Jakob Snær: Vonandi byrjunin á því sem við ætlum að sýna í sumar Árni Gísli Magnússon skrifar 29. maí 2023 19:01 Jakob Snær Árnason var hetja KA þegar hann skoraði tvö mörk í blálokin gegn Fram. Vísir/Hulda Margrét Jakob Snær Árnason, leikmaður KA, kom inn á sem varamaður í 4-2 sigri gegn Fram á Greifavellinum á Akureyri í dag. Staðan var 2-2 á 85. mínútu en þá skoraði Jakob þegar boltinn fór af honum og í markið eftir skot frá Þorra Mar Þórissyni. Hann innsiglaði svo sigur KA með marki í uppbótartíma eftir skyndisókn. „Fyrst og fremst jákvætt að koma okkar aftur á sigurbraut. Það er búið að vera pínu þungt yfir okkur þannig það vantaði einhvern smá neista sem ég vona að við höfum kveikt hérna í dag. Gott að komast aftur á sigurbraut bara.” Fyrir leikinn í dag hafði KA tapað þremur síðustu leikjum sínum gegn Val, Breiðablik og Víkingi með markatölunni 10-0. Hefur verið þungt yfir hópnum eða hafa menn reynt að horfa á það jákvæða? „Að sjálfsögðu reynum við að horfa á þetta með jákvæðum augum, þetta eru sterk lið sem við erum að mæta en við við viljum að sjálfsögðu vinna þau líka. Gekk ekki alveg núna en það er bara annað hvort að leggjast niður og grenja eða standa í lappirnar og koma út með kassann í næsta leik. Þó þetta hafi ekki verið besta frammistaðan heilt á litið þá fannst mér vera smá neisti í að vinna fyrir hvorn annan og við komum svona sterkir til baka.” Jakob kom heldur betur inn á með krafti og tryggði KA sigurinn með tveimur mörkum seint í leiknum. „Þegar maður er með góða liðsfélaga sem að gefa manni mörk þá tekur maður þau, ég tek öllum mörkum, og bara gaman að geta klárað þetta fyrir okkur en fyrst og fremst held ég að það hafi verið mikilvægt fyrir okkur að komast á sigurbraut, hitt var bónus. Það má samt ekki staldra of lengi við þetta því við vitum að það er stutt í hinn endann líka þannig þetta er bara vonandi byrjunin á því sem við ætlum að sýna í sumar.” Fyrra markið hjá Jakobi kemur eftir að Þorri Mar á fast skot í átt að marki sem breytir um stefnu af Jakobi. Var hann að reyna stýra boltanum eða kom hann óvænt utan í hann? „Ég er að hlaupa inn og boltinn kemur svona, mig grunar að markmaðurinn sé svona pínu að lesa skotið. Þannig ég er svona að reyna aðeins að setja löppina í þetta en það má ekki vera mikið og mátti alls ekki vera meira því þá hefði hann farið fram hjá en bara sætt að sjá hann inni,” sagði Jakob Snær að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KA Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Sjá meira
„Fyrst og fremst jákvætt að koma okkar aftur á sigurbraut. Það er búið að vera pínu þungt yfir okkur þannig það vantaði einhvern smá neista sem ég vona að við höfum kveikt hérna í dag. Gott að komast aftur á sigurbraut bara.” Fyrir leikinn í dag hafði KA tapað þremur síðustu leikjum sínum gegn Val, Breiðablik og Víkingi með markatölunni 10-0. Hefur verið þungt yfir hópnum eða hafa menn reynt að horfa á það jákvæða? „Að sjálfsögðu reynum við að horfa á þetta með jákvæðum augum, þetta eru sterk lið sem við erum að mæta en við við viljum að sjálfsögðu vinna þau líka. Gekk ekki alveg núna en það er bara annað hvort að leggjast niður og grenja eða standa í lappirnar og koma út með kassann í næsta leik. Þó þetta hafi ekki verið besta frammistaðan heilt á litið þá fannst mér vera smá neisti í að vinna fyrir hvorn annan og við komum svona sterkir til baka.” Jakob kom heldur betur inn á með krafti og tryggði KA sigurinn með tveimur mörkum seint í leiknum. „Þegar maður er með góða liðsfélaga sem að gefa manni mörk þá tekur maður þau, ég tek öllum mörkum, og bara gaman að geta klárað þetta fyrir okkur en fyrst og fremst held ég að það hafi verið mikilvægt fyrir okkur að komast á sigurbraut, hitt var bónus. Það má samt ekki staldra of lengi við þetta því við vitum að það er stutt í hinn endann líka þannig þetta er bara vonandi byrjunin á því sem við ætlum að sýna í sumar.” Fyrra markið hjá Jakobi kemur eftir að Þorri Mar á fast skot í átt að marki sem breytir um stefnu af Jakobi. Var hann að reyna stýra boltanum eða kom hann óvænt utan í hann? „Ég er að hlaupa inn og boltinn kemur svona, mig grunar að markmaðurinn sé svona pínu að lesa skotið. Þannig ég er svona að reyna aðeins að setja löppina í þetta en það má ekki vera mikið og mátti alls ekki vera meira því þá hefði hann farið fram hjá en bara sætt að sjá hann inni,” sagði Jakob Snær að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KA Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn