„Þetta eru skipulagsbreytingar sem verið er að fara í og í rauninni enginn að missa vinnuna,“ segir Steinunn í samtali við fréttastofu.
Hún segir áform um þjóðaróperu en allt óljóst enn. Framtíðin fari eftir því hversu háa rekstrarstyrki sjálfseignarstofnunin fái og það sé óljóst vegna breytinga á starfseminni. Uppsagnirnar séu hluti af þessum breytingum en unnar í góðu samstarfi við ráðuneyti.
Þá verður hennar staða sem óperustjóri óbreytt.