Sjálfstæðisflokkurinn sé skíthræddur við Kristrúnu Máni Snær Þorláksson skrifar 22. maí 2023 22:52 Össur Skarphéðinsson segir Sjálfstæðisflokkinn skjálfa á beinunum af ótta við formann Samfylkingarinnar. Það sjáist í skrifum Brynjars Níelssonar um hana. Vísir/Aðsend/Vilhelm Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar og utanríkisráðherra, segir að Sjálfstæðisflokkurinn óttist Kristrúnu Frostadóttur, formann Samfylkingarinnar. Að hans sögn endurspeglast það í skrifum aðstoðarmanns dómsmálaráðherra um viðtal við formanninn. „Þau eru skíthrædd við Kristrúnu,“ segir Össur í upphafi færslu sem hann birtir á Facebook-síðu sinni í dag. Tilefni færslunnar er önnur færsla sem Brynjar Níelsson, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, birti um helgina. Færsla Brynjars fjallar um viðtal Morgunblaðsins við formann Samfylkingarinnar. Brynjar segir í færslunni sinni að hann sé engu nær um stefnu eða áherslur Samfylkingarinnar eftir að hafa lesið viðtalið. „Nema að hækka á skatta og ganga í Evrópusambandið komist Samfylkingin til áhrifa í landsmálum. Á sem sagt að kæfa allt frumkvæði og athafnasemi og vona að ESB bjargi okkur með styrkjum. Frá því að þetta ESB reglubix varð til hefur Evrópa dregist aftur úr öðrum álfum í hagvexti og er vart samkeppnishæf að öllu óbreyttu.“ Þá segist Brynjar að mið-vinstri stjórnir séu „ekki bara gagnslausar heldur beinlínis skaðlegar.“ Hægt sé að horfa til borgarstjórnar til að sjá það. „Tekist hefur að auka útgjöldin án þess að standa við nokkurt loforð kjörtímabil eftir kjörtímabil. Að ná að gera rekstur höfuðborgarinnar ósjálfbæran er út af fyrir sig kraftaverk. Ef kjósendur trúa að það verði öðruvísi í landsmálunum er það sjálfsblekking aldarinnar.“ Sjálfstæðisflokkurinn skjálfi af ótta við Kristrúnu Össur segir í sinni færslu að Brynjar virðist vera þeirrar skoðunar að fólk sé fífl. „Eftir að hafa lesið helgarviðtal við Kristrúnu Frostadóttur í Mogganum segist hann efast um að hún njóti alþýðuhylli, sér ekkert nema froðu í viðtalinu og segir að hún hafi engin áherslumál.“ Hann spyr þá hvernig Brynjar, sem hann kallar „eitursnjallan stjórnmálaskýranda“, að útskýra að fylgi Samfylkingarinnar hefur aukist um ríflega átján prósent síðan Kristrún tók við formennsku. „Gæti það stafað af því að fólki líki einfaldlega við þær áherslur sem hún hefur lagt fram? Kann að vera að Íslendingum þyki hún skeleggur leiðtogi sem sé líklegur til að ná betri árangri fyrir þjóðina en núverandi leiðtogar hennar? Vitaskuld.“ Össur segir að fólk sé nefnilega ekki fífl. Það sjáist best á því að fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur farið minnkandi á síðustu árum. Það sé vegna þess að fólk dæmi flokkinn út frá verkum sínum. „Staðreyndin er sú, að Sjálfstæðisflokkurinn skelfur á beinunum af ótta við Kristrúnu. Úr dómsmálaráðuneytinu er Brynjar Níelsson helsta gjallarhorn og hundablístra skrímsladeildarinnar og greinilegt að andspænis sterkum og óvanalega efnilegum stjórnmálamanni er eina ráð þessa myrkasta afkima flokksins að tala Kristrúnu niður. Línan í umtali og hvíslherferðum á að vera að hún hafi ekkert að segja, enga stefnu og tali tóma froðu. Við, sem höfum glímt við Sjálfstæðisflokkinn, þekkjum þessar aðferðir. En við vitum líka að fólk er ekki fífl.“ Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Fleiri fréttir Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Sjá meira
„Þau eru skíthrædd við Kristrúnu,“ segir Össur í upphafi færslu sem hann birtir á Facebook-síðu sinni í dag. Tilefni færslunnar er önnur færsla sem Brynjar Níelsson, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, birti um helgina. Færsla Brynjars fjallar um viðtal Morgunblaðsins við formann Samfylkingarinnar. Brynjar segir í færslunni sinni að hann sé engu nær um stefnu eða áherslur Samfylkingarinnar eftir að hafa lesið viðtalið. „Nema að hækka á skatta og ganga í Evrópusambandið komist Samfylkingin til áhrifa í landsmálum. Á sem sagt að kæfa allt frumkvæði og athafnasemi og vona að ESB bjargi okkur með styrkjum. Frá því að þetta ESB reglubix varð til hefur Evrópa dregist aftur úr öðrum álfum í hagvexti og er vart samkeppnishæf að öllu óbreyttu.“ Þá segist Brynjar að mið-vinstri stjórnir séu „ekki bara gagnslausar heldur beinlínis skaðlegar.“ Hægt sé að horfa til borgarstjórnar til að sjá það. „Tekist hefur að auka útgjöldin án þess að standa við nokkurt loforð kjörtímabil eftir kjörtímabil. Að ná að gera rekstur höfuðborgarinnar ósjálfbæran er út af fyrir sig kraftaverk. Ef kjósendur trúa að það verði öðruvísi í landsmálunum er það sjálfsblekking aldarinnar.“ Sjálfstæðisflokkurinn skjálfi af ótta við Kristrúnu Össur segir í sinni færslu að Brynjar virðist vera þeirrar skoðunar að fólk sé fífl. „Eftir að hafa lesið helgarviðtal við Kristrúnu Frostadóttur í Mogganum segist hann efast um að hún njóti alþýðuhylli, sér ekkert nema froðu í viðtalinu og segir að hún hafi engin áherslumál.“ Hann spyr þá hvernig Brynjar, sem hann kallar „eitursnjallan stjórnmálaskýranda“, að útskýra að fylgi Samfylkingarinnar hefur aukist um ríflega átján prósent síðan Kristrún tók við formennsku. „Gæti það stafað af því að fólki líki einfaldlega við þær áherslur sem hún hefur lagt fram? Kann að vera að Íslendingum þyki hún skeleggur leiðtogi sem sé líklegur til að ná betri árangri fyrir þjóðina en núverandi leiðtogar hennar? Vitaskuld.“ Össur segir að fólk sé nefnilega ekki fífl. Það sjáist best á því að fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur farið minnkandi á síðustu árum. Það sé vegna þess að fólk dæmi flokkinn út frá verkum sínum. „Staðreyndin er sú, að Sjálfstæðisflokkurinn skelfur á beinunum af ótta við Kristrúnu. Úr dómsmálaráðuneytinu er Brynjar Níelsson helsta gjallarhorn og hundablístra skrímsladeildarinnar og greinilegt að andspænis sterkum og óvanalega efnilegum stjórnmálamanni er eina ráð þessa myrkasta afkima flokksins að tala Kristrúnu niður. Línan í umtali og hvíslherferðum á að vera að hún hafi ekkert að segja, enga stefnu og tali tóma froðu. Við, sem höfum glímt við Sjálfstæðisflokkinn, þekkjum þessar aðferðir. En við vitum líka að fólk er ekki fífl.“
Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Fleiri fréttir Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Sjá meira