„That 70s Show“ leikari dæmdur fyrir nauðgun Samúel Karl Ólason skrifar 31. maí 2023 22:16 Danny Masterson og eiginkona hans Bijou Phillips fyrir utan dómshúsið í Los Angeles fyrr í maí. AP/Chris Pizzello Leikarinn Danny Masterson, sem er hvað þekktastur fyrir að leika í þáttunum That ’70s Show, sem nutu mikilla vinsælda um og eftir aldarmótin síðustu, hefur verið sakfelldur fyrir að nauðga tveimur konum. Kviðdómendur komust ekki að niðurstöðu varðandi þriðju nauðgunina sem hann var ákærður fyrir. Masterson, sem er 47 ára gamall, stendur frammi fyrir því að vera mögulega dæmdur til lífstíðarvistar í fangelsi, samkvæmt AP fréttaveitunni. Bijou Phillips, eiginkona hans, grét er hann var leiddur úr dómsal Los Angeles í handjárnum, samkvæmt fréttaveitunni, en aðrir fjölskyldumeðlimir hans og vinir voru einnig í salnum. Árið 2020 stigu þrjár konur fram og sökuðu hann um nauðganir sem áttu að eiga sér stað árið 2001 og 2003. Hann var sakfelldur fyrir báðar nauðganirnar árið 2003 en ekki þá sem hann var sakaður um af fyrrverandi kærustu árið 2001, samkvæmt frétt Variety. Fyrst var réttað í málinu í fyrra en kviðdómendur komust ekki að niðurstöðu þá, svo halda þurfti réttarhöldin aftur. Saksóknarar sögðu Masterson hafa byrlað konunum ólyfjan og nauðgað þeim. Fram kom þó í réttarhöldunum að engar lyfjaprófanir hafi verið gerðar á sínum tíma og að verjendur Masterson hafi krafist þess að málið yrði látið falla niður vegna þessa. Vísindakirkjan spilaði stóra rullu í réttarhöldunum en Masterson var meðlimur í henni og allar konurnar þrjár einnig. Saksóknarar sögðu hann hafa notað stöðu sína innan kirkjunnar og sem heimsþekktur leikari til að komast hjá því að vera refsað fyrir brot sín. Konurnar sögðu að þegar þær hefðu sakað Masterson um nauðgun innan kirkjunnar hefðu forsvarsmenn hennar sagt þeim að þeim hefði ekki verið nauðgað. Í kjölfarið hefðu þær verið varaðar við því að leita til yfirvalda og látnar gangast siðferðisnámskeið innan kirkjunnar. Verjendur Masterson kölluðu ekki fram nein vitni og hann bar sömuleiðis ekki vitni. Þá héldu þeir því fram að hann hefði ekki nauðgað þeim heldur hefðu þau stundað samfarir með samþykki kvennanna. Þá reyndu lögmenn Masterson að grafa undan trúverðugleika þeirra með því að benda á að frásagnir þeirra hefðu tekið breytingum í gegnum árin og þær gæfu til kynna að þær hefðu samstillt sögur sínar. AP vitnar í yfirlýsingu frá einni konunni eftir að hann var sakfelldur fyrir að nauðgað. Hún segist finna fyrir flóknum kokteil tilfinninga eins og sorg, létti, þreytu og styrk, vitandi það að Masterson hafi verið dregin til ábyrgðar fyrir brot sín. Konan sem hann var sakaður um að nauðga árið 2001, ákæran sem hann var ekki sakfelldur fyrir, segir að þó hún sé ánægð með að honum verði refsað, sé hún miður sín yfir því að hann hafi komist hjá refsingu fyrir brot sitt gegn henni. Hollywood MeToo Kynferðisofbeldi Mál Danny Masterson Tengdar fréttir Dómari ógildir réttarhöldin yfir Masterson Dómari ógilti réttarhöld yfir leikaranum Danny Masterson í gær, þar sem kviðdómurinn gat ekki náð saman um niðurstöðu. Masterson var ákærður fyrir þrjár nauðganir og hefur notið stuðnings Vísindakirkjunnar í baráttu sinni gegn ásökununum. 1. desember 2022 07:35 Holskefla ásakana um kynferðisbrot í Hollywood Ansi margir karlmenn tengdir skemmtanaiðnaðinum voru sakaðir um kynferðisbrot í þessari og síðustu viku. 23. júní 2020 14:29 Stjarna úr That 70's Show rekinn eftir ásakanir um nauðgun Danny Masterson hefur unnið við framleiðslu á gamanþáttunum The Ranch. 5. desember 2017 17:22 Lögregla rannsakar That '70s Show stjörnu vegna kynferðisafbrota Bandaríski leikarinn Danny Masterson sem er hvað þekktastur fyrir leik sinn í gamanþáttunum That '70s Show er til rannsóknar hjá lögreglu í Los Angeles vegna meintra kynferðisafbrota gegn þremur konum. 4. mars 2017 10:09 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Masterson, sem er 47 ára gamall, stendur frammi fyrir því að vera mögulega dæmdur til lífstíðarvistar í fangelsi, samkvæmt AP fréttaveitunni. Bijou Phillips, eiginkona hans, grét er hann var leiddur úr dómsal Los Angeles í handjárnum, samkvæmt fréttaveitunni, en aðrir fjölskyldumeðlimir hans og vinir voru einnig í salnum. Árið 2020 stigu þrjár konur fram og sökuðu hann um nauðganir sem áttu að eiga sér stað árið 2001 og 2003. Hann var sakfelldur fyrir báðar nauðganirnar árið 2003 en ekki þá sem hann var sakaður um af fyrrverandi kærustu árið 2001, samkvæmt frétt Variety. Fyrst var réttað í málinu í fyrra en kviðdómendur komust ekki að niðurstöðu þá, svo halda þurfti réttarhöldin aftur. Saksóknarar sögðu Masterson hafa byrlað konunum ólyfjan og nauðgað þeim. Fram kom þó í réttarhöldunum að engar lyfjaprófanir hafi verið gerðar á sínum tíma og að verjendur Masterson hafi krafist þess að málið yrði látið falla niður vegna þessa. Vísindakirkjan spilaði stóra rullu í réttarhöldunum en Masterson var meðlimur í henni og allar konurnar þrjár einnig. Saksóknarar sögðu hann hafa notað stöðu sína innan kirkjunnar og sem heimsþekktur leikari til að komast hjá því að vera refsað fyrir brot sín. Konurnar sögðu að þegar þær hefðu sakað Masterson um nauðgun innan kirkjunnar hefðu forsvarsmenn hennar sagt þeim að þeim hefði ekki verið nauðgað. Í kjölfarið hefðu þær verið varaðar við því að leita til yfirvalda og látnar gangast siðferðisnámskeið innan kirkjunnar. Verjendur Masterson kölluðu ekki fram nein vitni og hann bar sömuleiðis ekki vitni. Þá héldu þeir því fram að hann hefði ekki nauðgað þeim heldur hefðu þau stundað samfarir með samþykki kvennanna. Þá reyndu lögmenn Masterson að grafa undan trúverðugleika þeirra með því að benda á að frásagnir þeirra hefðu tekið breytingum í gegnum árin og þær gæfu til kynna að þær hefðu samstillt sögur sínar. AP vitnar í yfirlýsingu frá einni konunni eftir að hann var sakfelldur fyrir að nauðgað. Hún segist finna fyrir flóknum kokteil tilfinninga eins og sorg, létti, þreytu og styrk, vitandi það að Masterson hafi verið dregin til ábyrgðar fyrir brot sín. Konan sem hann var sakaður um að nauðga árið 2001, ákæran sem hann var ekki sakfelldur fyrir, segir að þó hún sé ánægð með að honum verði refsað, sé hún miður sín yfir því að hann hafi komist hjá refsingu fyrir brot sitt gegn henni.
Hollywood MeToo Kynferðisofbeldi Mál Danny Masterson Tengdar fréttir Dómari ógildir réttarhöldin yfir Masterson Dómari ógilti réttarhöld yfir leikaranum Danny Masterson í gær, þar sem kviðdómurinn gat ekki náð saman um niðurstöðu. Masterson var ákærður fyrir þrjár nauðganir og hefur notið stuðnings Vísindakirkjunnar í baráttu sinni gegn ásökununum. 1. desember 2022 07:35 Holskefla ásakana um kynferðisbrot í Hollywood Ansi margir karlmenn tengdir skemmtanaiðnaðinum voru sakaðir um kynferðisbrot í þessari og síðustu viku. 23. júní 2020 14:29 Stjarna úr That 70's Show rekinn eftir ásakanir um nauðgun Danny Masterson hefur unnið við framleiðslu á gamanþáttunum The Ranch. 5. desember 2017 17:22 Lögregla rannsakar That '70s Show stjörnu vegna kynferðisafbrota Bandaríski leikarinn Danny Masterson sem er hvað þekktastur fyrir leik sinn í gamanþáttunum That '70s Show er til rannsóknar hjá lögreglu í Los Angeles vegna meintra kynferðisafbrota gegn þremur konum. 4. mars 2017 10:09 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Dómari ógildir réttarhöldin yfir Masterson Dómari ógilti réttarhöld yfir leikaranum Danny Masterson í gær, þar sem kviðdómurinn gat ekki náð saman um niðurstöðu. Masterson var ákærður fyrir þrjár nauðganir og hefur notið stuðnings Vísindakirkjunnar í baráttu sinni gegn ásökununum. 1. desember 2022 07:35
Holskefla ásakana um kynferðisbrot í Hollywood Ansi margir karlmenn tengdir skemmtanaiðnaðinum voru sakaðir um kynferðisbrot í þessari og síðustu viku. 23. júní 2020 14:29
Stjarna úr That 70's Show rekinn eftir ásakanir um nauðgun Danny Masterson hefur unnið við framleiðslu á gamanþáttunum The Ranch. 5. desember 2017 17:22
Lögregla rannsakar That '70s Show stjörnu vegna kynferðisafbrota Bandaríski leikarinn Danny Masterson sem er hvað þekktastur fyrir leik sinn í gamanþáttunum That '70s Show er til rannsóknar hjá lögreglu í Los Angeles vegna meintra kynferðisafbrota gegn þremur konum. 4. mars 2017 10:09
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent