Nýr gjaldmiðill á Hellu og mikill áhugi á mótorkrossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. maí 2023 21:06 Gunnar las meðal annars upp úr bókinni á uppskeruhátíðinni en hún heitir „Bella gella krossari". Magnús Hlynur Hreiðarsson Nýr gjaldmiðill var tekin upp á Hellu í vikunni þegar nemendur grunnskólans buðu bæjarbúum á markað í íþróttahúsinu þar sem fjölbreytt dagskrá var í boði. Krossarar komu líka við sögu á hátíðinni og þá voru nemendur með sína eigin fréttastofu. Það var góð stemming í íþróttahúsinu á fimmtudaginn þar sem nemendur Grunnskólans á Hellu voru með „Bæjarhelluna“, sem er árlega uppskeruhátíð skólans þar sem nemendur seldu ýmsar vörur, sem þau höfðu búið til, auk þess að vera með skemmtidagskrá eins og danssýningu. Sérstakur gjaldmiðill var í umferð þennan dag þar sem fólk verslaði ýmislegt af nemendum með gjaldmiðlum eftir að hafa skipt íslenskum krónum í nýja gjaldmiðilinn. „Þetta eru Hellur, okkar útgáfa af krónum. Þær er í mörgum stærðum en það er tvö þúsund, eitt þúsund, eitt hundrað og fimm hundruð. Það eru alltaf vextir og verðbólga og allt hérna, ekki spurning,“ segir Kristinn Andri Sverrisson, nemandi í 9. bekk Nemendurnir voru meðal annars með glæsilega dansýningu í íþróttahúsinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nemendur voru með sína eignin fréttastofu þar sem viðtöl voru tekin og fréttir sagðar. En hvað var helst í fréttum á Hellu? „Bæjarhellan", vinirnir og Grunnskólinn á Hellu,“ sögðu fréttamennirnir Jakob Agnar, Björgvin Geir og Þór. Krossarar vöktu sérstaka athygli á Bæjarhellunni en skýringin kom fljótt í ljós. Gunnar Helgason, barnabókarithöfundur var á staðnum að kynna nýjustu bókina sína“, Bella gella krossari“ en nokkrir nemendur skólans eiga heiðurinn af nafni bókarinnar, sem kom í heita pottinum á Hellu. “Þeir hreinlega réðust á mig í sundi í fyrra. Þeir voru í skólasundi en ég var bara að slaka á því ég var að reyna að skrifa og svona í sumarbústaðnum og þeir bara skipuðu mér að skrifa bók, sem átti að heita “Bella gella krossari” af því að þeir eru í mótorkrossi,” segir Gunnar hlæjandi. Mikill áhugi er á krossurum og öllum, sem tengist slíkum hjólum á Hellu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Allir strákarnir voru kallaðir upp á svið og fengu að sjálfsögðu bókina að gjöf frá Gunnari. En það var ekki allt búið þá. Nei, Gunnar ákvað að taka smá rúnt á krossara. Það gekk aðeins illa fyrst, hann drap á hjólinu en svo rauk hann af stað. “Þetta var hræðilegt, þetta var hræðilegt,” sagði Gunnar eftir ferðina. Strákrnir fengu allir eintak af nýju bókinni hans Gunnars Helgasonar og voru af því tilefni kallaðir upp á svið þar, sem þeir tóku á móti gjöfinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing ytra Skóla - og menntamál Mest lesið Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Það var góð stemming í íþróttahúsinu á fimmtudaginn þar sem nemendur Grunnskólans á Hellu voru með „Bæjarhelluna“, sem er árlega uppskeruhátíð skólans þar sem nemendur seldu ýmsar vörur, sem þau höfðu búið til, auk þess að vera með skemmtidagskrá eins og danssýningu. Sérstakur gjaldmiðill var í umferð þennan dag þar sem fólk verslaði ýmislegt af nemendum með gjaldmiðlum eftir að hafa skipt íslenskum krónum í nýja gjaldmiðilinn. „Þetta eru Hellur, okkar útgáfa af krónum. Þær er í mörgum stærðum en það er tvö þúsund, eitt þúsund, eitt hundrað og fimm hundruð. Það eru alltaf vextir og verðbólga og allt hérna, ekki spurning,“ segir Kristinn Andri Sverrisson, nemandi í 9. bekk Nemendurnir voru meðal annars með glæsilega dansýningu í íþróttahúsinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nemendur voru með sína eignin fréttastofu þar sem viðtöl voru tekin og fréttir sagðar. En hvað var helst í fréttum á Hellu? „Bæjarhellan", vinirnir og Grunnskólinn á Hellu,“ sögðu fréttamennirnir Jakob Agnar, Björgvin Geir og Þór. Krossarar vöktu sérstaka athygli á Bæjarhellunni en skýringin kom fljótt í ljós. Gunnar Helgason, barnabókarithöfundur var á staðnum að kynna nýjustu bókina sína“, Bella gella krossari“ en nokkrir nemendur skólans eiga heiðurinn af nafni bókarinnar, sem kom í heita pottinum á Hellu. “Þeir hreinlega réðust á mig í sundi í fyrra. Þeir voru í skólasundi en ég var bara að slaka á því ég var að reyna að skrifa og svona í sumarbústaðnum og þeir bara skipuðu mér að skrifa bók, sem átti að heita “Bella gella krossari” af því að þeir eru í mótorkrossi,” segir Gunnar hlæjandi. Mikill áhugi er á krossurum og öllum, sem tengist slíkum hjólum á Hellu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Allir strákarnir voru kallaðir upp á svið og fengu að sjálfsögðu bókina að gjöf frá Gunnari. En það var ekki allt búið þá. Nei, Gunnar ákvað að taka smá rúnt á krossara. Það gekk aðeins illa fyrst, hann drap á hjólinu en svo rauk hann af stað. “Þetta var hræðilegt, þetta var hræðilegt,” sagði Gunnar eftir ferðina. Strákrnir fengu allir eintak af nýju bókinni hans Gunnars Helgasonar og voru af því tilefni kallaðir upp á svið þar, sem þeir tóku á móti gjöfinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing ytra Skóla - og menntamál Mest lesið Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira