Haaland valinn besti leikmaður tímabilsins á Englandi Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. maí 2023 10:45 Erling Braut Haaland hefur raðað inn mörkum fyrir Manchester City. Clive Rose/Getty Images Norska markamaskínan Erling Braut Haaland hefur verið valinn besti leikmaður tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Haaland er að klára sitt fyrsta tímabil í ensku úrvalsdeildinni og hefur Norðmaðurinn heldur betur komið eins og stormsveipur inn í deildina. Framherjinn gerði sér lítið fyrir og bætti markamet deildarinnar, en hann hefur skorað 36 mörk í 35 deildarleikjum fyrir Menchester City. Lokaumferð deildarinnar er enn eftir og því gæti Haaland enn bætt í metið þegar Englandsmeistararnir sækja Brentford heim á morgun. It had to be him!@ErlingHaaland is your @EASPORTSFIFA Player of the Season 🤩#PLAwards | @ManCity pic.twitter.com/MxI9cpE8QX— Premier League (@premierleague) May 27, 2023 Andrew Cole og Alan Shearer áttu markametið í deildinni, en þeir skoruðu báðir 34 mörk á einu tímabili þegar leiknir voru 42 leikir á tímabili í stað 38 eins og deildin er í dag. Alls hefur Haaland skorað 52 mörk fyrir Manchester City í öllum keppnum á tímabilinu, en aðeins Dixie Dean hefur skorað meira fyrir lið í efstu deild á Englandi. Það gerði hann með Everton tímabilið 1927-1928 þegar hann skoraði 63 mörk. Norðmaðurinn er fjórði leikmaður Manchester City til að hreppa verðlaunin, en þetta er einnig fjórða tímabilið í röð sem leikmaður liðsins er valinn bestur í ensku úrvalsdeildinni. Vincent Kompany var fyrsti leikmaður liðsins til að vinna verðlaunin tímabilið 2011-2012, Kevin De Bruyne vann þau svo tvisvar tímabilin 2019-202 og 2021-2022 og í millitíðinni fékk Ruben Dias verðlaunin tímabilið 2020-2021. Með Manchester City hefur Haaland nú þegar orðið enskur meistari og liðið er komið í úrslitaleiki bæði í FA-bikarnum og Meistaradeild Evrópu. Enski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Chelsea - Aston Villa | Endar sigurhrinan á Brúnni? Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Sjá meira
Haaland er að klára sitt fyrsta tímabil í ensku úrvalsdeildinni og hefur Norðmaðurinn heldur betur komið eins og stormsveipur inn í deildina. Framherjinn gerði sér lítið fyrir og bætti markamet deildarinnar, en hann hefur skorað 36 mörk í 35 deildarleikjum fyrir Menchester City. Lokaumferð deildarinnar er enn eftir og því gæti Haaland enn bætt í metið þegar Englandsmeistararnir sækja Brentford heim á morgun. It had to be him!@ErlingHaaland is your @EASPORTSFIFA Player of the Season 🤩#PLAwards | @ManCity pic.twitter.com/MxI9cpE8QX— Premier League (@premierleague) May 27, 2023 Andrew Cole og Alan Shearer áttu markametið í deildinni, en þeir skoruðu báðir 34 mörk á einu tímabili þegar leiknir voru 42 leikir á tímabili í stað 38 eins og deildin er í dag. Alls hefur Haaland skorað 52 mörk fyrir Manchester City í öllum keppnum á tímabilinu, en aðeins Dixie Dean hefur skorað meira fyrir lið í efstu deild á Englandi. Það gerði hann með Everton tímabilið 1927-1928 þegar hann skoraði 63 mörk. Norðmaðurinn er fjórði leikmaður Manchester City til að hreppa verðlaunin, en þetta er einnig fjórða tímabilið í röð sem leikmaður liðsins er valinn bestur í ensku úrvalsdeildinni. Vincent Kompany var fyrsti leikmaður liðsins til að vinna verðlaunin tímabilið 2011-2012, Kevin De Bruyne vann þau svo tvisvar tímabilin 2019-202 og 2021-2022 og í millitíðinni fékk Ruben Dias verðlaunin tímabilið 2020-2021. Með Manchester City hefur Haaland nú þegar orðið enskur meistari og liðið er komið í úrslitaleiki bæði í FA-bikarnum og Meistaradeild Evrópu.
Enski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Chelsea - Aston Villa | Endar sigurhrinan á Brúnni? Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Sjá meira