Samþætta eigi alla þjónustu við börn í Skálatúni Magnús Jochum Pálsson skrifar 25. maí 2023 23:34 Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri í Mosfellsbæ; Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra; Björn Sævar Einarsson, stjórnarformaður Skálatúns og formaður IOGT á Íslandi og Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra Stjórnarráðið Stefnt er að uppbyggingu á samþættri þjónustu við börn í Skálatúni í Mosfellsbæ. Markmiðið er að þar verði á einum stað helstu stofnanir og samtök sem koma að þjónustu við börn og ungmenni auk úrræða fyrir börn með fjölþættan vanda. Á vef Stjórnarráðins segir að mennta- og barnamálaráðuneytið hafi í samvinnu við Mosfellsbæ unnið að þróun hugmyndar um uppbyggingu þjónustu við börn á landi Skálatúns í Mosfellsbæ. Þá hafi bindindishreyfingin IOGT sem rekur Skálatún ákveðið að ánafna fasteignir Skálatúns í verkefnið. Í dag undirrituðu Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og Björn Sævar Einarsson, stjórnarformaður Skálatúns, undir samkomulag um uppbyggingu þjónustunnar. Öll þjónusta við börn á sama stað Í fréttatilkynningunni segir að sú uppbygging sem stefnt sé að feli í sér að aðilar sem veita börnum og fjölskyldum þjónustu, ríkisstofnanir, félagasamtök og aðrir aðilar geti verið staðsettir á sama svæðinu. Markmiðið með því sé að auka samstarf og samtal milli aðila, samnýta yfirbyggingu, lækka rekstrarkostnað og bæta aðgengi fyrir börn og fjölskyldur að þjónustu mismunandi aðila á sama stað. Einnig standi til að leita leiða til þess að veita aukna og samþætta þjónustu til þeirra barna sem glíma við fjölþættan vanda og þurfa á miklum stuðningi að halda. Samráðshópur verður settur á laggirnar til að fylgja verkefninu eftir og mun Mosfellsbær taka yfir þjónustu við íbúa Skálatúns en í dag búa 33 einstaklingar í Skálatúni í mismunandi búsetuformi. Hér má sjá mynd frá undirritun samkomulagsins í dag.Stjórnarráðið Bindindishreyfingin brautryðjendur í þjónustu við fólk með fatlanir Skálatún er sjálfseignarstofnun sem hefur veitt þjónustu fyrir fólk með fatlanir frá árinu 1954. Skálatún er rekið af IOGT á Íslandi, bindindissamtökum, en samtökin hafa ákveðið að ánafna fasteignir og lóð Skálatúns til nýtingar í málefnum barna og fjölskyldna. Í Skálatúni eru tólf fasteignir sem telja alls fimm þúsund fermetra á sex hektara svæði norður af Vesturlandsvegi þegar komið er inn í Mosfellsbæ úr Reykjavík. Í ræðu við undirritun samkomulags í dag rifjaði Björn Sævar Einarsson, stjórnarformaður Skálatúns og formaður IOGT á Íslandi, upp þegar Stórstúka Íslands stofnaði Skálatún þann 30. janúar 1954. „Þann dag fluttu fyrstu börnin á Barnaheimili Templara við Skálatún eins og það hét þá. Eitt þeirra barna býr enn í Skálatúni. Bindindishreyfingin á Íslandi var þarna brautryðjandi á Íslandi í að bæta þjónustu við fatlaða. Skálatún hefur starfað í þágu fatlaðra í hartnær 70 ár. Nú er komið að leiðarlokum og er við hæfi að loka nú hringnum með hag barna að leiðarljósi,“ sagði Björn meðal annars í ræðu sinni. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Börn og uppeldi Réttindi barna Mosfellsbær Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Fleiri fréttir Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Sjá meira
Á vef Stjórnarráðins segir að mennta- og barnamálaráðuneytið hafi í samvinnu við Mosfellsbæ unnið að þróun hugmyndar um uppbyggingu þjónustu við börn á landi Skálatúns í Mosfellsbæ. Þá hafi bindindishreyfingin IOGT sem rekur Skálatún ákveðið að ánafna fasteignir Skálatúns í verkefnið. Í dag undirrituðu Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og Björn Sævar Einarsson, stjórnarformaður Skálatúns, undir samkomulag um uppbyggingu þjónustunnar. Öll þjónusta við börn á sama stað Í fréttatilkynningunni segir að sú uppbygging sem stefnt sé að feli í sér að aðilar sem veita börnum og fjölskyldum þjónustu, ríkisstofnanir, félagasamtök og aðrir aðilar geti verið staðsettir á sama svæðinu. Markmiðið með því sé að auka samstarf og samtal milli aðila, samnýta yfirbyggingu, lækka rekstrarkostnað og bæta aðgengi fyrir börn og fjölskyldur að þjónustu mismunandi aðila á sama stað. Einnig standi til að leita leiða til þess að veita aukna og samþætta þjónustu til þeirra barna sem glíma við fjölþættan vanda og þurfa á miklum stuðningi að halda. Samráðshópur verður settur á laggirnar til að fylgja verkefninu eftir og mun Mosfellsbær taka yfir þjónustu við íbúa Skálatúns en í dag búa 33 einstaklingar í Skálatúni í mismunandi búsetuformi. Hér má sjá mynd frá undirritun samkomulagsins í dag.Stjórnarráðið Bindindishreyfingin brautryðjendur í þjónustu við fólk með fatlanir Skálatún er sjálfseignarstofnun sem hefur veitt þjónustu fyrir fólk með fatlanir frá árinu 1954. Skálatún er rekið af IOGT á Íslandi, bindindissamtökum, en samtökin hafa ákveðið að ánafna fasteignir og lóð Skálatúns til nýtingar í málefnum barna og fjölskyldna. Í Skálatúni eru tólf fasteignir sem telja alls fimm þúsund fermetra á sex hektara svæði norður af Vesturlandsvegi þegar komið er inn í Mosfellsbæ úr Reykjavík. Í ræðu við undirritun samkomulags í dag rifjaði Björn Sævar Einarsson, stjórnarformaður Skálatúns og formaður IOGT á Íslandi, upp þegar Stórstúka Íslands stofnaði Skálatún þann 30. janúar 1954. „Þann dag fluttu fyrstu börnin á Barnaheimili Templara við Skálatún eins og það hét þá. Eitt þeirra barna býr enn í Skálatúni. Bindindishreyfingin á Íslandi var þarna brautryðjandi á Íslandi í að bæta þjónustu við fatlaða. Skálatún hefur starfað í þágu fatlaðra í hartnær 70 ár. Nú er komið að leiðarlokum og er við hæfi að loka nú hringnum með hag barna að leiðarljósi,“ sagði Björn meðal annars í ræðu sinni.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Börn og uppeldi Réttindi barna Mosfellsbær Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Fleiri fréttir Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Sjá meira