Ekkert eðlilegt við að sjá verðhækkanir samhliða hagnaði fyrirtækja Sigurður Orri Kristjánsson og Árni Sæberg skrifa 27. maí 2023 23:05 Auður Alfa Ólafsdóttir er verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ. Stöð 2/Egill Verðbólgan heldur áfram að bíta en hún stendur nú í 9,5 prósentum. Verð á öllum neysluvörum heldur áfram að hækka. Ný úttekt Alþýðusambands Íslands sýnir gríðarlega hækkun á matvöruverði. Verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ segir fyrirtæki verða að gyrða sig í brók. Verðlagseftirlit ASÍ kannaði þetta Þann 9. maí síðastliðin. Um er að ræða verð á sömu matvörum og kannaðar voru 29. mars í fyrra, 13 mánuðum fyrr. Á þeim tíma hefur almennt verðlag hækkað um rúm 11% og matvælaverðið því hækkað um fram það. Verð var kannað hjá Bónus, Krónunni, Nettó, Hagkaupum, Kjörbúðinni, Iceland, Fjarðarkaupum, og Feimkaupum. Verð hækkaði í öllum matvöruflokkum en mjólkurvörur hækkuðu um 13,9%, ávextir og grænmeti um 25,3%, brauð kex og morgunkorn um 14,5%, dósamatur og þurrvörur um rúm 10%, kjöt, fiskur og álegg um 11,2%, drykkjarvörur um 7,2%, frosnar vörur um 10,5%, sælgæti og snakk um 17,3%, te og kaffi um 16,4%. Hreinlætisvörur hins vegar lækkuðu eilítið í verði eða um 1,7%. Verð hækkar í næstum öllum flokkum, og það hratt.Mynd/ASÍ Af 739 verðmælingum hefur verð staðið í stað eða lækkað í 144 tilfellum en hækkað í 602 tilfellum – verð hækkar fjórfalt oftar en það stendur í stað eða lækkar. Ekki voru allar vörur til í báðum verðmælingum hjá öllum verslunum og eru samanburðarmælingarnar því mis margar. Þá voru fáar vörur í sumum flokkum og því er ekki hægt að draga ályktanir um almennar verðlagshækkanir út frá þeim segir í úttektinni. „Íslenskur matvörumarkaður er auðvitað fákeppnismarkaður“ Auður Alfa Ólafsdóttir, verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ, ræddi málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hún segir ástæður þess að matvöruverð hefur hækkað umfram verðlag fjölþættar. „Heimsfaraldurinn og Úkraínustríðið hafa auðvitað haft mikil áhrif. Svo er íslenskur matvörumarkaður auðvitað fákeppnismarkaður, sem hjálpar ekki til og gerir það að verkum að verðhækkanirnar eru meiri en ella,“ segir hún. Þá segir hún sökina að einhverju leyti vera stjórnvalda. Þau hafi ekki staðið sig í því að styðja við bakið á viðkvæmustu hópum samfélagsins og hafi, ef eitthvað er, aukið álögur á matvöru. „Þau hafa staðið sig mun betur í að verja breiðustu bökin, en þau sögðu til að mynda nýverið að það kæmi ekki til greina að hækka skatta á elstu lögin í samfélaginu. Þá hefur ekki verið nein stemning fyrir hvalrekasköttum eða neinu í þá veru. Það eru auðvitað bara stjórnvöld sem þurfa að hugsa sinn gang og í raun og veru að taka algjöra U-beygju frá núverandi stefnu, sem virðist snúast um að verja þessi breiðustu bökin í samfélaginu en láta tekjulægstu hópana taka skellinn,“ segir Auður Alfa. Fyrirtæki þurfi að gyrða sig í brók Auður Alfa segist vonast til þess að hækkanir á matvöru haldi ekki áfram og segir að það séu tækifæri til aðgerða til þess að koma í veg fyrir það. „Fyrirtæki þurfa líka að gyrða sig í brók og það er ekkert eðlilegt við það að sjá þessar miklu verðhækkanir á sama tíma og þessi fyrirtæki eru að hagnast mikið,“ segir hún að lokum. Verðlag Matur Tengdar fréttir Fundu hæsta verðið oftast í Iceland og Heimkaupum Hæsta verðið var oftast að finna í Iceland og Heimkaupum í nýrri verðlagskönnun sem Alþýðusambandið framkvæmdi þann 9. maí síðastliðinn. Bónus var oftast með lægsta verðið en næst oftast var Fjarðarkaup. 12. maí 2023 19:19 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Sjá meira
Verðlagseftirlit ASÍ kannaði þetta Þann 9. maí síðastliðin. Um er að ræða verð á sömu matvörum og kannaðar voru 29. mars í fyrra, 13 mánuðum fyrr. Á þeim tíma hefur almennt verðlag hækkað um rúm 11% og matvælaverðið því hækkað um fram það. Verð var kannað hjá Bónus, Krónunni, Nettó, Hagkaupum, Kjörbúðinni, Iceland, Fjarðarkaupum, og Feimkaupum. Verð hækkaði í öllum matvöruflokkum en mjólkurvörur hækkuðu um 13,9%, ávextir og grænmeti um 25,3%, brauð kex og morgunkorn um 14,5%, dósamatur og þurrvörur um rúm 10%, kjöt, fiskur og álegg um 11,2%, drykkjarvörur um 7,2%, frosnar vörur um 10,5%, sælgæti og snakk um 17,3%, te og kaffi um 16,4%. Hreinlætisvörur hins vegar lækkuðu eilítið í verði eða um 1,7%. Verð hækkar í næstum öllum flokkum, og það hratt.Mynd/ASÍ Af 739 verðmælingum hefur verð staðið í stað eða lækkað í 144 tilfellum en hækkað í 602 tilfellum – verð hækkar fjórfalt oftar en það stendur í stað eða lækkar. Ekki voru allar vörur til í báðum verðmælingum hjá öllum verslunum og eru samanburðarmælingarnar því mis margar. Þá voru fáar vörur í sumum flokkum og því er ekki hægt að draga ályktanir um almennar verðlagshækkanir út frá þeim segir í úttektinni. „Íslenskur matvörumarkaður er auðvitað fákeppnismarkaður“ Auður Alfa Ólafsdóttir, verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ, ræddi málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hún segir ástæður þess að matvöruverð hefur hækkað umfram verðlag fjölþættar. „Heimsfaraldurinn og Úkraínustríðið hafa auðvitað haft mikil áhrif. Svo er íslenskur matvörumarkaður auðvitað fákeppnismarkaður, sem hjálpar ekki til og gerir það að verkum að verðhækkanirnar eru meiri en ella,“ segir hún. Þá segir hún sökina að einhverju leyti vera stjórnvalda. Þau hafi ekki staðið sig í því að styðja við bakið á viðkvæmustu hópum samfélagsins og hafi, ef eitthvað er, aukið álögur á matvöru. „Þau hafa staðið sig mun betur í að verja breiðustu bökin, en þau sögðu til að mynda nýverið að það kæmi ekki til greina að hækka skatta á elstu lögin í samfélaginu. Þá hefur ekki verið nein stemning fyrir hvalrekasköttum eða neinu í þá veru. Það eru auðvitað bara stjórnvöld sem þurfa að hugsa sinn gang og í raun og veru að taka algjöra U-beygju frá núverandi stefnu, sem virðist snúast um að verja þessi breiðustu bökin í samfélaginu en láta tekjulægstu hópana taka skellinn,“ segir Auður Alfa. Fyrirtæki þurfi að gyrða sig í brók Auður Alfa segist vonast til þess að hækkanir á matvöru haldi ekki áfram og segir að það séu tækifæri til aðgerða til þess að koma í veg fyrir það. „Fyrirtæki þurfa líka að gyrða sig í brók og það er ekkert eðlilegt við það að sjá þessar miklu verðhækkanir á sama tíma og þessi fyrirtæki eru að hagnast mikið,“ segir hún að lokum.
Verðlag Matur Tengdar fréttir Fundu hæsta verðið oftast í Iceland og Heimkaupum Hæsta verðið var oftast að finna í Iceland og Heimkaupum í nýrri verðlagskönnun sem Alþýðusambandið framkvæmdi þann 9. maí síðastliðinn. Bónus var oftast með lægsta verðið en næst oftast var Fjarðarkaup. 12. maí 2023 19:19 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Sjá meira
Fundu hæsta verðið oftast í Iceland og Heimkaupum Hæsta verðið var oftast að finna í Iceland og Heimkaupum í nýrri verðlagskönnun sem Alþýðusambandið framkvæmdi þann 9. maí síðastliðinn. Bónus var oftast með lægsta verðið en næst oftast var Fjarðarkaup. 12. maí 2023 19:19
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent