Engin þinglok án upplýsinga um Lindarhvol Þorsteinn Sæmundsson skrifar 29. maí 2023 18:01 Forseti Alþingis hefur nú haldið greinargerð Sigurðar Þórðarsonar setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol í gíslingu í tæp fimm ár. Á þeim tíma hefur eitt og annað gerst. Tvö lögfræðiálit hafa komið fram sem segja að birta eigi greinargerðina. Annað þeirra segir reyndar að greinargerðin skuli birt. Forsætisnefnd þingsins hefur samþykkt formlega að það skuli gert. Þrátt fyrir það hefur forseti skirrst við að birta greinargerðina og situr við sinn keip. Það hvarflar að leikmanni hvort forseta sé stætt á þessum undanbrögðum samkvæmt þingskaparlögum. Alltént hefur forseti gert meirihluta forsætisnefndar að ómerkingum með því að afhenda ekki greinargerðina og í raun gert meirihluta nefndarinnar alls áhrifalausan. Tveir aðilar hafa haft uppi andmæli við birtingu greinargerðarinnar. Starfsmaður fjármálaráðuneytis sem er eini stjórnarmaður Lindarhvols og síðan sitjandi ríkisendurskoðandi. Stjórnarmaður Lindarhvols hefur sýnt sig að vera algerlega minnislaus um starfsemi félagsins og því varla fær um að meta hver áhrif birting greinargerðarinnar getur haft. Ríkisendurkoðandi hefur haft uppi stórar lögskýringar um hvers vegna ekki beri að afhenda greinargerðina. Flestar frekar vafasamar enda ríkisendurskoðandi ekki löglærður. Hann er reyndar heldur ekki endurskoðandi að mennt svo það sé nefnt. Umboðsmaður Alþingis hefur gert ítrekaðar athugasemdir við þá afstöðu fjármálaráðuneytis að birta ekki greinargerðina. Ráðuneytið hefur hrakist undan og beitt þrem eða fjórum mismunand rökum sem Umboðsmaður hefur efasemdir um. Það hefur verið hjákátlegt að fylgjast með fjármálaráðuneytinu hrekjast úr einni missögninni í aðra og hvernig ráðuneytið hefur verið margsaga í málinu. Umboðsmaður hefur greinargerð Sigurðar reyndar undir höndum og gæti þess vegna stigið fram og birt hana. Það gæti fjármálaráðuneytið einnig gert svo og Seðlabankinn. Allir þessir aðilar taka þátt í þögguninni með því að birta ekki greinargerðina. Sitthvað er þó til ráða til að tryggja birtingu greinargerðarinnar og sjá þannig til þess að forseti þingsins hætti að niðurlægja þingið, þingmenn og þó einkanlega forsætisnefnd. Það dregur nú að lokum vorþings og ríkisstjórnin getur ekki beðið eftir að losna úr þinghúsinu. Hvert vandræðamálið af öðru skekur samstarfið og ráðherrar tala út og suður. Við slíkar aðstæður ríður á að þingið gaumgæfi hvert þingmál vel og ræði í þaula. Þar má minnast á fullveldismál eins og lögfestingu Bókunar evrópska efnahagssvæðisins nr. 35 og að staðfesta með einhverjum hætti fyrirhugaða löggjöf ESB um losunarheimildir í flugi til að greiða fyrir lestarferðum milli landa. Einnig má minnast á fjármálaáætlun og samgönguáætlun komist þær yfirleitt á dagskrá. Ljóst er að gísling greinargerðar um Lindarhvol mun ekki greiða fyrir þingstörfum og er þessi grein m.a. sett fram til að hvetja þingmenn til að sýna forseta þingsins hug sinn gagnvart þeirri niðurlægingu sem hann sýnir þinginu og þingmönnum með því að gera þeim ókleift að sinna eftirlitshlutverki sínu sem er stjórnarskrárvarið. Forseti þingsins hefur ekki orðið við sjálfsögðum og eðlilegum beiðnum um að birta greinargerð setts ríkisendurskoðanda. Hann hefur hundsað ítrekuð lögfræðiálit um að birta hana. Hann hefur haft að engu einróma samþykkt forsætisnefndar á tillögu hans sjálfs um að birta greinargerðina. Þingmenn hljóta að svara þessari móðgun forseta við þingið með því að sitja við þingstörf fram á sumarið ef ekki verður um hugarfarsbreytingu að ræða af hálfu forseta. Nóg er nóttin sagði draugurinn. Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Starfsemi Lindarhvols Þorsteinn Sæmundsson Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Forseti Alþingis hefur nú haldið greinargerð Sigurðar Þórðarsonar setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol í gíslingu í tæp fimm ár. Á þeim tíma hefur eitt og annað gerst. Tvö lögfræðiálit hafa komið fram sem segja að birta eigi greinargerðina. Annað þeirra segir reyndar að greinargerðin skuli birt. Forsætisnefnd þingsins hefur samþykkt formlega að það skuli gert. Þrátt fyrir það hefur forseti skirrst við að birta greinargerðina og situr við sinn keip. Það hvarflar að leikmanni hvort forseta sé stætt á þessum undanbrögðum samkvæmt þingskaparlögum. Alltént hefur forseti gert meirihluta forsætisnefndar að ómerkingum með því að afhenda ekki greinargerðina og í raun gert meirihluta nefndarinnar alls áhrifalausan. Tveir aðilar hafa haft uppi andmæli við birtingu greinargerðarinnar. Starfsmaður fjármálaráðuneytis sem er eini stjórnarmaður Lindarhvols og síðan sitjandi ríkisendurskoðandi. Stjórnarmaður Lindarhvols hefur sýnt sig að vera algerlega minnislaus um starfsemi félagsins og því varla fær um að meta hver áhrif birting greinargerðarinnar getur haft. Ríkisendurkoðandi hefur haft uppi stórar lögskýringar um hvers vegna ekki beri að afhenda greinargerðina. Flestar frekar vafasamar enda ríkisendurskoðandi ekki löglærður. Hann er reyndar heldur ekki endurskoðandi að mennt svo það sé nefnt. Umboðsmaður Alþingis hefur gert ítrekaðar athugasemdir við þá afstöðu fjármálaráðuneytis að birta ekki greinargerðina. Ráðuneytið hefur hrakist undan og beitt þrem eða fjórum mismunand rökum sem Umboðsmaður hefur efasemdir um. Það hefur verið hjákátlegt að fylgjast með fjármálaráðuneytinu hrekjast úr einni missögninni í aðra og hvernig ráðuneytið hefur verið margsaga í málinu. Umboðsmaður hefur greinargerð Sigurðar reyndar undir höndum og gæti þess vegna stigið fram og birt hana. Það gæti fjármálaráðuneytið einnig gert svo og Seðlabankinn. Allir þessir aðilar taka þátt í þögguninni með því að birta ekki greinargerðina. Sitthvað er þó til ráða til að tryggja birtingu greinargerðarinnar og sjá þannig til þess að forseti þingsins hætti að niðurlægja þingið, þingmenn og þó einkanlega forsætisnefnd. Það dregur nú að lokum vorþings og ríkisstjórnin getur ekki beðið eftir að losna úr þinghúsinu. Hvert vandræðamálið af öðru skekur samstarfið og ráðherrar tala út og suður. Við slíkar aðstæður ríður á að þingið gaumgæfi hvert þingmál vel og ræði í þaula. Þar má minnast á fullveldismál eins og lögfestingu Bókunar evrópska efnahagssvæðisins nr. 35 og að staðfesta með einhverjum hætti fyrirhugaða löggjöf ESB um losunarheimildir í flugi til að greiða fyrir lestarferðum milli landa. Einnig má minnast á fjármálaáætlun og samgönguáætlun komist þær yfirleitt á dagskrá. Ljóst er að gísling greinargerðar um Lindarhvol mun ekki greiða fyrir þingstörfum og er þessi grein m.a. sett fram til að hvetja þingmenn til að sýna forseta þingsins hug sinn gagnvart þeirri niðurlægingu sem hann sýnir þinginu og þingmönnum með því að gera þeim ókleift að sinna eftirlitshlutverki sínu sem er stjórnarskrárvarið. Forseti þingsins hefur ekki orðið við sjálfsögðum og eðlilegum beiðnum um að birta greinargerð setts ríkisendurskoðanda. Hann hefur hundsað ítrekuð lögfræðiálit um að birta hana. Hann hefur haft að engu einróma samþykkt forsætisnefndar á tillögu hans sjálfs um að birta greinargerðina. Þingmenn hljóta að svara þessari móðgun forseta við þingið með því að sitja við þingstörf fram á sumarið ef ekki verður um hugarfarsbreytingu að ræða af hálfu forseta. Nóg er nóttin sagði draugurinn. Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun