Rúnar Kristinsson: Leikmennirnir sýna að þeir hafi trú á verkefninu Árni Jóhannsson skrifar 22. maí 2023 21:43 Rúnar var ánægður með margt í leik kvölsins. Sérstaklega sigurinn Vísir / Anton Brink Þjálfari KR, Rúnar Kristinsson, var feginn þegar flautað var til leiksloka á Fram vellinum fyrr í kvöld. Hans menn náðu í langþráðan 1-2 sigur á Fram og hysjuðu sig upp úr fall sætunum. Rúnar var þó á því að mikil vinna sé framundan og þeir séu alls ekki hólpnir. „Ég er feginn að leiknum sé lokið og að við fengum þrjú stig sem er ofboðslega mikilvægt í þessari baráttu sem við erum í. Strákarnir lögðu á sig mikla vinnu og við eigum sigurinn fyllilega skilið“, sagði Rúnar þegar hann var spurður að því hvort hann væri feginn eftir sigur sinna manna í kvöld. Var hann á því að þetta hafi verið það besta sem KR hefur sýnt í sumar? Rúnar minnir fólk á að fyrstu tvær umferðirnar hafi verið góðar. „Fyrri hálfleikurinn var mjög góður og mönnum leið vel í þessu kerfi sem við vorum að spila. Við byrjuðum fyrstu tvær umferðirnar mjög vel eins og margir eru kannski búnir að gleyma en við höfum átt slæmu gengi að fagna. Við höfum þó fengið smá gleði í þetta aftur í dag og það sýndi í sig í dag. Við spiluðum góðan fótbolta og sköpuðum okkur færi og skoruðum tvö mörk og hefðum hæglega getað skorað fleiri.“ „Í síðari hálfleik tóku Framarar aðeins yfir og við fórum aðeins neðar. Við fórum kannski of djúpt í restina og löngu sendingarnar þeirra inn í teiginn gerðu okkur erfitt fyrir. Enda búnir að fylla teiginn af stórum strákum. Við erum mjög fegnir að þeir hafi ekki skorað úr þessum færum sem þeir fengu í lokin“, sagði Rúnar en Fram skaut m.a. í stöngina innanverða í uppbótartíma þegar staðan var 1-2. Meiðsli halda áfram að hrjá KR-inga og var Rúnar spurður út í stöðuna á Atla Sigurjónssyni og Kristni Jónssyni sem fóru út af að því er virtist meiddir. „Kristinn fékk krampa. Hann var búinn að vera veikur í síðustu viku, lá bara fyrir, gat ekki spilað bikarleikinn og það hefur haft mikil áhrif á hann. Hann ætti nú að ná sér aftur á lappir skjótt. Atli fór líka veikur í hálfleik. Honum leið ekki vel. Sigurður Bjartur var síðan orðinn stífur og er að glíma við nárameiðsl. Álagið er mikið, margir leikir og eins og ég sagði þá eru 3-4 leikmenn búnir að vera frá allt tímabilið og þá eykur það álagið á þá hina sem fyrir eru. Vonandi eru Grétar, Stefán Árni og Aron Kristófer að koma til baka á næstu dögum og vikum.“ Hvað mun þessi sigur gefa KR-ingum, kannski andlega, fyrir komandi átök? „Þetta mun auka andann algjörlega, við höfum séð hvað þessir tapleikir hafa gert okkur. Þetta hefur sett okkur djúpt inn í sálina á okkur og hefur verið erfitt og er erfitt fyrir okkur alla. Við erum í erfiðri stöðu. Þó við fáum þrjú stig í dag, það hjálpar fullt, en við erum enn á erfiðum stað. Við verðu að gera okkur grein fyrir stöðunni sem við erum í og halda áfram. Allir leikir eru mikilvægir, sama við hverja við erum að spila og hvar við spilum þá.“ „Við þurfum að halda áfram að leggja á okkur vinnu og hafa trú á því sem við erum að gera og leikmennirnir sýna að þeir hafi trú á verkefninu og hafa trú á því sem þeir gera í dag. Það kemur kannski frá því að við skoruðum fjögur í síðasta leik og við spiluðum boltanum vel á milli okkar og fundum fullt af svæðum til að spila í. Við getum gert það enn þá betur. Varnarleikurinn er enn að stríða okkur og við gerum oft svolítið klaufaleg mistök í honum. Það er ýmislegt sem við þurfum að laga þó við höfum unnið í dag þá erum við ekkert hólpnir. Við verðum að halda áfram.“ Fyrir leik sagði Rúnar að hann vildi sjá menn leggja sig fram fyrir klúbbinn og var spurður að lokum hvort hann hafi fengið það sem hann vildi frá sínum mönnum í dag. „Þeir lögðu ofboðslega vinnu í þetta, gerðu það líka síðast, það var 100% vinnuframlag frá öllum í dag. Það sést best þegar maður þarf að fara að kippa mönnum út af því þeir eru stífir og komnir með krampa. Það geta verið ýmsar ástæður fyrir því en ég vill meina að þeir hafi lagt sig það mikið fram að allir voru orðnir þreyttir og þungir þegar dómarinn flautaði leikinn af.“ Besta deild karla KR Tengdar fréttir Leik lokið: Fram - KR 1-2 | KR upp úr kjallaranum eftir sigur á Fram KR náði að knýja fram sigur en tæpt var það. KR hafði mjög góð tök á leiknum í 85 mínútur en Fram velgdi þeim undir uggum. KR náði þó að sigla sigrinum í höfn og um leið hoppuðu þeir upp úr fallsætunum. 22. maí 2023 21:05 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Í beinni: Tottenham - Ipswich | Nýliðarnir reyna sig gegn liðinu sem skorar mest Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Sjá meira
„Ég er feginn að leiknum sé lokið og að við fengum þrjú stig sem er ofboðslega mikilvægt í þessari baráttu sem við erum í. Strákarnir lögðu á sig mikla vinnu og við eigum sigurinn fyllilega skilið“, sagði Rúnar þegar hann var spurður að því hvort hann væri feginn eftir sigur sinna manna í kvöld. Var hann á því að þetta hafi verið það besta sem KR hefur sýnt í sumar? Rúnar minnir fólk á að fyrstu tvær umferðirnar hafi verið góðar. „Fyrri hálfleikurinn var mjög góður og mönnum leið vel í þessu kerfi sem við vorum að spila. Við byrjuðum fyrstu tvær umferðirnar mjög vel eins og margir eru kannski búnir að gleyma en við höfum átt slæmu gengi að fagna. Við höfum þó fengið smá gleði í þetta aftur í dag og það sýndi í sig í dag. Við spiluðum góðan fótbolta og sköpuðum okkur færi og skoruðum tvö mörk og hefðum hæglega getað skorað fleiri.“ „Í síðari hálfleik tóku Framarar aðeins yfir og við fórum aðeins neðar. Við fórum kannski of djúpt í restina og löngu sendingarnar þeirra inn í teiginn gerðu okkur erfitt fyrir. Enda búnir að fylla teiginn af stórum strákum. Við erum mjög fegnir að þeir hafi ekki skorað úr þessum færum sem þeir fengu í lokin“, sagði Rúnar en Fram skaut m.a. í stöngina innanverða í uppbótartíma þegar staðan var 1-2. Meiðsli halda áfram að hrjá KR-inga og var Rúnar spurður út í stöðuna á Atla Sigurjónssyni og Kristni Jónssyni sem fóru út af að því er virtist meiddir. „Kristinn fékk krampa. Hann var búinn að vera veikur í síðustu viku, lá bara fyrir, gat ekki spilað bikarleikinn og það hefur haft mikil áhrif á hann. Hann ætti nú að ná sér aftur á lappir skjótt. Atli fór líka veikur í hálfleik. Honum leið ekki vel. Sigurður Bjartur var síðan orðinn stífur og er að glíma við nárameiðsl. Álagið er mikið, margir leikir og eins og ég sagði þá eru 3-4 leikmenn búnir að vera frá allt tímabilið og þá eykur það álagið á þá hina sem fyrir eru. Vonandi eru Grétar, Stefán Árni og Aron Kristófer að koma til baka á næstu dögum og vikum.“ Hvað mun þessi sigur gefa KR-ingum, kannski andlega, fyrir komandi átök? „Þetta mun auka andann algjörlega, við höfum séð hvað þessir tapleikir hafa gert okkur. Þetta hefur sett okkur djúpt inn í sálina á okkur og hefur verið erfitt og er erfitt fyrir okkur alla. Við erum í erfiðri stöðu. Þó við fáum þrjú stig í dag, það hjálpar fullt, en við erum enn á erfiðum stað. Við verðu að gera okkur grein fyrir stöðunni sem við erum í og halda áfram. Allir leikir eru mikilvægir, sama við hverja við erum að spila og hvar við spilum þá.“ „Við þurfum að halda áfram að leggja á okkur vinnu og hafa trú á því sem við erum að gera og leikmennirnir sýna að þeir hafi trú á verkefninu og hafa trú á því sem þeir gera í dag. Það kemur kannski frá því að við skoruðum fjögur í síðasta leik og við spiluðum boltanum vel á milli okkar og fundum fullt af svæðum til að spila í. Við getum gert það enn þá betur. Varnarleikurinn er enn að stríða okkur og við gerum oft svolítið klaufaleg mistök í honum. Það er ýmislegt sem við þurfum að laga þó við höfum unnið í dag þá erum við ekkert hólpnir. Við verðum að halda áfram.“ Fyrir leik sagði Rúnar að hann vildi sjá menn leggja sig fram fyrir klúbbinn og var spurður að lokum hvort hann hafi fengið það sem hann vildi frá sínum mönnum í dag. „Þeir lögðu ofboðslega vinnu í þetta, gerðu það líka síðast, það var 100% vinnuframlag frá öllum í dag. Það sést best þegar maður þarf að fara að kippa mönnum út af því þeir eru stífir og komnir með krampa. Það geta verið ýmsar ástæður fyrir því en ég vill meina að þeir hafi lagt sig það mikið fram að allir voru orðnir þreyttir og þungir þegar dómarinn flautaði leikinn af.“
Besta deild karla KR Tengdar fréttir Leik lokið: Fram - KR 1-2 | KR upp úr kjallaranum eftir sigur á Fram KR náði að knýja fram sigur en tæpt var það. KR hafði mjög góð tök á leiknum í 85 mínútur en Fram velgdi þeim undir uggum. KR náði þó að sigla sigrinum í höfn og um leið hoppuðu þeir upp úr fallsætunum. 22. maí 2023 21:05 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Í beinni: Tottenham - Ipswich | Nýliðarnir reyna sig gegn liðinu sem skorar mest Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Sjá meira
Leik lokið: Fram - KR 1-2 | KR upp úr kjallaranum eftir sigur á Fram KR náði að knýja fram sigur en tæpt var það. KR hafði mjög góð tök á leiknum í 85 mínútur en Fram velgdi þeim undir uggum. KR náði þó að sigla sigrinum í höfn og um leið hoppuðu þeir upp úr fallsætunum. 22. maí 2023 21:05