að drepast. Þá fer ég í hlaupavestið og fylli alla vasa af klaka og þá næ ég að kólna og halda kulda til þess að reyna að klára hringinn. Hæðarmunurinn í hlaupinu og hitinn voru erfiðastir.“
Hlaup Bakgarðshlaup Þýskaland Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Fleiri fréttir Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Sjá meira