Handbolti

Læri­sveinar Guð­mundar jöfnuðu metin

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Guðmundur Guðmundsson hefur án efa verið líflegur á hliðarlínunni í kvöld á meðan Aron Pálmarsson lék ekki með Álaborg.
Guðmundur Guðmundsson hefur án efa verið líflegur á hliðarlínunni í kvöld á meðan Aron Pálmarsson lék ekki með Álaborg. VÍSIR/VILHELM

Fredericia vann Álaborg með minnsta mun í öðrum leik liðanna í undanúrslitum dönsku úrvalsdeildarinnar í handbolta. Lokatölur 30-29 og staðan í einvíginu orðin 1-1.

Leikur kvöldsins var æsispennandi og réðst ekki fyrr en í blálokin þegar heimamenn tryggðu sér eins marks sigur. Sigurinn þýðir að staðan í einvíginu er jöfn og liðin mætast í úrslitaleik í Álaborg á föstudaginn kemur.

Aron Pálmarsson spilaði ekki með Álaborg í dag á meðan Einar Ólafsson komst ekki á blað hjá Fredericia. Hann gaf þó eina stoðsendingu.

Guðmundur Guðmundsson er sem fyrr þjálfari Fredericia og Arnór Atlason, sem verður að öllum líkindum næsti aðstoðarþjálfari Íslands, er aðstoðarþjálfari Álaborgar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×