Dreifingardeila heim í hérað vegna skorts á sérfræðingi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. júní 2023 11:20 Skrifstofur Símans eru í Ármúla í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur ómerkt dóma í héraði og Landsrétti yfir Símanum fyrir brot gegn ákvæðum fjölmiðlalaga með því að beina viðskiptum Sjónvarps Símans að dótturfélagi sínu Mílu. Hæstiréttur telur að meðferð málsins hafi farið úr skorðum í héraði með því að kalla ekki til sérfróðan matsmann um fjölmiðlaumhverfi. Forsaga málsins er sú að Síminn stöðvaði dreifingu á ólínulegu efni Sjónvarps Símans yfir kerfi Vodafone 1. október árið 2015. Í ákvörðun Fjarskiptastofnunar, sem þá hét Póst- og fjarskiptastofnun, var rakið að þeir sem vildu kaupa aðgang að ólínulegu sjónvarpsefni Símans, svonefndu Sjónvarpi Símans Premium, hefðu því síðan þurft að vera með myndlykil frá Símanum. Áskrift að efninu hafi því eingöngu verið í boði í gegnum dreifikerfi Símans og nær eingöngu á neti Mílu. Aðeins hægt að kaupa í gegnum fjarskiptanet Í málinu var því deilt um hvort að Síminn hafi brotið gegn ákvæði fjölmiðlalaga sem fjallar um að fjölmiðlaveitu sé óheimilt að beina viðskiptum viðskiptamanna að tengdu fjarskiptafyrirtæki. Síminn samdi ekki við Sýn annars vegar og Ljósleiðarann hins vegar um flutning og dreifingu á ólínulegu myndefni Símans; tímaflakk, frelsi og leigu á myndefni. Í dómi Landsréttar sagði að Síminn hefði framið brot gegn þessu ákvæði fjölmiðlalaga með því að hafa beint viðskiptum þeirra sem vildu kaupa aðgang að Sjónvarpi Símans Premium að dótturfélaginu Mílu enda hefði ekki verið unnt að kaupa efni úr efnisveitunni nema í gegnum þetta fjarskiptanet. Féllst Landsréttur því á niðurstöðu Póst- og fjarskiptastofnunar og taldi engin efni til að hrófla við mati stofnunarinnar á fjárhæð sektarinnar upp á níu milljónir. Þessu vildi Síminn ekki una og fékk áfrýjunarleyfi í málinu til Hæstaréttar. Rétturinn tekur aðeins fyrir mál sem talin eru geta verið fordæmisgefandi eða hafa mikla þýðingu að fá leyst úr lagalegum álitamálum. Kröfum um rökstuðning ekki fullnægt Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að dómur Landsréttar hefði ekki fullnægt þeim kröfum sem gera yrði til rökstuðnings í dómi fyrir niðurstöðu um sönnunar- og lagaatriði samkvæmt lögum um einkamál. Þá taldi rétturinn að meðferð málsins hefði farið úr skorðum fyrir héraðsdómi með því að í niðurstöðu dómsins hefði verið farið út fyrir þann grundvöll sem aðilar höfðu markað málinu og hún reist á málsástæðu sem aðilar hefðu ekki byggt á. Ætla mætti að það hefði meðal annars verið vegna skorts á sérfræðilegri þekkingu á umhverfi fjarskipta í skilningi laga um fjölmiðla og samspili þeirra við reglur um fjölmiðlaveitur. Héraðsdómara hefði því borið að kveða til sérfróðan mann til dómstarfa. Ekki hefði verið hægt að bæta úr þeim galla á meðferð málsins í héraði fyrir Landsrétti. Dómur Landsréttar sem og dómur héraðsdóms voru því ómerktir og málinu vísað heim í hérað til löglegrar meðferðar. Vísir er í eigu Sýnar sem er aðili að deilunni. Dómsmál Fjarskipti Fjölmiðlar Tengdar fréttir Sekt Símans staðfest vegna dreifingar á Sjónvarpi Símans Premium Landsréttur hefur komist að þeirri niðurstöðu að Síminn hafi brotið gegn ákvæðum fjölmiðlalaga með því að beina viðskiptum Sjónvarps Símans að dótturfélagi sínu Mílu. Fjarskiptastofnun hafði gert Símanum að greiða 9 milljóna króna sekt vegna málsins sem Landsréttur staðfesti. 24. júní 2022 16:55 Síminn sektaður um níu milljónir fyrir ítrekað brot gegn fjölmiðlalögum Póst- og fjarskiptastofnun hefur lagt níu milljóna króna stjórnvaldssekt á Símann fyrir brot á fjölmiðlalögum. Stofnunin telur brot Símans hafa verið meðvituð og markviss, auk þess sem þau hafi haft umtalsverð skaðleg áhrif á fjarskiptamarkaðinn. 29. nóvember 2019 07:00 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Forsaga málsins er sú að Síminn stöðvaði dreifingu á ólínulegu efni Sjónvarps Símans yfir kerfi Vodafone 1. október árið 2015. Í ákvörðun Fjarskiptastofnunar, sem þá hét Póst- og fjarskiptastofnun, var rakið að þeir sem vildu kaupa aðgang að ólínulegu sjónvarpsefni Símans, svonefndu Sjónvarpi Símans Premium, hefðu því síðan þurft að vera með myndlykil frá Símanum. Áskrift að efninu hafi því eingöngu verið í boði í gegnum dreifikerfi Símans og nær eingöngu á neti Mílu. Aðeins hægt að kaupa í gegnum fjarskiptanet Í málinu var því deilt um hvort að Síminn hafi brotið gegn ákvæði fjölmiðlalaga sem fjallar um að fjölmiðlaveitu sé óheimilt að beina viðskiptum viðskiptamanna að tengdu fjarskiptafyrirtæki. Síminn samdi ekki við Sýn annars vegar og Ljósleiðarann hins vegar um flutning og dreifingu á ólínulegu myndefni Símans; tímaflakk, frelsi og leigu á myndefni. Í dómi Landsréttar sagði að Síminn hefði framið brot gegn þessu ákvæði fjölmiðlalaga með því að hafa beint viðskiptum þeirra sem vildu kaupa aðgang að Sjónvarpi Símans Premium að dótturfélaginu Mílu enda hefði ekki verið unnt að kaupa efni úr efnisveitunni nema í gegnum þetta fjarskiptanet. Féllst Landsréttur því á niðurstöðu Póst- og fjarskiptastofnunar og taldi engin efni til að hrófla við mati stofnunarinnar á fjárhæð sektarinnar upp á níu milljónir. Þessu vildi Síminn ekki una og fékk áfrýjunarleyfi í málinu til Hæstaréttar. Rétturinn tekur aðeins fyrir mál sem talin eru geta verið fordæmisgefandi eða hafa mikla þýðingu að fá leyst úr lagalegum álitamálum. Kröfum um rökstuðning ekki fullnægt Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að dómur Landsréttar hefði ekki fullnægt þeim kröfum sem gera yrði til rökstuðnings í dómi fyrir niðurstöðu um sönnunar- og lagaatriði samkvæmt lögum um einkamál. Þá taldi rétturinn að meðferð málsins hefði farið úr skorðum fyrir héraðsdómi með því að í niðurstöðu dómsins hefði verið farið út fyrir þann grundvöll sem aðilar höfðu markað málinu og hún reist á málsástæðu sem aðilar hefðu ekki byggt á. Ætla mætti að það hefði meðal annars verið vegna skorts á sérfræðilegri þekkingu á umhverfi fjarskipta í skilningi laga um fjölmiðla og samspili þeirra við reglur um fjölmiðlaveitur. Héraðsdómara hefði því borið að kveða til sérfróðan mann til dómstarfa. Ekki hefði verið hægt að bæta úr þeim galla á meðferð málsins í héraði fyrir Landsrétti. Dómur Landsréttar sem og dómur héraðsdóms voru því ómerktir og málinu vísað heim í hérað til löglegrar meðferðar. Vísir er í eigu Sýnar sem er aðili að deilunni.
Dómsmál Fjarskipti Fjölmiðlar Tengdar fréttir Sekt Símans staðfest vegna dreifingar á Sjónvarpi Símans Premium Landsréttur hefur komist að þeirri niðurstöðu að Síminn hafi brotið gegn ákvæðum fjölmiðlalaga með því að beina viðskiptum Sjónvarps Símans að dótturfélagi sínu Mílu. Fjarskiptastofnun hafði gert Símanum að greiða 9 milljóna króna sekt vegna málsins sem Landsréttur staðfesti. 24. júní 2022 16:55 Síminn sektaður um níu milljónir fyrir ítrekað brot gegn fjölmiðlalögum Póst- og fjarskiptastofnun hefur lagt níu milljóna króna stjórnvaldssekt á Símann fyrir brot á fjölmiðlalögum. Stofnunin telur brot Símans hafa verið meðvituð og markviss, auk þess sem þau hafi haft umtalsverð skaðleg áhrif á fjarskiptamarkaðinn. 29. nóvember 2019 07:00 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Sekt Símans staðfest vegna dreifingar á Sjónvarpi Símans Premium Landsréttur hefur komist að þeirri niðurstöðu að Síminn hafi brotið gegn ákvæðum fjölmiðlalaga með því að beina viðskiptum Sjónvarps Símans að dótturfélagi sínu Mílu. Fjarskiptastofnun hafði gert Símanum að greiða 9 milljóna króna sekt vegna málsins sem Landsréttur staðfesti. 24. júní 2022 16:55
Síminn sektaður um níu milljónir fyrir ítrekað brot gegn fjölmiðlalögum Póst- og fjarskiptastofnun hefur lagt níu milljóna króna stjórnvaldssekt á Símann fyrir brot á fjölmiðlalögum. Stofnunin telur brot Símans hafa verið meðvituð og markviss, auk þess sem þau hafi haft umtalsverð skaðleg áhrif á fjarskiptamarkaðinn. 29. nóvember 2019 07:00