Eins og sameining sé ákveðin og „sýndarsamráð“ tekið við Máni Snær Þorláksson skrifar 26. maí 2023 08:01 Geir Finnsson framhaldsskólakennari segir að svo virðist vera sem búið sé að ákveða að sameina skólana tvo. Aðsend/Keilir Framhaldsskólakennari í Keili furðar sig á því sem fram kom á fundi sem stýrihópur mennta- og barnamálaráðuneytisins boðaði til vegna mögulegrar sameiningar skólans við Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Langflestir séu ósáttir en að hans mati virtist vera sem búið væri að taka ákvörðun um sameiningu. Nú sé eins og svokölluð sýndarsamráð hafi tekið við. Geir Finnsson starfar sem framhaldsskólakennari í Keili, nánar tiltekið í Menntaskólanum á Ásbrú (MÁ) sem starfræktur er innan Keilis. Hann mætti á fundinn sem um ræðir í vikunni en þar voru tveir fulltrúar frá stýrihópi ráðuneytisins til tals. Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra var ekki viðstaddur. Eins og búið væri að ákveða fyrirfram Í samtali við fréttastofu segir Geir að honum og öðrum sem mættu á fundinn hafi fundist sem búið væri að ákveða að sameina skólana. „Þetta lyktaði voðalega mikið eins og búið væri að taka ákvörðunina fyrirfram. Í rauninni væri þetta ferli sem var að eiga sér stað eins konar sýndarsamráð.“ Vissulega hafi verið að óska eftir skoðunum fólks á fundinum en það vakti athygli að þær virtust ekki vera skráðar niður á blað. „Það var samt svolítið kjánalegt að það var ekki einu sinni tekin niður fundargerð á þessum fundi. Þannig að okkur fannst mjög óþægilegt að það var verið að kalla eftir skoðunum okkar og áliti en svo var bara ætlast til þess að það verði munað það sem við sögðum.“ Ráðuneytið hafi bara fengið milljarð Geir segir að á fundinum hafi fulltrúar ráðuneytisins útskýrt hvers vegna verið væri að hugsa um sameiningu framhaldsskóla. „Við fengum þær skýringar að menntamálaráðherra hafði óskað eftir þremur milljörðum í viðbótarframlagi til framhaldsskólanna en fengið bara einn milljarð. Þar af leiðandi hafi þetta ferli hafist, það er að segja að skoða fýsileikann á því að spara húsaleiguna sem felst í því að vera með framhaldsskólabyggingar um allt land.“ Að sögn Geirs hafi fulltrúar ráðuneytisins þó hafnað því að aðallega væri um sparnaðaraðgerð að ræða. „Við mátum það sem svo að markmiðið með þessu væri fyrst og fremst sparnaður en þá var okkur sagt: „Nei alls ekki, þetta er til þess að efla gæði framhaldsskólanna.“ En við fengum samt engar nánari skýringar á því hvernig það á að ganga upp.“ Meirihlutinn ósáttur Geir fær ekki betur séð en að það sé mikil óánægja með sameiningu á þessum tveimur skólum. „Það var gerð könnun meðal starfsmanna og þar kom fram að langflestir væru ósáttir með þetta.“ Einnig hafi verið gerð könnun meðal nemenda og niðurstöður hennar sýni að langflestir nemendur væru einnig ósáttir. Geir segir nemendur frá skólanum hafa mætt á fundinn og fært góð rök fyrir því hvers vegna ekki ætti að sameina skólana. Námið í MÁ sé frábrugðið því sem finna má í öðrum skólum og það henti þeim betur en annað nám. „Það er náttúrulega rosalega mikilvægt að nemendur búi við meira val svo þeir geti valið sér nám við sitt hæfi.“ Vonar að hann hafi rangt fyrir sér Það er óhætt að segja að áform um sameiningar á framhaldsskólum hafi fengið töluverða gagnrýni á undanförnum vikum. Hugmyndir um sameiningu á Flensborgarskólanum í Hafnarfirði og Tækniskólanum annars vegar og Menntaskólanum við Sund og Kvennaskólanum í Reykjavík hins vegar hafa til dæmis fallið í grýttan jarðveg. Geir segir að á fundinum hafi verið spurt út í sameiningar annarra skóla, til að mynda í ljósi þess að það er gjörólík menning í þeim skólum sem hugmyndir eru um að sameina. „Þá fengust þau svör að ef þessir skólar yrðu sameinaðir gæti bara „skapast ný menning í nýjum skóla.“ Hvað svo sem það þýðir.“ Þá nefnir Geir að þeir skólar sem hafa ekki komið upp í umræðum um sameiningu séu ekki óhulltir frá slíkum örlögum. „Þau nefndu það líka að þetta sé bara fyrsta hollið. Það verði allir framhaldsskólar skoðaðir gaumgæfilega með tilsjón til sameiningar. Það getur vel verið að þó einhverjir skólar í þessu holli núna verði ekki sameinaðir þá er aldrei að vita nema það verði líka skoðuð sameining á þeim við aðra skóla.“ Að lokum segir Geir að hann voni innilega að hann hafi rangt fyrir sér. Það er að segja að ekki hafi verið um sýndarsamráð að ræða. Það eigi eftir að koma í ljós þegar ráðuneytið tilkynnir um ákvörðun sína á næstunni. Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Reykjanesbær Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Fleiri fréttir Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Sjá meira
Geir Finnsson starfar sem framhaldsskólakennari í Keili, nánar tiltekið í Menntaskólanum á Ásbrú (MÁ) sem starfræktur er innan Keilis. Hann mætti á fundinn sem um ræðir í vikunni en þar voru tveir fulltrúar frá stýrihópi ráðuneytisins til tals. Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra var ekki viðstaddur. Eins og búið væri að ákveða fyrirfram Í samtali við fréttastofu segir Geir að honum og öðrum sem mættu á fundinn hafi fundist sem búið væri að ákveða að sameina skólana. „Þetta lyktaði voðalega mikið eins og búið væri að taka ákvörðunina fyrirfram. Í rauninni væri þetta ferli sem var að eiga sér stað eins konar sýndarsamráð.“ Vissulega hafi verið að óska eftir skoðunum fólks á fundinum en það vakti athygli að þær virtust ekki vera skráðar niður á blað. „Það var samt svolítið kjánalegt að það var ekki einu sinni tekin niður fundargerð á þessum fundi. Þannig að okkur fannst mjög óþægilegt að það var verið að kalla eftir skoðunum okkar og áliti en svo var bara ætlast til þess að það verði munað það sem við sögðum.“ Ráðuneytið hafi bara fengið milljarð Geir segir að á fundinum hafi fulltrúar ráðuneytisins útskýrt hvers vegna verið væri að hugsa um sameiningu framhaldsskóla. „Við fengum þær skýringar að menntamálaráðherra hafði óskað eftir þremur milljörðum í viðbótarframlagi til framhaldsskólanna en fengið bara einn milljarð. Þar af leiðandi hafi þetta ferli hafist, það er að segja að skoða fýsileikann á því að spara húsaleiguna sem felst í því að vera með framhaldsskólabyggingar um allt land.“ Að sögn Geirs hafi fulltrúar ráðuneytisins þó hafnað því að aðallega væri um sparnaðaraðgerð að ræða. „Við mátum það sem svo að markmiðið með þessu væri fyrst og fremst sparnaður en þá var okkur sagt: „Nei alls ekki, þetta er til þess að efla gæði framhaldsskólanna.“ En við fengum samt engar nánari skýringar á því hvernig það á að ganga upp.“ Meirihlutinn ósáttur Geir fær ekki betur séð en að það sé mikil óánægja með sameiningu á þessum tveimur skólum. „Það var gerð könnun meðal starfsmanna og þar kom fram að langflestir væru ósáttir með þetta.“ Einnig hafi verið gerð könnun meðal nemenda og niðurstöður hennar sýni að langflestir nemendur væru einnig ósáttir. Geir segir nemendur frá skólanum hafa mætt á fundinn og fært góð rök fyrir því hvers vegna ekki ætti að sameina skólana. Námið í MÁ sé frábrugðið því sem finna má í öðrum skólum og það henti þeim betur en annað nám. „Það er náttúrulega rosalega mikilvægt að nemendur búi við meira val svo þeir geti valið sér nám við sitt hæfi.“ Vonar að hann hafi rangt fyrir sér Það er óhætt að segja að áform um sameiningar á framhaldsskólum hafi fengið töluverða gagnrýni á undanförnum vikum. Hugmyndir um sameiningu á Flensborgarskólanum í Hafnarfirði og Tækniskólanum annars vegar og Menntaskólanum við Sund og Kvennaskólanum í Reykjavík hins vegar hafa til dæmis fallið í grýttan jarðveg. Geir segir að á fundinum hafi verið spurt út í sameiningar annarra skóla, til að mynda í ljósi þess að það er gjörólík menning í þeim skólum sem hugmyndir eru um að sameina. „Þá fengust þau svör að ef þessir skólar yrðu sameinaðir gæti bara „skapast ný menning í nýjum skóla.“ Hvað svo sem það þýðir.“ Þá nefnir Geir að þeir skólar sem hafa ekki komið upp í umræðum um sameiningu séu ekki óhulltir frá slíkum örlögum. „Þau nefndu það líka að þetta sé bara fyrsta hollið. Það verði allir framhaldsskólar skoðaðir gaumgæfilega með tilsjón til sameiningar. Það getur vel verið að þó einhverjir skólar í þessu holli núna verði ekki sameinaðir þá er aldrei að vita nema það verði líka skoðuð sameining á þeim við aðra skóla.“ Að lokum segir Geir að hann voni innilega að hann hafi rangt fyrir sér. Það er að segja að ekki hafi verið um sýndarsamráð að ræða. Það eigi eftir að koma í ljós þegar ráðuneytið tilkynnir um ákvörðun sína á næstunni.
Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Reykjanesbær Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Fleiri fréttir Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Sjá meira