Mikilvægt að foreldrar noti melatónín með skynsömum hætti Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 30. maí 2023 15:12 Notkun á melatóníni hefur aukist hérlendis síðustu ár. 1 millígramm af melatónini hefur verið selt í verslunum hérlendis síðan í fyrra. Vísir/Getty Embætti landlæknis segir mikilvægt að foreldrar barna og ungmenna sem glíma við svefnvandamál noti melatónín með skynsömum hætti. Melatónín bætiefni ætti að umgangast eins og öll önnur lyf auk þess sem geyma þurfi það á öruggum stað. Notkunin hafi aukist hérlendis. Þetta er meðal þess sem fram kemur í svörum Embættis landlæknis við fyrirspurn Vísis. Tilefnið eru niðurstöður nýrra bandaríska rannsókna á notkun barna og ungmenna á melatóníni. Þær benda til þess að ofneysla hafi aukist um 530 prósent síðastliðin tíu ár, að því er fram kemur í umfjöllun bandaríska miðilsins The Atlantic. Þar kemur meðal annars fram að aukaverkanir vegna ofneyslu melatóníns feli meðal annars í sér ógleði, slen og ælupest. Segir að sjaldgæft hafi verið að börn hafi veikst alvarlega vegna þessa og þá hafi mikill meirihluti orðið fyrir eitrun eftir að hafa innbyrt gúmmíbangsa með hormónunum. Um 300 tilvik hafið komið upp í Bandaríkjunum á síðastliðnum tíu árum þar sem börn hafi leitað til bráðagæslu vegna ofneyslunnar og í tveimur tilvikum hafi börn látist. Ekki upplýsingar um ofneyslu hérlendis Melatónín er náttúrulegt hormón sem líkaminn myndar sjálfur og stýrist framleiðslan af birtustigi. Lítið er af melatóníni í líkamanum að degi til en við myrkur fer framleiðslan af stað og kallar fram syfju. Melatónín var einungis fáanlegt sem lyf hér á landi þar til í ágúst í fyrra. Þá veitti Lyfjastofnun Matvælastofnun álit um málið og benti meðal annars á að melatónín í lægsta styrk, eitt millígramm, væri flokkað sem fæðubótarefni í nágrannalöndum okkar. Síðan þá hefur það verið fáanlegt í lausasölu. Í svörum til fréttastofu vegna málsins frá Embætti landlæknis kemur fram að embættið hafi ekki upplýsingar um það hvort einstaklingar hér á landi hafi leitað sér aðstoðar hjá heilbrigðisstofnunum vegna ofneyslu á melatóníni. Embættið segist hafa leitað svara hjá Eiturefnamiðstöð Landspítala en svör ekki borist. Vísir hefur jafnframt sent fyrirspurn vegna málsins á Barnaspítala Hringsins. Skynsamlegt að ráðfæra sig við lækni „Þó svo að 1 mg skammtur af melatónín sé ekki lengur flokkað sem lyf þá er mikilvægt að foreldrar barna eða ungmenna sem glíma við svefnvandamál noti efnið með skynsömum hætti. Melatónín bætiefni ætti að umgangast eins og öll önnur lyf og það ætti geyma á öruggum stað svo börn komist ekki í það,“ segir í svari Landlæknis. Áður en byrjað sé að nota melatónín sé skynsamlegt að ráðfæra sig við lækni eða annað fagfólk, enda séu fjölbreyttar leiðir í boði til þess að takast á við svefnvandamál barna. Góður svefn sé enda ein af undirstöðum heilsu og vellíðunar. „Embætti landlæknis hefur gefið sérstakan gaum að þeirri staðreynd að fjölmargir sofa of lítið hérlendis, sérstaklega unglingar og ungt fólk en líka hátt hlutfall fullorðinna. Ekki liggja fyrir upplýsingar um svefn yngri barna en embættið skoðar hvort hægt er að fá fram slík gögn.“ Notkunin ekki undir sérstöku eftirliti en aukist Þá segir Embætti landlæknis að það hafi ekki upplýsingar um melatónín sem keypt sé sem almenn vara í verslunum hér á landi, né heldur í útlöndum og flutt er til Íslands í pósti eða farangri. „Notkun melatóníns, samkvæmt lyfjagagnagrunni Embættis landlæknis var skoðuð í fyrra, samanber Talnabrunninn og eins og þar kemur fram hefur notkunin aukist mikið. Notkun melatóníns er ekki undir sérstöku eftirliti hjá Embætti landlæknis.“ Lyf Matur Svefn Bandaríkin Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent Fleiri fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í svörum Embættis landlæknis við fyrirspurn Vísis. Tilefnið eru niðurstöður nýrra bandaríska rannsókna á notkun barna og ungmenna á melatóníni. Þær benda til þess að ofneysla hafi aukist um 530 prósent síðastliðin tíu ár, að því er fram kemur í umfjöllun bandaríska miðilsins The Atlantic. Þar kemur meðal annars fram að aukaverkanir vegna ofneyslu melatóníns feli meðal annars í sér ógleði, slen og ælupest. Segir að sjaldgæft hafi verið að börn hafi veikst alvarlega vegna þessa og þá hafi mikill meirihluti orðið fyrir eitrun eftir að hafa innbyrt gúmmíbangsa með hormónunum. Um 300 tilvik hafið komið upp í Bandaríkjunum á síðastliðnum tíu árum þar sem börn hafi leitað til bráðagæslu vegna ofneyslunnar og í tveimur tilvikum hafi börn látist. Ekki upplýsingar um ofneyslu hérlendis Melatónín er náttúrulegt hormón sem líkaminn myndar sjálfur og stýrist framleiðslan af birtustigi. Lítið er af melatóníni í líkamanum að degi til en við myrkur fer framleiðslan af stað og kallar fram syfju. Melatónín var einungis fáanlegt sem lyf hér á landi þar til í ágúst í fyrra. Þá veitti Lyfjastofnun Matvælastofnun álit um málið og benti meðal annars á að melatónín í lægsta styrk, eitt millígramm, væri flokkað sem fæðubótarefni í nágrannalöndum okkar. Síðan þá hefur það verið fáanlegt í lausasölu. Í svörum til fréttastofu vegna málsins frá Embætti landlæknis kemur fram að embættið hafi ekki upplýsingar um það hvort einstaklingar hér á landi hafi leitað sér aðstoðar hjá heilbrigðisstofnunum vegna ofneyslu á melatóníni. Embættið segist hafa leitað svara hjá Eiturefnamiðstöð Landspítala en svör ekki borist. Vísir hefur jafnframt sent fyrirspurn vegna málsins á Barnaspítala Hringsins. Skynsamlegt að ráðfæra sig við lækni „Þó svo að 1 mg skammtur af melatónín sé ekki lengur flokkað sem lyf þá er mikilvægt að foreldrar barna eða ungmenna sem glíma við svefnvandamál noti efnið með skynsömum hætti. Melatónín bætiefni ætti að umgangast eins og öll önnur lyf og það ætti geyma á öruggum stað svo börn komist ekki í það,“ segir í svari Landlæknis. Áður en byrjað sé að nota melatónín sé skynsamlegt að ráðfæra sig við lækni eða annað fagfólk, enda séu fjölbreyttar leiðir í boði til þess að takast á við svefnvandamál barna. Góður svefn sé enda ein af undirstöðum heilsu og vellíðunar. „Embætti landlæknis hefur gefið sérstakan gaum að þeirri staðreynd að fjölmargir sofa of lítið hérlendis, sérstaklega unglingar og ungt fólk en líka hátt hlutfall fullorðinna. Ekki liggja fyrir upplýsingar um svefn yngri barna en embættið skoðar hvort hægt er að fá fram slík gögn.“ Notkunin ekki undir sérstöku eftirliti en aukist Þá segir Embætti landlæknis að það hafi ekki upplýsingar um melatónín sem keypt sé sem almenn vara í verslunum hér á landi, né heldur í útlöndum og flutt er til Íslands í pósti eða farangri. „Notkun melatóníns, samkvæmt lyfjagagnagrunni Embættis landlæknis var skoðuð í fyrra, samanber Talnabrunninn og eins og þar kemur fram hefur notkunin aukist mikið. Notkun melatóníns er ekki undir sérstöku eftirliti hjá Embætti landlæknis.“
Lyf Matur Svefn Bandaríkin Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent Fleiri fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira