Myrkur yfir Jesústyttunni til stuðnings við Vinicius Sindri Sverrisson skrifar 23. maí 2023 07:59 Vinicius Junior bendir á áhorfendur sem beitt höfðu hann kynþáttaníði á leiknum við Valencia á sunnudaginn. Getty/Mateo Villalba Slökkt var á ljósunum við hina frægu Jesústyttu í Ríó de Janeiro í Brasilíu í gærkvöld, í eina klukkustund, til að sýna stuðning við Vinicius Junior vegna kynþáttaníðsins sem hann hefur orðið fyrir á Spáni. Umsjónarmenn styttunnar bættust þar með í hóp mikils fjölda fólks sem sýnt hefur Vinicius stuðning eftir að þessi magnaði leikmaður Real Madrid var beittur kynþáttaníði af áhorfendum á útileik gegn Valencia á sunnudaginn. Styttan stendur í 710 metra hæð og gnæfir yfir íbúum Ríó. Erkibiskupsdæmið sem hefur umsjón með styttunni skipulagði gjörninginn í gærkvöld í samstarfi við brasilíska knattspyrnusambandið og stofnun sem berst gegn kynþáttaníði í fótbolta. „Erkibiskupsdæmi frelsarans Jesú Krists hafnar þeim kynþáttafordómum sem brasilíski knattspyrnumaðurinn Vinicius Junior hefur orðið fyrir. Slökkt verður á lýsingu minnisvarðans til tákns um sameiginlega baráttu gegn rasisma, og í samstöðu með leikmanninum og öllum þeim sem verða fyrir fordómum um heim allan,“ sagði í tilkynningu frá stofnunni á Instagram. Fyrr í gær höfðu brasilísk stjórnvöld kallað eftir því að spænsk stjórnvöld og íþróttamálayfirvöld refsuðu þeim sem stæðu á bakvið „rasísku árásirnar“ á Vinicius, og Gianni Infantino forseti FIFA lýsti yfir stuðningi við leikmanninn. Þekktar íþróttastjörnur á borð við Kylian Mbappé, Rio Ferdinand og Lewis Hamilton hafa látið í sér heyra og sýnt Vinicius stuðning. Preto e imponente. O Cristo Redentor ficou assim há pouco. Uma ação de solidariedade que me emociona. Mas quero, sobretudo, inspirar e trazer mais luz à nossa luta. Agradeço demais toda a corrente de carinho e apoio que recebi nos últimos meses. Tanto no Brasil quanto mundo pic.twitter.com/zVBcD4eF8k— Vini Jr. (@vinijr) May 22, 2023 Vinicius birti mynd af Jesústyttunni á Twitter og sagði stuðninginn sem honum var sýndur hafa hreyft við sér. Hann kvaðst þó fyrst og fremst vonast til að verða öðrum innblástur og hleypa meira ljósi inn í baráttuna sem fólk stæði í. Luis Rubiales, formaður spænska knattspyrnusambandsins, viðurkenndi að kynþáttaníð væri vandamál innan fótboltans í landinu og að „yfirlýsingar í fjölmiðlum dygðu ekki lengur til“. Spænski boltinn Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fleiri fréttir Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Sjá meira
Umsjónarmenn styttunnar bættust þar með í hóp mikils fjölda fólks sem sýnt hefur Vinicius stuðning eftir að þessi magnaði leikmaður Real Madrid var beittur kynþáttaníði af áhorfendum á útileik gegn Valencia á sunnudaginn. Styttan stendur í 710 metra hæð og gnæfir yfir íbúum Ríó. Erkibiskupsdæmið sem hefur umsjón með styttunni skipulagði gjörninginn í gærkvöld í samstarfi við brasilíska knattspyrnusambandið og stofnun sem berst gegn kynþáttaníði í fótbolta. „Erkibiskupsdæmi frelsarans Jesú Krists hafnar þeim kynþáttafordómum sem brasilíski knattspyrnumaðurinn Vinicius Junior hefur orðið fyrir. Slökkt verður á lýsingu minnisvarðans til tákns um sameiginlega baráttu gegn rasisma, og í samstöðu með leikmanninum og öllum þeim sem verða fyrir fordómum um heim allan,“ sagði í tilkynningu frá stofnunni á Instagram. Fyrr í gær höfðu brasilísk stjórnvöld kallað eftir því að spænsk stjórnvöld og íþróttamálayfirvöld refsuðu þeim sem stæðu á bakvið „rasísku árásirnar“ á Vinicius, og Gianni Infantino forseti FIFA lýsti yfir stuðningi við leikmanninn. Þekktar íþróttastjörnur á borð við Kylian Mbappé, Rio Ferdinand og Lewis Hamilton hafa látið í sér heyra og sýnt Vinicius stuðning. Preto e imponente. O Cristo Redentor ficou assim há pouco. Uma ação de solidariedade que me emociona. Mas quero, sobretudo, inspirar e trazer mais luz à nossa luta. Agradeço demais toda a corrente de carinho e apoio que recebi nos últimos meses. Tanto no Brasil quanto mundo pic.twitter.com/zVBcD4eF8k— Vini Jr. (@vinijr) May 22, 2023 Vinicius birti mynd af Jesústyttunni á Twitter og sagði stuðninginn sem honum var sýndur hafa hreyft við sér. Hann kvaðst þó fyrst og fremst vonast til að verða öðrum innblástur og hleypa meira ljósi inn í baráttuna sem fólk stæði í. Luis Rubiales, formaður spænska knattspyrnusambandsins, viðurkenndi að kynþáttaníð væri vandamál innan fótboltans í landinu og að „yfirlýsingar í fjölmiðlum dygðu ekki lengur til“.
Spænski boltinn Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fleiri fréttir Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Sjá meira