Segir stórsókn í heilbrigðismálum helst felast í fjárfestingum í steypu Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 26. maí 2023 23:00 Ragnar Freyr Ingvarsson, formaður Læknafélags Reykjavíkur. Stöð 2/Ívar Fannar Stjórn Læknafélags Íslands krefst þess að gripið verði til markvissra aðgerða í heilbrigðiskerfinu í ákalli til stjórnvalda. Formaður Læknafélags Reykjavíkur segir stöðuna alvarlega um allt kerfið. „Við erum að lýsa yfir áhyggjum okkar yfir ástandinu í heilbrigðiskerfinu öllu saman. Það er sama hvar drepið er niður. Það er slæmt ástand víðast hvar. Hvort sem maður horfir til heilsugæslunnar, til sjálfstætt starfandi lækna, til spítalans, til öldrunarþjónustunnar. Það vantar pláss á hjúkrunarheimilum og það sárvantar að efla heimahjúkrun,“ segir Ragnar Freyr Ingvarsson, formaður Læknafélags Reykjavíkur, í samtali við fréttastofu. Fram kemur í yfirlýsingu Læknafélags Íslands að kvörtunum til landlækis hafi fjölgað. Á tölum frá landlæknisembættinu sést að kvörtunum fjölgaði markvisst frá árinu 2016 en fjölgaði mest þegar kórónuveiran geisaði árið 2021. Á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs fjölgaði kvörtunum um 8,5 prósent. Þá fjölgaði fyrirspurnum í gegnum heilsuveru um 393 prósent, en þessum fyrirspurnum svara læknar. Huga þurfi frekar að mannauðnum Ráðamenn tali um stórsókn í heilbrigðismálum, en að sögn Ragnars felst það fyrst og fremst í að fjárfesta í steinsteypu. „Við sjáum ekki annað við læknarnir að það sé fyrst og fremst verið að reisa byggingar og okkar skilaboð eru að það þarf að huga sérstaklega að mannauðnum, fólkinu sem sinnir sjúklingunum,“ segir Ragnar. Álag sé einfaldlega alltof mikið. „Tökum til dæmis spítalann þá er gjarnan yfir 100% rúmanýting. Það er almennt talað um það að þegar talan fer yfir 85 prósent þá sé komið neyðarástand. Her er yfirleitt um 105 prósent rúmanýting. Það segir sína sögu.“ Heilbrigðismál Reykjavík Landspítalinn Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Fleiri fréttir Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Sjá meira
„Við erum að lýsa yfir áhyggjum okkar yfir ástandinu í heilbrigðiskerfinu öllu saman. Það er sama hvar drepið er niður. Það er slæmt ástand víðast hvar. Hvort sem maður horfir til heilsugæslunnar, til sjálfstætt starfandi lækna, til spítalans, til öldrunarþjónustunnar. Það vantar pláss á hjúkrunarheimilum og það sárvantar að efla heimahjúkrun,“ segir Ragnar Freyr Ingvarsson, formaður Læknafélags Reykjavíkur, í samtali við fréttastofu. Fram kemur í yfirlýsingu Læknafélags Íslands að kvörtunum til landlækis hafi fjölgað. Á tölum frá landlæknisembættinu sést að kvörtunum fjölgaði markvisst frá árinu 2016 en fjölgaði mest þegar kórónuveiran geisaði árið 2021. Á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs fjölgaði kvörtunum um 8,5 prósent. Þá fjölgaði fyrirspurnum í gegnum heilsuveru um 393 prósent, en þessum fyrirspurnum svara læknar. Huga þurfi frekar að mannauðnum Ráðamenn tali um stórsókn í heilbrigðismálum, en að sögn Ragnars felst það fyrst og fremst í að fjárfesta í steinsteypu. „Við sjáum ekki annað við læknarnir að það sé fyrst og fremst verið að reisa byggingar og okkar skilaboð eru að það þarf að huga sérstaklega að mannauðnum, fólkinu sem sinnir sjúklingunum,“ segir Ragnar. Álag sé einfaldlega alltof mikið. „Tökum til dæmis spítalann þá er gjarnan yfir 100% rúmanýting. Það er almennt talað um það að þegar talan fer yfir 85 prósent þá sé komið neyðarástand. Her er yfirleitt um 105 prósent rúmanýting. Það segir sína sögu.“
Heilbrigðismál Reykjavík Landspítalinn Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Fleiri fréttir Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Sjá meira