Samfylkingin leggur til ívilnun til uppbyggingar Kristrún Frostadóttir skrifar 1. júní 2023 16:31 Samfylkingin hefur mánuðum saman kallað eftir aðgerðum frá ríkisstjórninni. Til að vinna gegn verðbólgu og verja heimilisbókhaldið. Við höfum lagt okkar af mörkum með skýrum tillögum að aðgerðum og uppbyggilegri gagnrýni. Nú er því miður orðið ljóst að ríkisstjórnin ætlar ekki grípa til frekari aðgerða með vaxtabótum né með tímabundinni leigubremsu. Þrátt fyrir að hömluleysið á húsnæðismarkaði sé bæði rótin að verðbólgunni í dag og meginástæðan fyrir mikilli ólgu á vinnumarkaði. En við í Samfylkingunni höldum áfram að leggja til lausnir og stappa stálinu í ríkisstjórnina. Ívilnun til uppbyggingar á almennum íbúðum Ég greindi frá því á Alþingi í dag að við í Samfylkingunni ætlum að leggja til ívilnun til uppbyggingar: Að húsnæðisfélög án hagnaðarsjónarmiða, eins og til dæmis Bjarg (byggingarfélag ASÍ og BSRB) og aðrir uppbyggingaraðilar í almenna íbúðakerfinu, fái áfram ívilnun með 60 prósent endurgreiðslu á virðisaukaskatti. Svo að húsnæðismarkmið hæstvirtrar ríkisstjórnar færist ekki enn fjær. Við leggjum þessa tillögu fram vegna þess að við erum vongóð um að hún fáist samþykkt. Auðvitað myndi Samfylkingin stjórna með öðrum hætti en nú er gert ef við værum í ríkisstjórn. En við getum þó haft áhrif til góðs í stjórnarandstöðu. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra tók vel í hugmyndina og sagði hana vel geta gagnast. En þess má geta að þetta er hugmynd sem stjórnarþingmenn hafa lýst yfir stuðningi við upp á síðkastið, þar á meðal Ágúst Bjarni Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokks. Við ættum að geta náð saman um þetta fyrir þinglok. Alþýðusamband Íslands hefur bent á veruleg neikvæð áhrif af lækkun endurgreiðsluhlutfallsins á uppbyggingu almennra íbúða. Bjarg íbúðafélag telur að breytingarnar hækki byggingarkostnað um allt að 15 þúsund krónur á hvern fermetra og að áhrifin komi meðal annars fram í hærra leiguverði. Eins og sakir standa eru yfir þrjú þúsund manns á biðlista hjá Bjargi. Ríkisstjórnin hægir á húsnæðisuppbyggingu Þegar hæstvirt ríkisstjórn hafði stór orð um það í vetur að nú ætti loksins að ráðast í aðgerðir gegn verðbólgunni, þá kom á daginn að þar var mikið gert úr engu. Aðeins ein aðgerð sem var kynnt átti að taka gildi á þessu ári. Það var lækkun á endurgreiðslum virðisaukaskatts vegna framkvæmda við íbúðarhúsnæði, úr 60 í 35 prósent, sem á að taka gildi núna um mitt ár. Þetta felur í sér ákveðið aðhald á ríkisfjármálahlið en hægir um leið á uppbyggingu húsnæðis — og vinnur þannig meðal annars gegn markmiðum sömu ríkisstjórnar um uppbyggingu á hagkvæmum íbúðum. Þau markmið eru raunar víðs fjarri því að nást. Nú sjáum við skýr merki um samdrátt í húsnæðisuppbyggingu í nýjustu hagtölum, enda bætist þetta ofan á hækkun vaxta og hækkun á ýmsum kostnaði. Það er vont að það eina sem ríkisstjórnin getur náð saman um til að taka á verðbólgunni, núna, sé að hægja á húsnæðisuppbyggingu. Því að það bítur auðvitað í skottið á sér þar sem húsnæðismarkaðurinn er bæði rót verðbólgunnar og helsta ástæðan fyrir ólgu á vinnumarkaði. Að sama skapi er dapurlegt að markmið ríkisstjórnarinnar um uppbyggingu á hagkvæmu húsnæði skuli ekki vera fjármögnuð í fjármálaáætlun. En það er önnur saga og því verður varla breytt nema með nýrri ríkisstjórn. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristrún Frostadóttir Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Loftslagsverkfallið krefst aðgerða strax! Tinna Hallgrímsdóttir Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Bankar gegn þjóð Bjarni Jónsson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Samfylkingin hefur mánuðum saman kallað eftir aðgerðum frá ríkisstjórninni. Til að vinna gegn verðbólgu og verja heimilisbókhaldið. Við höfum lagt okkar af mörkum með skýrum tillögum að aðgerðum og uppbyggilegri gagnrýni. Nú er því miður orðið ljóst að ríkisstjórnin ætlar ekki grípa til frekari aðgerða með vaxtabótum né með tímabundinni leigubremsu. Þrátt fyrir að hömluleysið á húsnæðismarkaði sé bæði rótin að verðbólgunni í dag og meginástæðan fyrir mikilli ólgu á vinnumarkaði. En við í Samfylkingunni höldum áfram að leggja til lausnir og stappa stálinu í ríkisstjórnina. Ívilnun til uppbyggingar á almennum íbúðum Ég greindi frá því á Alþingi í dag að við í Samfylkingunni ætlum að leggja til ívilnun til uppbyggingar: Að húsnæðisfélög án hagnaðarsjónarmiða, eins og til dæmis Bjarg (byggingarfélag ASÍ og BSRB) og aðrir uppbyggingaraðilar í almenna íbúðakerfinu, fái áfram ívilnun með 60 prósent endurgreiðslu á virðisaukaskatti. Svo að húsnæðismarkmið hæstvirtrar ríkisstjórnar færist ekki enn fjær. Við leggjum þessa tillögu fram vegna þess að við erum vongóð um að hún fáist samþykkt. Auðvitað myndi Samfylkingin stjórna með öðrum hætti en nú er gert ef við værum í ríkisstjórn. En við getum þó haft áhrif til góðs í stjórnarandstöðu. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra tók vel í hugmyndina og sagði hana vel geta gagnast. En þess má geta að þetta er hugmynd sem stjórnarþingmenn hafa lýst yfir stuðningi við upp á síðkastið, þar á meðal Ágúst Bjarni Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokks. Við ættum að geta náð saman um þetta fyrir þinglok. Alþýðusamband Íslands hefur bent á veruleg neikvæð áhrif af lækkun endurgreiðsluhlutfallsins á uppbyggingu almennra íbúða. Bjarg íbúðafélag telur að breytingarnar hækki byggingarkostnað um allt að 15 þúsund krónur á hvern fermetra og að áhrifin komi meðal annars fram í hærra leiguverði. Eins og sakir standa eru yfir þrjú þúsund manns á biðlista hjá Bjargi. Ríkisstjórnin hægir á húsnæðisuppbyggingu Þegar hæstvirt ríkisstjórn hafði stór orð um það í vetur að nú ætti loksins að ráðast í aðgerðir gegn verðbólgunni, þá kom á daginn að þar var mikið gert úr engu. Aðeins ein aðgerð sem var kynnt átti að taka gildi á þessu ári. Það var lækkun á endurgreiðslum virðisaukaskatts vegna framkvæmda við íbúðarhúsnæði, úr 60 í 35 prósent, sem á að taka gildi núna um mitt ár. Þetta felur í sér ákveðið aðhald á ríkisfjármálahlið en hægir um leið á uppbyggingu húsnæðis — og vinnur þannig meðal annars gegn markmiðum sömu ríkisstjórnar um uppbyggingu á hagkvæmum íbúðum. Þau markmið eru raunar víðs fjarri því að nást. Nú sjáum við skýr merki um samdrátt í húsnæðisuppbyggingu í nýjustu hagtölum, enda bætist þetta ofan á hækkun vaxta og hækkun á ýmsum kostnaði. Það er vont að það eina sem ríkisstjórnin getur náð saman um til að taka á verðbólgunni, núna, sé að hægja á húsnæðisuppbyggingu. Því að það bítur auðvitað í skottið á sér þar sem húsnæðismarkaðurinn er bæði rót verðbólgunnar og helsta ástæðan fyrir ólgu á vinnumarkaði. Að sama skapi er dapurlegt að markmið ríkisstjórnarinnar um uppbyggingu á hagkvæmu húsnæði skuli ekki vera fjármögnuð í fjármálaáætlun. En það er önnur saga og því verður varla breytt nema með nýrri ríkisstjórn. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands.
Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun