Silla fékk tvo góða til að gera upp tímabilið og tjá sig líka um slúðursögur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. maí 2023 12:31 Elín Rósa Magnúsdóttir og félagar í Valsliðinu töpuðu fyrsta leikum í úrslitakeppninni en unnu síðan næstu sex og tryggðu sér titilinn. Vísir/Diego Sigurlaug Rúnarsdóttir fékk til sín góða gesti þegar hún gerði upp tímabilið í Olís deild kvenna í handbolta. Ágúst Jóhannsson, þjálfari Íslandsmeistara Vals, og handboltasérfræðingurinn Einar Jónsson mættu þá í spjall til Sillu. Sigurlaug og strákarnir fóru yfir tímabilið í Kvennakastinu og þar var meðal annars blásið á nokkrar slúðursögur. Ágúst og Einar voru nokkuð ánægðir með tímabilið en þó voru nokkur vonbrigði hjá þeim. „Mér fannst þetta bara flott tímabil. ÍBV verður deildarmeistari og bikarmeistari en Valur verður Íslandsmeistari. Mér fannst þetta vera tvö yfirburðarlið í deildinni,“ sagði Einar Jónsson. Haukar það óvæntasta „Stjarnan gerði vel fyrir áramót og leit vel út en mér fannst fjara svolítið undan því en þær komu aðeins upp undir restina. Haukar eru það óvæntasta í þessu þegar maður horfir á mótið í heild sinni. Mér fannst þær ágætar í vetur en vaxa jafnt og þétt,“ sagði Einar. „Við ræddum það fljótlega að Haukaliðið væri á ákveðni vegferð sem endaði vel. Þó að þær hafi ekki farið í úrslitaeinvígið þá voru þær í hörkueinvígi á móti ÍBV í undanúrslitum. Það leit ekki út fyrir að þetta yrði rimma, hvorki um mitt mót né fyrir rimmuna,“ sagði Einar. „Framliðið eru ákveðin vonbrigði, deildarkeppnin var allt í lagi en það eru pottþétt vonbrigði í Miðdalnum yfir því að detta út á móti Haukum,“ sagði Einar. Elín Klara Þorkelsdóttir var frábær með Haukum í vetur.Vísir/Vilhelm Virkilega góður handbolti „Það var spilaður góður handbolti og sérstaklega undir lokin. Mér fannst Valsliðið spilar frábæran handbolta undir restina. Mér fannst þessir þrír síðustu leikir Vals í úrslitakeppninni verða þrír bestu leikirnir hjá Val í vetur af þeim sem ég man eftir í fljótu bragði. Virkilega góður handbolti,“ sagði Einar. „Það er fullt af leikmönnum að koma upp og mér finnst mikið af efnilegum leikmönnum að koma. Leikmenn á góðum aldri hafa líka vaxið í vetur. Mér fannst stelpurnar þrjár fyrir utan hjá ÍBV virkilega öflugar og margar stelpur í Valsliðinu að stíga upp og sérstaklega undir lokin,“ sagði Einar. Framtíð landsliðsins í góðum höndum „Ég held að við þurfum ekki að örvænta með landsliðið og framtíðin sé í góðum höndum undir styrkri stjórn Arnar Péturssonar. Ég held að við getum farið að setja smá kröfur á landsliðið okkar,“ sagði Einar. Ágúst fékk líka að komast að en það má hlusta á allan þáttinn hér fyrir neðan. Olís-deild kvenna Handkastið Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Sjá meira
Sigurlaug og strákarnir fóru yfir tímabilið í Kvennakastinu og þar var meðal annars blásið á nokkrar slúðursögur. Ágúst og Einar voru nokkuð ánægðir með tímabilið en þó voru nokkur vonbrigði hjá þeim. „Mér fannst þetta bara flott tímabil. ÍBV verður deildarmeistari og bikarmeistari en Valur verður Íslandsmeistari. Mér fannst þetta vera tvö yfirburðarlið í deildinni,“ sagði Einar Jónsson. Haukar það óvæntasta „Stjarnan gerði vel fyrir áramót og leit vel út en mér fannst fjara svolítið undan því en þær komu aðeins upp undir restina. Haukar eru það óvæntasta í þessu þegar maður horfir á mótið í heild sinni. Mér fannst þær ágætar í vetur en vaxa jafnt og þétt,“ sagði Einar. „Við ræddum það fljótlega að Haukaliðið væri á ákveðni vegferð sem endaði vel. Þó að þær hafi ekki farið í úrslitaeinvígið þá voru þær í hörkueinvígi á móti ÍBV í undanúrslitum. Það leit ekki út fyrir að þetta yrði rimma, hvorki um mitt mót né fyrir rimmuna,“ sagði Einar. „Framliðið eru ákveðin vonbrigði, deildarkeppnin var allt í lagi en það eru pottþétt vonbrigði í Miðdalnum yfir því að detta út á móti Haukum,“ sagði Einar. Elín Klara Þorkelsdóttir var frábær með Haukum í vetur.Vísir/Vilhelm Virkilega góður handbolti „Það var spilaður góður handbolti og sérstaklega undir lokin. Mér fannst Valsliðið spilar frábæran handbolta undir restina. Mér fannst þessir þrír síðustu leikir Vals í úrslitakeppninni verða þrír bestu leikirnir hjá Val í vetur af þeim sem ég man eftir í fljótu bragði. Virkilega góður handbolti,“ sagði Einar. „Það er fullt af leikmönnum að koma upp og mér finnst mikið af efnilegum leikmönnum að koma. Leikmenn á góðum aldri hafa líka vaxið í vetur. Mér fannst stelpurnar þrjár fyrir utan hjá ÍBV virkilega öflugar og margar stelpur í Valsliðinu að stíga upp og sérstaklega undir lokin,“ sagði Einar. Framtíð landsliðsins í góðum höndum „Ég held að við þurfum ekki að örvænta með landsliðið og framtíðin sé í góðum höndum undir styrkri stjórn Arnar Péturssonar. Ég held að við getum farið að setja smá kröfur á landsliðið okkar,“ sagði Einar. Ágúst fékk líka að komast að en það má hlusta á allan þáttinn hér fyrir neðan.
Olís-deild kvenna Handkastið Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Sjá meira