Fyrrverandi landsliðsmaður Hollands grunaður um stórfellt kókaínsmygl Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. maí 2023 22:46 Quincy Promes er grunaður um að hafa átt hlut í stórfelldu kókaínsmygli. Marcel ter Bals/BSR Agency/Getty Images Quincy Promes, leikmaður Spartak Moskvu og fyrrverandi leikmaður hollenska landsliðsins í fótbolta, er grunaður um að eiga þátt í stórfelldu kókaínsmygli til heimalandsins. Samkvæmt hollenska saksóknaraembættinu á Promes að hafa átt þátt í því að smygla 1.362 kílóum af kókaíni til Hollands eða Belgíu. Hollenska dagblaðið Het Parool segir frá því að málið verði tekið fyrir við hollenskan dómstól næstkomandi mánudag. Promes er 31 árs gamall framherji sem á að baki 50 leiki fyrir hollenska landsliðið. Hann gekk í raðir Spartak Moskvu árið 2021, en hefur einnig leikið fyrir lið á borð við Ajax, Sevilla og Twente. Orðinn góðkunningi lögreglu Þetta er ekki í fyrsta skipti sem leikmaðurinn kemst í kast við lögin, en árið 2021 var hann ákærður fyrir tilraun til manndráps. Það mál kom upp þegar hann var þegar orðinn leikmaður Spartak Moskvu, en atvikið átti sér stað ári áður þegar hann var enn leikmaður Ajax í heimalandi sínu. Þar mun Promes hafa lent í áflogum við skyldmenni sitt sem endaði með því að fjölskyldumeðlimurinn var stunginn með hníf og hlaut alvarleg meiðsli. Þá ku sá hinn sami einnig hafa meiðst á hné í áflogunum. Promes var í kjölfarið ákærður fyrir líkamsárás og tilraun til manndráps og verður það mál sömuleiðis tekið fyrir rétti á mánudaginn kemur. Leikmaðurinn hefur alla tíð neitað sök í málinu sem lítur að líkamsárás og tilraun til manndráps, en hefur ekki tjáð sig um kókaínsmyglið. 🚨 𝗕𝗥𝗘𝗔𝗞𝗜𝗡𝗚: Former Netherlands winger Quincy Promes is prosecuted for importing more than 1300 kilos of cocaine, with a value of €75M. (Source: @NOS) pic.twitter.com/s1EmKhnrVb— Transfer News Live (@DeadlineDayLive) May 30, 2023 Fótbolti Smygl Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fótbolti Fleiri fréttir Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Sjá meira
Samkvæmt hollenska saksóknaraembættinu á Promes að hafa átt þátt í því að smygla 1.362 kílóum af kókaíni til Hollands eða Belgíu. Hollenska dagblaðið Het Parool segir frá því að málið verði tekið fyrir við hollenskan dómstól næstkomandi mánudag. Promes er 31 árs gamall framherji sem á að baki 50 leiki fyrir hollenska landsliðið. Hann gekk í raðir Spartak Moskvu árið 2021, en hefur einnig leikið fyrir lið á borð við Ajax, Sevilla og Twente. Orðinn góðkunningi lögreglu Þetta er ekki í fyrsta skipti sem leikmaðurinn kemst í kast við lögin, en árið 2021 var hann ákærður fyrir tilraun til manndráps. Það mál kom upp þegar hann var þegar orðinn leikmaður Spartak Moskvu, en atvikið átti sér stað ári áður þegar hann var enn leikmaður Ajax í heimalandi sínu. Þar mun Promes hafa lent í áflogum við skyldmenni sitt sem endaði með því að fjölskyldumeðlimurinn var stunginn með hníf og hlaut alvarleg meiðsli. Þá ku sá hinn sami einnig hafa meiðst á hné í áflogunum. Promes var í kjölfarið ákærður fyrir líkamsárás og tilraun til manndráps og verður það mál sömuleiðis tekið fyrir rétti á mánudaginn kemur. Leikmaðurinn hefur alla tíð neitað sök í málinu sem lítur að líkamsárás og tilraun til manndráps, en hefur ekki tjáð sig um kókaínsmyglið. 🚨 𝗕𝗥𝗘𝗔𝗞𝗜𝗡𝗚: Former Netherlands winger Quincy Promes is prosecuted for importing more than 1300 kilos of cocaine, with a value of €75M. (Source: @NOS) pic.twitter.com/s1EmKhnrVb— Transfer News Live (@DeadlineDayLive) May 30, 2023
Fótbolti Smygl Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fótbolti Fleiri fréttir Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Sjá meira