Christie sagður ætla að lýsa yfir framboði Kjartan Kjartansson skrifar 31. maí 2023 12:05 Chris Christie var náinn samverkamaður Trump í forsetakosningunum 2016 en fékk þó ekkert embætti í stjórn hans. AP/Charles Krupa Chris Christie, fyrrverandi ríkisstjóri New Jersey og ráðgjafi Donalds Trump, er sagður ætla að lýsa yfir forsetaframboði í næstu viku. Stuðningsmenn Christie hafa hleypti nýrri pólitískri aðgerðanefnd af stokkunum til þess að styðja framboðið. Þó að Christie hafi ekki riðið feitum hesti frá forvali Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar árið 2016 þykir framboð hans nú sæta tíðindum. Hann var ráðgjafi framboðs Trump og þótti lengi náinn fyrrverandi forsetanum. Undanfarið hefur þó myndast vík á milli vina og Christie hefur kallað Trump „gungu“ og strengjabúðu Vladímírs Pútín Rússlandsforseta. Christie hefur starfað sem stjórnmálaskýrandi hjá ABC-sjónvarpsstöðinni upp á síðkastið. Christie ætlar að lýsa yfir framboði sínu á viðburði í New Hampshire á þriðjudag, að sögn vefmiðilsins Axios. New Hampshire er eitt af fyrstu ríkjunum þar sem forval verður haldið á næsta ári. New York Times greindi frá því í gær að stuðningsmenn Christie hefðu stofnað svonefnda pólitíska aðgerðanefnd honum til stuðnings. Slíkar nefndir mega safna ótakmörkuðum fjárframlögum en mega að nafinu til ekki eiga samráð við frambjóðanda. Lítil eftirspurn eftir frambjóðendum eins og Christie Fyrir fram eru möguleikar Christie í forvalinu taldir takmarkaðir. Hann þarf meðal annars að etja kappi við Trump sjálfan sem hefur tangarhald á stórum hluta kjósenda repúblikana og Ron DeSantis sem þótti á tímabili standa vel að vígi. Lítil eftirspurn virðist innan flokksins eftir „hefðbundnari“ stjórnmálamanni eins og Christie sem stilla sér upp sem valkosti við Trump. Áður en Christie tók þátt í forsetaframboði Trump var hann þekktur sem ríkisstjóri New Jersey. Hann naut nokkuð almennra vinsælda sem slíkur eftir að fellibylurinn Sandy reið yfir ríkið árið 2012. Verulega fjaraði undan stuðningi við Christie eftir að upplýst var að aðstoðarmenn hans og skipaðir fulltrúar ollu vísvitandi umferðarteppum til að koma höggi á pólitískan andstæðing ríkisstjórans. Í kjölfar hneykslismálanna mældist Christie með minnsta stuðning nokkurs ríkisstjóra New Jersey. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir DeSantis staðfestir forsetaframboð sitt Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, hefur lýst formlega yfir framboði sínu til forseta Bandaríkjanna. DeSantis hefur sagst vera sá eini í forvali Repúblikana sem eigi möguleika á að skáka Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, í komandi kosningum. 24. maí 2023 23:30 Enn bætist í hóp frambjóðenda hjá repúblikönum Tíundi frambjóðandinn bætist við í forvali Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningar á næsta ári þegar Tim Scott, öldungadeildarþingmaður flokksins, lýsir formlega yfir framboði sínu í dag. Fastlega er búist við því að Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída og helsti áskorandi Donalds Trump, kynni sitt framboð í vikunni. 22. maí 2023 13:59 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sjá meira
Þó að Christie hafi ekki riðið feitum hesti frá forvali Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar árið 2016 þykir framboð hans nú sæta tíðindum. Hann var ráðgjafi framboðs Trump og þótti lengi náinn fyrrverandi forsetanum. Undanfarið hefur þó myndast vík á milli vina og Christie hefur kallað Trump „gungu“ og strengjabúðu Vladímírs Pútín Rússlandsforseta. Christie hefur starfað sem stjórnmálaskýrandi hjá ABC-sjónvarpsstöðinni upp á síðkastið. Christie ætlar að lýsa yfir framboði sínu á viðburði í New Hampshire á þriðjudag, að sögn vefmiðilsins Axios. New Hampshire er eitt af fyrstu ríkjunum þar sem forval verður haldið á næsta ári. New York Times greindi frá því í gær að stuðningsmenn Christie hefðu stofnað svonefnda pólitíska aðgerðanefnd honum til stuðnings. Slíkar nefndir mega safna ótakmörkuðum fjárframlögum en mega að nafinu til ekki eiga samráð við frambjóðanda. Lítil eftirspurn eftir frambjóðendum eins og Christie Fyrir fram eru möguleikar Christie í forvalinu taldir takmarkaðir. Hann þarf meðal annars að etja kappi við Trump sjálfan sem hefur tangarhald á stórum hluta kjósenda repúblikana og Ron DeSantis sem þótti á tímabili standa vel að vígi. Lítil eftirspurn virðist innan flokksins eftir „hefðbundnari“ stjórnmálamanni eins og Christie sem stilla sér upp sem valkosti við Trump. Áður en Christie tók þátt í forsetaframboði Trump var hann þekktur sem ríkisstjóri New Jersey. Hann naut nokkuð almennra vinsælda sem slíkur eftir að fellibylurinn Sandy reið yfir ríkið árið 2012. Verulega fjaraði undan stuðningi við Christie eftir að upplýst var að aðstoðarmenn hans og skipaðir fulltrúar ollu vísvitandi umferðarteppum til að koma höggi á pólitískan andstæðing ríkisstjórans. Í kjölfar hneykslismálanna mældist Christie með minnsta stuðning nokkurs ríkisstjóra New Jersey.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir DeSantis staðfestir forsetaframboð sitt Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, hefur lýst formlega yfir framboði sínu til forseta Bandaríkjanna. DeSantis hefur sagst vera sá eini í forvali Repúblikana sem eigi möguleika á að skáka Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, í komandi kosningum. 24. maí 2023 23:30 Enn bætist í hóp frambjóðenda hjá repúblikönum Tíundi frambjóðandinn bætist við í forvali Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningar á næsta ári þegar Tim Scott, öldungadeildarþingmaður flokksins, lýsir formlega yfir framboði sínu í dag. Fastlega er búist við því að Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída og helsti áskorandi Donalds Trump, kynni sitt framboð í vikunni. 22. maí 2023 13:59 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sjá meira
DeSantis staðfestir forsetaframboð sitt Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, hefur lýst formlega yfir framboði sínu til forseta Bandaríkjanna. DeSantis hefur sagst vera sá eini í forvali Repúblikana sem eigi möguleika á að skáka Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, í komandi kosningum. 24. maí 2023 23:30
Enn bætist í hóp frambjóðenda hjá repúblikönum Tíundi frambjóðandinn bætist við í forvali Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningar á næsta ári þegar Tim Scott, öldungadeildarþingmaður flokksins, lýsir formlega yfir framboði sínu í dag. Fastlega er búist við því að Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída og helsti áskorandi Donalds Trump, kynni sitt framboð í vikunni. 22. maí 2023 13:59