Á vef Veðurstofunnar segir að það verði yfirleitt léttskýjað um landið austanvert, en skýjað með köflum vestantil á landinu og líkur á súld.
Hiti frá átta stigum við vesturströndina og upp í tuttugu stig þar sem best lætur á Suðaustur- og Austurlandi.
Útlit er fyrir keimlíku veðri á morgun, en úrkoman ætti þó að verða heldur þéttari á vestanverðu landinu.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á fimmtudag: Suðvestan og vestan 5-15 m/s, hvassast norðvestantil. Skýjað á vestanverðu landinu og súld eða lítilsháttar rigning, hiti 8 til 15 stig. Bjart með köflum á austurhelmingi landsins með 12 til 20 stiga hita.
Á föstudag og laugardag: Suðvestan og vestan 5-13 og súld eða dálítil rigning með köflum vestanlands. Bjartara á austanverðu landinu og yfirleitt þurrt, en líkur á þokulofti við ströndina. Hiti 8 til 19 stig, hlýjast fyrir austan.
Á sunnudag (sjómannadagurinn): Suðvestlæg eða breytileg átt 3-10 og áfram svipað veður. Kólnar lítillega.
Á mánudag: Vestan og norðvestanátt og allvíða skúrir. Hiti 6 til 14 stig.
Á þriðjudag: Útlit fyrir breytilega átt með stöku skúrum.