Segja kerfið ekki búið undir fjölgun krabbameinstilvika Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. maí 2023 07:24 Krabbameinstilvikum mun fjölga en einnig þeim sem læknast eða lifa með krabbameini. Vísir/Sigurjón Krabbameinsfélagið skorar á stjórnvöld að setja af stað undirbúning vegna fyrirsjáanlegrar fjölgunar krabbameinstilvika og þeirra sem sigrast á krabbameini eða lifa með krabbameini. Með „krabbameinsáætlun“ sé hægt að forða því að grípa þurfi til neyðarráðstafana. Aðalfundur Krabbameinsfélagsins ályktaði um málið 13. maí síðastliðinn og hvetur til þess að heilbrigðisráðherra skipi ábyrgðaraðila til að vinna að skýrri og fjármagnaðri krabbameinsáætlun, með teymi sérfræðinga og fulltrúum sjúklinga. Í tilkynningu frá Krabbameinsfélaginu segir að á komandi árum megi búast við gríðarlegri fjölgun krabbameinstilvika, fyrst og fremst vegna fólksfjölgunar og breyttrar aldurssamsetningar þjóðarinnar. Þannig muni tilvikum fjölga um 28 prósent til ársins 2030 og um 52 prósent til ársins 2040. „Vegna framfara í greiningu og meðferð krabbameina mun lifendum einnig fjölga mjög mikið. Gera má ráð fyrir að þeim fjölgi úr 17.000 í dag í 23.000 árið 2030 og að þeir verði rúmlega 30.000 árið 2040. Stækkun lifendahópsins er auðvitað ekki hamfarir heldur miklar framfarir og mikið fagnaðarefni. Aukningin mun hins vegar gera gríðarlega miklar kröfur til heilbrigðiskerfisins og samfélagsins. Kerfið eins og það er í dag er ekki undir þetta búið og því verður að bregðast við,“ segir í tilkynningunni. Þar segir að ólíkt náttúruhamförum, sem Íslendingar hafi reynslu af, sé ofangreind þróun fyrirsjáanleg. Þess vegna sé ekki þörf á neyðaráætlun til að grípa til þegar byrjar að gjósa, heldur megi með krabbameinsáætlun bregðast við fyrirfram, jafnt og þétt. „Við viljum að árangur á Íslandi sé framúrskarandi, bæði varðandi forvarnir og árangur tengdan krabbameinum, þannig að líf fólks með krabbamein og að lokinni meðferð verði eins gott og mögulegt er,“ segir í tilkynningunni. „Það gildir einu hvort litið er til forvarna, meðferða, endurhæfinga eða þjónustu að lokinni krabbameinsmeðferð, alltaf þarf að vinna gegn ójöfnuði. Viðeigandi þjónusta og úrræði þurfa að vera tiltæk, aðgengileg og hagkvæm fyrir alla notendur. Það er Krabbameinsfélaginu tilhlökkunarefni að vinna með stjórnvöldum á markvissan hátt að því að fækka í hópi þeirra sem greinast með krabbamein, draga úr dauðsföllum af völdum krabbameina og bæta líf fólks með og eftir krabbamein og aðstandenda þess.“ Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Með „krabbameinsáætlun“ sé hægt að forða því að grípa þurfi til neyðarráðstafana. Aðalfundur Krabbameinsfélagsins ályktaði um málið 13. maí síðastliðinn og hvetur til þess að heilbrigðisráðherra skipi ábyrgðaraðila til að vinna að skýrri og fjármagnaðri krabbameinsáætlun, með teymi sérfræðinga og fulltrúum sjúklinga. Í tilkynningu frá Krabbameinsfélaginu segir að á komandi árum megi búast við gríðarlegri fjölgun krabbameinstilvika, fyrst og fremst vegna fólksfjölgunar og breyttrar aldurssamsetningar þjóðarinnar. Þannig muni tilvikum fjölga um 28 prósent til ársins 2030 og um 52 prósent til ársins 2040. „Vegna framfara í greiningu og meðferð krabbameina mun lifendum einnig fjölga mjög mikið. Gera má ráð fyrir að þeim fjölgi úr 17.000 í dag í 23.000 árið 2030 og að þeir verði rúmlega 30.000 árið 2040. Stækkun lifendahópsins er auðvitað ekki hamfarir heldur miklar framfarir og mikið fagnaðarefni. Aukningin mun hins vegar gera gríðarlega miklar kröfur til heilbrigðiskerfisins og samfélagsins. Kerfið eins og það er í dag er ekki undir þetta búið og því verður að bregðast við,“ segir í tilkynningunni. Þar segir að ólíkt náttúruhamförum, sem Íslendingar hafi reynslu af, sé ofangreind þróun fyrirsjáanleg. Þess vegna sé ekki þörf á neyðaráætlun til að grípa til þegar byrjar að gjósa, heldur megi með krabbameinsáætlun bregðast við fyrirfram, jafnt og þétt. „Við viljum að árangur á Íslandi sé framúrskarandi, bæði varðandi forvarnir og árangur tengdan krabbameinum, þannig að líf fólks með krabbamein og að lokinni meðferð verði eins gott og mögulegt er,“ segir í tilkynningunni. „Það gildir einu hvort litið er til forvarna, meðferða, endurhæfinga eða þjónustu að lokinni krabbameinsmeðferð, alltaf þarf að vinna gegn ójöfnuði. Viðeigandi þjónusta og úrræði þurfa að vera tiltæk, aðgengileg og hagkvæm fyrir alla notendur. Það er Krabbameinsfélaginu tilhlökkunarefni að vinna með stjórnvöldum á markvissan hátt að því að fækka í hópi þeirra sem greinast með krabbamein, draga úr dauðsföllum af völdum krabbameina og bæta líf fólks með og eftir krabbamein og aðstandenda þess.“
Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent