Stefnir í fimmta kjörtímabil Erdogan Magnús Jochum Pálsson skrifar 28. maí 2023 17:05 Erdogan kaus í dag, líklega sjálfan sig. Getty/Umit Bektas Þrátt fyrir að það sé mjótt á munum í seinni umferð forsetakosninganna í Tyrklandi stefnir allt í að Erdogan Tyrklandsforseti nái enn einu sinni endurkjöri. Forsetatíð Erdogan er orðin tuttugu ár og hann verður áfram forseti næstu fimm árin ná hann endurkjöri. Hann ávarpaði stuðningsmenn sína fyrir skömmu og lýsti yfir sigri í kosningunum. Fyrri umferð kosninganna fór fram 14. maí síðastliðinn þar sem enginn fjögurra forsetaframbjóðenda náði meirihluta. Önnur umferð með aðeins tveimur efstu efstu frambjóðendunum, Erdogan og Kemel Kilicdaroglu, fer fram í dag. Kjörklefar eru búnir að loka og talning atkvæða er langt komin. Eftir fyrstu tölur virtist vera ansi mjótt á munum en nú þegar búið er að telja um 85 prósent atkvæðanna virðist Erdogan hins vegar ætla að kreista fram sigur enn einu sinni. Talið er að formlegar niðurstöður muni þó ekki berast fyrr en á næstu dögum. Ahmet Yener, formaður kjörstjórnar, greindi frá því um hálf fimm að eftir talningu á rúmlega helmingi atkvæða að Erdogan leiddi með 54,47 prósent atkvæðum og Kilicdaroglu væri með 45,53 prósent. Fréttamiðlar segja Erdogan einnig leiða, ríkismiðillinn Anadolu segir hann vera með rúm 52 prósent en ANKA, sem sögðu Kilicdaroglu leiða um tíma, segja Erdogan vera með rétt rúmlega 50 prósent atkvæða. Þjóðernissinninn umdeildi styður Erdogan Fyrri umferð kosninganna fór fram 14. maí síðastliðinn þar sem enginn fjögurra forsetaframbjóðenda náði meirihluta. Erdogan var ansi nálægt því með 49,24 prósent, Kilicdaroglu sem er forsetaefni sex flokka stjórnarandstöðubandalags fékk 45,07 prósent, Sinan Ogan, þjóðernissinnaður og óflokksbundinn stjórnmálamaður, fékk 5,28 prósent og Muharrem Ince sem fékk 0,4 prósent. Hinn umdeildi Ogan greindi frá því í kjölfarið að hann hygðist styðja Erdogan sem er talið vega þungt í seinni umferðinni. Tyrkland Tengdar fréttir Erdogan í góðri stöðu fyrir aðra lotu Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, er í góðri stöðu eftir fyrstu lotu forsetakosninga. Flokkarnir á bakvið hann héldu líklega meirihluta á þingi og hann er aðeins rúmlega hálfu prósentustigi frá því að tryggja sér meirihluta atkvæða. 15. maí 2023 12:01 Allar líkur á annarri umferð í forsetakosningunum í Tyrklandi Mestar líkur virðast nú vera á því að önnur umferð muni fara fram í forsetakosningunum í Tyrklandi, þar sem kosið verður á milli tveggja efstu frambjóðandanna. 15. maí 2023 06:39 Bilið milli Erdogan og Kilicdaroglu minnkar Munurinn milli forsetaframbjóðenda í Tyrklandi hefur minnkað síðan fyrstu tölur bárust í kvöld. Enginn frambjóðandi er með yfir helming atkvæða eins og stendur. Endi kosningarnar þannig þarf að ganga aftur til kosninga. 14. maí 2023 20:58 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Fyrri umferð kosninganna fór fram 14. maí síðastliðinn þar sem enginn fjögurra forsetaframbjóðenda náði meirihluta. Önnur umferð með aðeins tveimur efstu efstu frambjóðendunum, Erdogan og Kemel Kilicdaroglu, fer fram í dag. Kjörklefar eru búnir að loka og talning atkvæða er langt komin. Eftir fyrstu tölur virtist vera ansi mjótt á munum en nú þegar búið er að telja um 85 prósent atkvæðanna virðist Erdogan hins vegar ætla að kreista fram sigur enn einu sinni. Talið er að formlegar niðurstöður muni þó ekki berast fyrr en á næstu dögum. Ahmet Yener, formaður kjörstjórnar, greindi frá því um hálf fimm að eftir talningu á rúmlega helmingi atkvæða að Erdogan leiddi með 54,47 prósent atkvæðum og Kilicdaroglu væri með 45,53 prósent. Fréttamiðlar segja Erdogan einnig leiða, ríkismiðillinn Anadolu segir hann vera með rúm 52 prósent en ANKA, sem sögðu Kilicdaroglu leiða um tíma, segja Erdogan vera með rétt rúmlega 50 prósent atkvæða. Þjóðernissinninn umdeildi styður Erdogan Fyrri umferð kosninganna fór fram 14. maí síðastliðinn þar sem enginn fjögurra forsetaframbjóðenda náði meirihluta. Erdogan var ansi nálægt því með 49,24 prósent, Kilicdaroglu sem er forsetaefni sex flokka stjórnarandstöðubandalags fékk 45,07 prósent, Sinan Ogan, þjóðernissinnaður og óflokksbundinn stjórnmálamaður, fékk 5,28 prósent og Muharrem Ince sem fékk 0,4 prósent. Hinn umdeildi Ogan greindi frá því í kjölfarið að hann hygðist styðja Erdogan sem er talið vega þungt í seinni umferðinni.
Tyrkland Tengdar fréttir Erdogan í góðri stöðu fyrir aðra lotu Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, er í góðri stöðu eftir fyrstu lotu forsetakosninga. Flokkarnir á bakvið hann héldu líklega meirihluta á þingi og hann er aðeins rúmlega hálfu prósentustigi frá því að tryggja sér meirihluta atkvæða. 15. maí 2023 12:01 Allar líkur á annarri umferð í forsetakosningunum í Tyrklandi Mestar líkur virðast nú vera á því að önnur umferð muni fara fram í forsetakosningunum í Tyrklandi, þar sem kosið verður á milli tveggja efstu frambjóðandanna. 15. maí 2023 06:39 Bilið milli Erdogan og Kilicdaroglu minnkar Munurinn milli forsetaframbjóðenda í Tyrklandi hefur minnkað síðan fyrstu tölur bárust í kvöld. Enginn frambjóðandi er með yfir helming atkvæða eins og stendur. Endi kosningarnar þannig þarf að ganga aftur til kosninga. 14. maí 2023 20:58 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Erdogan í góðri stöðu fyrir aðra lotu Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, er í góðri stöðu eftir fyrstu lotu forsetakosninga. Flokkarnir á bakvið hann héldu líklega meirihluta á þingi og hann er aðeins rúmlega hálfu prósentustigi frá því að tryggja sér meirihluta atkvæða. 15. maí 2023 12:01
Allar líkur á annarri umferð í forsetakosningunum í Tyrklandi Mestar líkur virðast nú vera á því að önnur umferð muni fara fram í forsetakosningunum í Tyrklandi, þar sem kosið verður á milli tveggja efstu frambjóðandanna. 15. maí 2023 06:39
Bilið milli Erdogan og Kilicdaroglu minnkar Munurinn milli forsetaframbjóðenda í Tyrklandi hefur minnkað síðan fyrstu tölur bárust í kvöld. Enginn frambjóðandi er með yfir helming atkvæða eins og stendur. Endi kosningarnar þannig þarf að ganga aftur til kosninga. 14. maí 2023 20:58