Björguðu 250 kg manni út af heimili sínu Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 28. maí 2023 15:00 Maðurinn var nokkuð illa haldinn eftir að hafa legið í tæpa viku á gólfinu heima hjá sér. Twitter Slökkviliðið í Barcelona þurfti að hjálpa 250 kílóa manni að komast út úr íbúð sinni í vikunni. Maðurinn hafði ekki farið út úr íbúðinni sinni síðan fyrir Covid-faraldurinn. Þegar slökkviliðið kom að heimili Alejandros í vikunni mætti þeim stoppfull íbúð af drasli. Sorpi hreinlega. Mitt í sorpinu lá Alejandro, 48 ára og 250 kíló. Hann hafði hrasað, gat ekki staðið upp og fann sig á endanum knúinn til að hringja í lögregluna. Þá hafði hann reyndar legið matar- og vatnslaus á gólfinu í tæpa viku, en óbærilegur þorsti og hungur knúðu hann á endanum til að kalla eftir hjálp. Brjóta þurfti gat á húsvegginn svo hægt væri að moka út ruslinu áður en hægt var að ná manninum út úr íbúðinni.Twitter Skurðgrafa mokaði ruslinu út Björgunaraðgerðirnar tóku sjö klukkustundir. Ekki var hægt að opna dyrnar fyrir drasli og því þurfti að brjóta gat á vegg íbúðarinnar. Skurðgrafa var svo notuð til að moka út öllu ruslinu áður en hægt var að koma manninum út með því að nota krana. Hér er myndband þar sem hægt er að fylgjast með björgunaraðgerðunum. Slökkviliðsmennirnir íklæddust hlífðarfatnaði og grímum áður en þeir fóru inn í íbúðina og lögreglan segir að þeir hafi aldrei upplifað annað eins á ferli sínum. Reyndar furðaði talsmaður félagsyfirvalda sig á því að enginn nágranni skyldi hafa kvartað yfir megnri fýlu sem barst frá íbúð mannsins. Hefur ekki farið út úr húsi í þrjú ár Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar fór maðurinn að vinna í fjarvinnu þegar útgöngubann var sett á á Spáni vorið 2020, vegna Covid-faraldursins. Borgaryfirvöld höfðu síðast afskipti af manninum í október síðastliðnum vegna kvartana nágranna hans sem höfðu áhyggjur af heilsufari hans. Maðurinn hleypti fulltrúa borgarinnar ekki inn í íbúðina og þar við sat, enginn aðhafðist neitt frekar. Maðurinn dvelur nú á sjúkrahúsi en ekki hefur verið ákveðið hvað verður um hann að dvöl lokinni. Hann er sagður þjást af Díógenesarheilkenni, sem felst í því að fólk hættir að hirða sig og viðar að sér ómældu magni af rusli. Það er kennt við gríska heimspekinginn Díógenes sem uppi var á 4. öld fyrir Krist, en þversögnin í nafninu er merkileg að því að leyti að Díógenes safnaði alls ekki rusli, þvert á móti, hann var meinlætamaður sem var þekktur fyrir að hafa búið í tunnu. Spánn Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Fleiri fréttir Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Sjá meira
Þegar slökkviliðið kom að heimili Alejandros í vikunni mætti þeim stoppfull íbúð af drasli. Sorpi hreinlega. Mitt í sorpinu lá Alejandro, 48 ára og 250 kíló. Hann hafði hrasað, gat ekki staðið upp og fann sig á endanum knúinn til að hringja í lögregluna. Þá hafði hann reyndar legið matar- og vatnslaus á gólfinu í tæpa viku, en óbærilegur þorsti og hungur knúðu hann á endanum til að kalla eftir hjálp. Brjóta þurfti gat á húsvegginn svo hægt væri að moka út ruslinu áður en hægt var að ná manninum út úr íbúðinni.Twitter Skurðgrafa mokaði ruslinu út Björgunaraðgerðirnar tóku sjö klukkustundir. Ekki var hægt að opna dyrnar fyrir drasli og því þurfti að brjóta gat á vegg íbúðarinnar. Skurðgrafa var svo notuð til að moka út öllu ruslinu áður en hægt var að koma manninum út með því að nota krana. Hér er myndband þar sem hægt er að fylgjast með björgunaraðgerðunum. Slökkviliðsmennirnir íklæddust hlífðarfatnaði og grímum áður en þeir fóru inn í íbúðina og lögreglan segir að þeir hafi aldrei upplifað annað eins á ferli sínum. Reyndar furðaði talsmaður félagsyfirvalda sig á því að enginn nágranni skyldi hafa kvartað yfir megnri fýlu sem barst frá íbúð mannsins. Hefur ekki farið út úr húsi í þrjú ár Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar fór maðurinn að vinna í fjarvinnu þegar útgöngubann var sett á á Spáni vorið 2020, vegna Covid-faraldursins. Borgaryfirvöld höfðu síðast afskipti af manninum í október síðastliðnum vegna kvartana nágranna hans sem höfðu áhyggjur af heilsufari hans. Maðurinn hleypti fulltrúa borgarinnar ekki inn í íbúðina og þar við sat, enginn aðhafðist neitt frekar. Maðurinn dvelur nú á sjúkrahúsi en ekki hefur verið ákveðið hvað verður um hann að dvöl lokinni. Hann er sagður þjást af Díógenesarheilkenni, sem felst í því að fólk hættir að hirða sig og viðar að sér ómældu magni af rusli. Það er kennt við gríska heimspekinginn Díógenes sem uppi var á 4. öld fyrir Krist, en þversögnin í nafninu er merkileg að því að leyti að Díógenes safnaði alls ekki rusli, þvert á móti, hann var meinlætamaður sem var þekktur fyrir að hafa búið í tunnu.
Spánn Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Fleiri fréttir Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Sjá meira