Sjáðu Víkinga raða mörkum fyrir norðan og þann markahæsta ráða úrslitum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. maí 2023 09:00 Stefán Ingi Sigurðarson fagnar sínu sjöunda marki í Bestu deild karla í sumar með félögum sínum í Breiðabliksliðinu. Vísir/Hulda Margrét Tveir leikir fóru fram í Bestu deild karla í fótbolta í gærkvöldi þar sem Víkingar og Blikar fögnuðu sigri. Víkingar unnu þar sinn níunda sigur í níu leikjum en Blikar voru að vinna sinn sjötta deildarleik í röð. Leikirnir voru hluti af þrettándu og fimmtándu umferð en voru færðir fram vegna þátttöku félaganna í Evrópukeppnum í sumar. Víkingar unnu 4-0 sigur á KA fyrir norðan þar sem þeir hafa náð í þrettán stig af fimmtán mögulegum undanfarin fimm tímabil. Matthías Vilhjálmsson opnaði markareikninginn sinn í Víkingstreyjunni með tveimur mörkum og hin mörkin skoruðu Birnir Snær Ingason og Ari Sigurpálsson. Birnir Snær lagði upp fyrsta markið fyrir Matthías á óeigingjarnan hátt og skoraði síðan annað markið eftir frábæran sprett upp vinstri kantinn. Það má sjá öll þessi mörk hér fyrir neðan. Klippa: Mörkin úr 4-0 sigri Víkinga á KA Víkingar eru með fullt hús eftir níu leiki en samt bara sex stigum á undan Blikum sem hafa unnið sex leiki í röð. Breiðablik og Valur urðu helst bæði að vinna, eftir úrslitin á Akureyri, ætluðu þau sér að fylgja Víkingum eftir. Breiðablik fagnaði 1-0 sigri á Val og Valsmenn eru því átta stigum á eftir toppliðinu úr Fossvoginum. Það var markahæsti maður Bestu deildarinnar, Stefán Ingi Sigurðarson, sem skoraði eina mark leiksins á 49. mínútu en þetta var hans sjöunda deildarmark á leiktíðinni. Það má sjá sigurmark Stefáns Inga hér fyrir neðan. Klippa: Sigurmark Blika á móti Val Besta deild karla Breiðablik Víkingur Reykjavík Valur KA Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Breiðablik - Valur 1-0 | Blikar upp í annað sæti eftir sigur í stórleiknum Breiðablik vann virkilega mikilvægan 1-0 sigur er liðið tók á móti Val í stórleik níundu umferða Bestu-deildar karla í knattsprnu í kvöld. Með sigrinum stekkur Breiðablik upp fyrir Valsmenn í annað sæti deildarinnar. 25. maí 2023 22:41 Umfjöllun og viðtöl: KA - Víkingur 0-4 | Víkingar enn með fullt hús stiga eftir stórsigur Víkingar eru áfram taplausir á toppi Bestu deildar karla eftir 4-0 sigur á KA á Greifavellinum á Akureyri í dag. Liðið skoraði tvö mörk í sitthvorum hálfleik og áttu heimamenn engin svör. KA er áfram í 6. sæti með 11 stig eða heilum 16 stigum á eftir Víking og titilbaráttan sem norðanmenn óskuðu sér sennilega fokin út um gluggan snemma. 25. maí 2023 21:21 Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Enski boltinn United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Körfubolti Fleiri fréttir Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Sjá meira
Leikirnir voru hluti af þrettándu og fimmtándu umferð en voru færðir fram vegna þátttöku félaganna í Evrópukeppnum í sumar. Víkingar unnu 4-0 sigur á KA fyrir norðan þar sem þeir hafa náð í þrettán stig af fimmtán mögulegum undanfarin fimm tímabil. Matthías Vilhjálmsson opnaði markareikninginn sinn í Víkingstreyjunni með tveimur mörkum og hin mörkin skoruðu Birnir Snær Ingason og Ari Sigurpálsson. Birnir Snær lagði upp fyrsta markið fyrir Matthías á óeigingjarnan hátt og skoraði síðan annað markið eftir frábæran sprett upp vinstri kantinn. Það má sjá öll þessi mörk hér fyrir neðan. Klippa: Mörkin úr 4-0 sigri Víkinga á KA Víkingar eru með fullt hús eftir níu leiki en samt bara sex stigum á undan Blikum sem hafa unnið sex leiki í röð. Breiðablik og Valur urðu helst bæði að vinna, eftir úrslitin á Akureyri, ætluðu þau sér að fylgja Víkingum eftir. Breiðablik fagnaði 1-0 sigri á Val og Valsmenn eru því átta stigum á eftir toppliðinu úr Fossvoginum. Það var markahæsti maður Bestu deildarinnar, Stefán Ingi Sigurðarson, sem skoraði eina mark leiksins á 49. mínútu en þetta var hans sjöunda deildarmark á leiktíðinni. Það má sjá sigurmark Stefáns Inga hér fyrir neðan. Klippa: Sigurmark Blika á móti Val
Besta deild karla Breiðablik Víkingur Reykjavík Valur KA Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Breiðablik - Valur 1-0 | Blikar upp í annað sæti eftir sigur í stórleiknum Breiðablik vann virkilega mikilvægan 1-0 sigur er liðið tók á móti Val í stórleik níundu umferða Bestu-deildar karla í knattsprnu í kvöld. Með sigrinum stekkur Breiðablik upp fyrir Valsmenn í annað sæti deildarinnar. 25. maí 2023 22:41 Umfjöllun og viðtöl: KA - Víkingur 0-4 | Víkingar enn með fullt hús stiga eftir stórsigur Víkingar eru áfram taplausir á toppi Bestu deildar karla eftir 4-0 sigur á KA á Greifavellinum á Akureyri í dag. Liðið skoraði tvö mörk í sitthvorum hálfleik og áttu heimamenn engin svör. KA er áfram í 6. sæti með 11 stig eða heilum 16 stigum á eftir Víking og titilbaráttan sem norðanmenn óskuðu sér sennilega fokin út um gluggan snemma. 25. maí 2023 21:21 Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Enski boltinn United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Körfubolti Fleiri fréttir Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Breiðablik - Valur 1-0 | Blikar upp í annað sæti eftir sigur í stórleiknum Breiðablik vann virkilega mikilvægan 1-0 sigur er liðið tók á móti Val í stórleik níundu umferða Bestu-deildar karla í knattsprnu í kvöld. Með sigrinum stekkur Breiðablik upp fyrir Valsmenn í annað sæti deildarinnar. 25. maí 2023 22:41
Umfjöllun og viðtöl: KA - Víkingur 0-4 | Víkingar enn með fullt hús stiga eftir stórsigur Víkingar eru áfram taplausir á toppi Bestu deildar karla eftir 4-0 sigur á KA á Greifavellinum á Akureyri í dag. Liðið skoraði tvö mörk í sitthvorum hálfleik og áttu heimamenn engin svör. KA er áfram í 6. sæti með 11 stig eða heilum 16 stigum á eftir Víking og titilbaráttan sem norðanmenn óskuðu sér sennilega fokin út um gluggan snemma. 25. maí 2023 21:21