Fiðlubogasnillingar tilnefndir til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. maí 2023 10:41 Elfa Rún og Jónsi í Sigur Rós nota fiðlubogann í tónlist sinni þótt þau spili ekki á sama hljóðfærið. Hún spilar á fiðlu en Jóni notar fiðluboga á gítarinn. Debbie Hickey Fiðluleikarinn Elfa Rún Kristinsdóttir og hljómsveitin Sigur Rós eru tilnefnd til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs 2023. Tilkynnt verður um verðlaunahafann í Ósló þann 31. október. Þetta kemur fram á vef Norðurlandaráðs. Þrettán tónlistarmenn, hljómsveitir og hópar eru tilnefndir til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs 2023. Tilnefningar ársins endurspegla breitt svið tónlistarstefna, allt frá sígildri tónlist, djassi og þjóðlagatónlist til listrænnar samtímatónlistar og tilraunakenndrar rokk- og popptónlistar. Á meðal hinna tilnefndu í ár eru bæði tónskáld og lagahöfundar, einleikarar, þjóðlagatónlistarmenn og tónlistarhópar auk kantele-leikara, píanista og sinfóníuhljómsveitar. Þar má finna alþjóðlegar stjörnur, framúrstefnulega tónlistarflytjendur, kröftugar raddir og skapandi hæfileikafólk auk reyndra flytjenda sem eiga langan feril að baki. Gyða Valtýsdóttir hlaut verðlaunin árið 2019. Tónlistarverðlaunin beina kastljósinu að tónlistarsköpun og -flutningi sem telst hafa mikið listrænt gildi. Tilnefningarnar eru eftirfarandi: Danmörk Anja Jacobsen Peter Uhrbrand Finnland Maija Kauhanen Petri Kumela Færeyjar Teitur Grænland SIGU Ísland Elfa Rún Kristinsdóttir Sigur Rós Noregur Berit Opheim Håvard Gimse Svíþjóð Johan Lindström Norrbotten Neo Álandseyjar Whatclub Þrettán manns eiga sæti í dómnefndinni. Fulltrúar Íslands eru Anna Þorvaldsdóttir tónskáld og Arnar Eggert Thoroddsen tónlistarrýnir. Ásmundur Jónsson í Smekkleysu er varamaður í dómnefndinni. Rúmar sex milljónir króna í verðlaun Handhafi tónlistarverðlaunanna 2023 verður kynntur um leið og handhafar annarra verðlauna Norðurlandaráðs þann 31. október í Ósló í tengslum við þing Norðurlandaráðs. Verðlaunahafinn hlýtur verðlaunagripinn Norðurljós og 300 þúsund danskar krónur, jafnvirði rúmlega sex milljóna íslenskra króna. Tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs voru veitt í fyrsta sinn árið 1965. Þeim er ætlað að vekja athygli á tónlistarsköpun og tónlistarflutningi sem telst hafa mikið listrænt gildi. Verðlaunin eru veitt núlifandi tónskáldi annað hvert ár og hitt árið – eins og í ár – eru þau veitt tónlistarhópi eða -flytjanda. Norðurlandaráð veitir fimm verðlaun ár hvert: bókmenntaverðlaun, kvikmyndaverðlaun, tónlistarverðlaun, umhverfisverðlaun og barna- og unglingabókmenntaverðlaun. Markmiðið með verðlaunum Norðurlandaráðs er að vekja athygli á verkefnum sem skarað hafa fram úr á sviði lista eða umhverfismála og að auka áhuga á norrænu menningarsamfélagi og samstarfi um umhverfismál. Norðurlandaráð Tónlist Sigur Rós Tengdar fréttir Bára og Sóley tilnefndar til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs Bára Gísladóttir og Sóley Stefánsdóttir eru tilnefndar til tónlistarverðlauna Norðulandaráðs 2022. Alls voru gefnar út tólf tilnefningar en verðlaunin munu fara fram þann 1. nóvember í Helsingfors í tengslum við þing Norðurlandaráðs. 10. maí 2022 13:16 Eivør hlaut tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Færeyska tónlistarkonan Eivør Pálsdóttir hlaut tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs 2021 sem voru afhent í Kaupmannahöfn í kvöld. 2. nóvember 2021 23:47 Gyða hlaut tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Sellóleikarinn og tónskáldið Gyða Valtýsdóttir var á meðal þrettán norrænna tónlistarmanna sem voru tilnefndir til verðlaunanna. 29. október 2019 19:22 Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Fleiri fréttir „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Sjá meira
Þrettán tónlistarmenn, hljómsveitir og hópar eru tilnefndir til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs 2023. Tilnefningar ársins endurspegla breitt svið tónlistarstefna, allt frá sígildri tónlist, djassi og þjóðlagatónlist til listrænnar samtímatónlistar og tilraunakenndrar rokk- og popptónlistar. Á meðal hinna tilnefndu í ár eru bæði tónskáld og lagahöfundar, einleikarar, þjóðlagatónlistarmenn og tónlistarhópar auk kantele-leikara, píanista og sinfóníuhljómsveitar. Þar má finna alþjóðlegar stjörnur, framúrstefnulega tónlistarflytjendur, kröftugar raddir og skapandi hæfileikafólk auk reyndra flytjenda sem eiga langan feril að baki. Gyða Valtýsdóttir hlaut verðlaunin árið 2019. Tónlistarverðlaunin beina kastljósinu að tónlistarsköpun og -flutningi sem telst hafa mikið listrænt gildi. Tilnefningarnar eru eftirfarandi: Danmörk Anja Jacobsen Peter Uhrbrand Finnland Maija Kauhanen Petri Kumela Færeyjar Teitur Grænland SIGU Ísland Elfa Rún Kristinsdóttir Sigur Rós Noregur Berit Opheim Håvard Gimse Svíþjóð Johan Lindström Norrbotten Neo Álandseyjar Whatclub Þrettán manns eiga sæti í dómnefndinni. Fulltrúar Íslands eru Anna Þorvaldsdóttir tónskáld og Arnar Eggert Thoroddsen tónlistarrýnir. Ásmundur Jónsson í Smekkleysu er varamaður í dómnefndinni. Rúmar sex milljónir króna í verðlaun Handhafi tónlistarverðlaunanna 2023 verður kynntur um leið og handhafar annarra verðlauna Norðurlandaráðs þann 31. október í Ósló í tengslum við þing Norðurlandaráðs. Verðlaunahafinn hlýtur verðlaunagripinn Norðurljós og 300 þúsund danskar krónur, jafnvirði rúmlega sex milljóna íslenskra króna. Tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs voru veitt í fyrsta sinn árið 1965. Þeim er ætlað að vekja athygli á tónlistarsköpun og tónlistarflutningi sem telst hafa mikið listrænt gildi. Verðlaunin eru veitt núlifandi tónskáldi annað hvert ár og hitt árið – eins og í ár – eru þau veitt tónlistarhópi eða -flytjanda. Norðurlandaráð veitir fimm verðlaun ár hvert: bókmenntaverðlaun, kvikmyndaverðlaun, tónlistarverðlaun, umhverfisverðlaun og barna- og unglingabókmenntaverðlaun. Markmiðið með verðlaunum Norðurlandaráðs er að vekja athygli á verkefnum sem skarað hafa fram úr á sviði lista eða umhverfismála og að auka áhuga á norrænu menningarsamfélagi og samstarfi um umhverfismál.
Norðurlandaráð Tónlist Sigur Rós Tengdar fréttir Bára og Sóley tilnefndar til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs Bára Gísladóttir og Sóley Stefánsdóttir eru tilnefndar til tónlistarverðlauna Norðulandaráðs 2022. Alls voru gefnar út tólf tilnefningar en verðlaunin munu fara fram þann 1. nóvember í Helsingfors í tengslum við þing Norðurlandaráðs. 10. maí 2022 13:16 Eivør hlaut tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Færeyska tónlistarkonan Eivør Pálsdóttir hlaut tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs 2021 sem voru afhent í Kaupmannahöfn í kvöld. 2. nóvember 2021 23:47 Gyða hlaut tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Sellóleikarinn og tónskáldið Gyða Valtýsdóttir var á meðal þrettán norrænna tónlistarmanna sem voru tilnefndir til verðlaunanna. 29. október 2019 19:22 Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Fleiri fréttir „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Sjá meira
Bára og Sóley tilnefndar til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs Bára Gísladóttir og Sóley Stefánsdóttir eru tilnefndar til tónlistarverðlauna Norðulandaráðs 2022. Alls voru gefnar út tólf tilnefningar en verðlaunin munu fara fram þann 1. nóvember í Helsingfors í tengslum við þing Norðurlandaráðs. 10. maí 2022 13:16
Eivør hlaut tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Færeyska tónlistarkonan Eivør Pálsdóttir hlaut tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs 2021 sem voru afhent í Kaupmannahöfn í kvöld. 2. nóvember 2021 23:47
Gyða hlaut tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Sellóleikarinn og tónskáldið Gyða Valtýsdóttir var á meðal þrettán norrænna tónlistarmanna sem voru tilnefndir til verðlaunanna. 29. október 2019 19:22