Í tilkynningunni segir að kaupin muni ganga í gegn í dag. Þá kemur fram að frá og með 1. Janúar 2024 verði nafn Mannvit verði breytt í COWI og að þá muni fyrirtækið að fullu starfa undir því merki. Fram að þeim tíma starfi Mannvit undir eigin nafni og vörumerki.
COWI er eitt af leiðandi fyrirtækjum norðurlandanna á sviði verkfræði, hönnunar og arkitektúrs. Fyrirtækið er með starfsemi í yfir 35 löndum og hjá því starfa um 7.500 einstaklingar. En starfsmannafjöldi Mannvit er 280 sem stendur.
