Krónan uppfylli ekki kröfur sem gerðar eru til gjaldmiðla Ólafur Björn Sverrisson skrifar 1. júní 2023 23:57 Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi fostætisráðherra. Stöð 2/Egill „Svona lítill gjaldmiðill uppfyllir ekki þær kröfur sem við gerum til gjaldmiðla,“ segir Þorsteinn Pálsson fyrrverandi forsætisráðherra. Hann segir vaxtaákvarðanir Seðlabankans ná til afar þröngs hóps í samfélaginu sem valdi skekkju í hagkerfinu. Í pistli sínum á Eyjunni segir Þorsteinn það alvarlega í stöðunni vera þá staðreynd að vextir hér á landi þurfi að vera þrefalt hærri hér en í grannlöndunum til að vinna á svipaðri verðbólgu. Það vilji ríkisstjórnin ekki ræða. Hann ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni: „Þetta er stærsta skekkjan í okkar þjóðarbúskap. Þegar það eru skekkjur í hagkerfinu þá verða menn að ræða af hverju það sé. Auðvitað er það mjög alvarlegt þegar vextir þurfa að vera þrefalt hærri til að vinna á sömu verðbólgu, þá er eitthvað að,“ segir Þorsteinn. Þessa skekkju segir hann tilkomna þar sem vaxtaákvarðanir Seðlabankans nái til þröngs hóps í samfélaginu. „Stór hópur fyrirtækja gerir upp í erlendri mynt og tekur lán í erlendri mynt. Þau fyrirtæki lúta bara aðhaldi Seðlabanka Evrópu og Seðlabanka Bandaríkjanna. Annar hluti í þjóðfélaginu skuldar verðtryggð lán sem Seðlabankinn hefur mjög lítil áhrif á. Þriðji hlutinn er fólk sem er að kaupa sér íbúð og lítil eða meðalstór fyrritæki.“ Afleiðing af þessu séu mun meiri vaxtahækkanir, ólíkt því sem gerist í grannlöndum þar sem vaxtabreytingar nái til alls þjóðarbúsins. „Þetta auðvitað þýðir að hluti þjóðarbúsins sem þarf að borga þessa vexti er að borga mun hærri vexti en í grannlöndum. Þetta dregur úr hagvexti og veldur miklu óréttlæti. Það verður ekki hjá því komist að ræða þetta,“ segir hann. Vaxtabyrði ríkissjóðs kjarni vanda velferðarkerfisins Ein leið sé að hækka skatta en önnur að taka upp öflugri og stöðugri gjaldmiðil, ná þannig vöxtum á sama stig. Umræðu vanti um leiðir sem megi fara til að ná tökum á þessum vanda. Heppilegast sé að fara í kerfisbreytingu. „Við erum land með tiltölulega háa skatta. Þetta skekkir ekki aðeins stöðu fyrirtækja heldur einnig velferðarkerfisins,“ segir Þorsteinn. Kjarni þess vanda sé mikil vaxtabyrði ríkissjóðs. Með gjaldmiðlabreytingu fengist stöðugri gjaldmiðill, samkeppnishæfir vextir og meira réttlæti milli einstaklinga og fyrirtækja. „Auðvitað leysum við aldrei öll vandamál með þessu. Gjalmiðill er bara tæki til að hjálpa okkur að ná markmiðum. Gjaldmiðill þarf að uppfylla ákveðin skilyrði og svona lítill gjaldmiðill uppfyllir ekki þær kröfur sem við gerum til gjaldmiðla,“ segir Þorsteinn að lokum. Viðtalið við hann má hlusta í heild sinni í spilaranum að ofan. Seðlabankinn Íslenska krónan Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Í pistli sínum á Eyjunni segir Þorsteinn það alvarlega í stöðunni vera þá staðreynd að vextir hér á landi þurfi að vera þrefalt hærri hér en í grannlöndunum til að vinna á svipaðri verðbólgu. Það vilji ríkisstjórnin ekki ræða. Hann ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni: „Þetta er stærsta skekkjan í okkar þjóðarbúskap. Þegar það eru skekkjur í hagkerfinu þá verða menn að ræða af hverju það sé. Auðvitað er það mjög alvarlegt þegar vextir þurfa að vera þrefalt hærri til að vinna á sömu verðbólgu, þá er eitthvað að,“ segir Þorsteinn. Þessa skekkju segir hann tilkomna þar sem vaxtaákvarðanir Seðlabankans nái til þröngs hóps í samfélaginu. „Stór hópur fyrirtækja gerir upp í erlendri mynt og tekur lán í erlendri mynt. Þau fyrirtæki lúta bara aðhaldi Seðlabanka Evrópu og Seðlabanka Bandaríkjanna. Annar hluti í þjóðfélaginu skuldar verðtryggð lán sem Seðlabankinn hefur mjög lítil áhrif á. Þriðji hlutinn er fólk sem er að kaupa sér íbúð og lítil eða meðalstór fyrritæki.“ Afleiðing af þessu séu mun meiri vaxtahækkanir, ólíkt því sem gerist í grannlöndum þar sem vaxtabreytingar nái til alls þjóðarbúsins. „Þetta auðvitað þýðir að hluti þjóðarbúsins sem þarf að borga þessa vexti er að borga mun hærri vexti en í grannlöndum. Þetta dregur úr hagvexti og veldur miklu óréttlæti. Það verður ekki hjá því komist að ræða þetta,“ segir hann. Vaxtabyrði ríkissjóðs kjarni vanda velferðarkerfisins Ein leið sé að hækka skatta en önnur að taka upp öflugri og stöðugri gjaldmiðil, ná þannig vöxtum á sama stig. Umræðu vanti um leiðir sem megi fara til að ná tökum á þessum vanda. Heppilegast sé að fara í kerfisbreytingu. „Við erum land með tiltölulega háa skatta. Þetta skekkir ekki aðeins stöðu fyrirtækja heldur einnig velferðarkerfisins,“ segir Þorsteinn. Kjarni þess vanda sé mikil vaxtabyrði ríkissjóðs. Með gjaldmiðlabreytingu fengist stöðugri gjaldmiðill, samkeppnishæfir vextir og meira réttlæti milli einstaklinga og fyrirtækja. „Auðvitað leysum við aldrei öll vandamál með þessu. Gjalmiðill er bara tæki til að hjálpa okkur að ná markmiðum. Gjaldmiðill þarf að uppfylla ákveðin skilyrði og svona lítill gjaldmiðill uppfyllir ekki þær kröfur sem við gerum til gjaldmiðla,“ segir Þorsteinn að lokum. Viðtalið við hann má hlusta í heild sinni í spilaranum að ofan.
Seðlabankinn Íslenska krónan Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira