Fjölnir og Afturelding á toppnum eftir góða sigra Smári Jökull Jónsson skrifar 1. júní 2023 21:22 Fjölnismenn eru á toppi Lengjudeildarinnar. Vísir/Vilhelm Fjölnir og Afturelding eru efst og jöfn á toppi Lengjudeildarinnar eftir góða sigra í leikjum kvöldsins. Selfoss er ekki langt undan eftir sigur á Þrótturum. Fjölnir sótti Skagamenn heim á Akranes í leik sem Skagamenn máttu helst ekki tapa ætluðu þeir sér ekki að missa toppliðin of langt fram úr sér. Fjölnir var í efsta sæti fyrir leikinn, sátu þar með 10 stig líkt og Afturelding og Grindavík. Hans Viktor Guðmundsson kom Fjölni yfir á 10. mínútu og staðan var 1-0 í hálfleik fyrir gestina. Átta mínútum fyrir leikslok tvöfaldaði Guðmundur Karl Guðmundsson forystu gestanna en á lokamínútunni minnkaði Viktor Jónsson muninn og kom spennu í leikinn. Skagamönnum tókst hins vegar ekki að jafna og þeir eru nú átta stigum á eftir toppliðum deildarinnar með fimm stig eftir fimm leiki. Í Grindavík var toppslagur þar sem heimamenn tóku á móti Aftureldingu. Leikurinn suður með sjó varð í raun aldrei spennandi því Afturelding vann öruggan 3-0 sigur. Aron Elí Sævarsson skoraði fyrsta markið á 15. mínútu og Guðjón Pétur Lýðsson, leikmaður Grindavíkur, fékk síðan rautt spjald um miðjan hálfleikinn og heimamenn einum færri. Skömmu fyrir hálfleik bætti Ásgeir Marteinsson við öðru marki fyrir Aftureldingu og staðan orðin erfið fyrir heimamenn. Í síðari hálfleik bættist eitt mark við, það kom á 86. mínútu þegar Elmar Smári Enesson Cogic skoraði þriðja mark gestanna. Lokatölur 3-0 og Afturelding deilir nú toppsætinu með Fjölni. Á Selfossi tóku heimamenn á móti Þrótti. Adrian Sanchez kom Selfyssingum í 1-0 á 9. mínútu og sjálfsmark Eiríks Þorsteinssonar tvöfaldaði forystu heimamanna á 21. mínútu. Selfyssingurinn Oskar Wasilewski fékk rautt spjald á 54. mínútu eftir glórulausa tæklingu en Þrótturum tókst ekki að nýta sér liðsmuninn á 86. mínútu þegar Izaro Sanchez skoraði. Það dugði þó ekki til og Selfyssingar fögnuðu 2-1 sigri. Selfoss er nú í fjórða sæti deildarinnar, einu stigi á eftir Grindvíkingum sem eru í þriðja sæti. Upplýsingar um markaskorara og atvik í leikjum eru fengnar frá Fótbolti.net Lengjudeild karla Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira
Fjölnir sótti Skagamenn heim á Akranes í leik sem Skagamenn máttu helst ekki tapa ætluðu þeir sér ekki að missa toppliðin of langt fram úr sér. Fjölnir var í efsta sæti fyrir leikinn, sátu þar með 10 stig líkt og Afturelding og Grindavík. Hans Viktor Guðmundsson kom Fjölni yfir á 10. mínútu og staðan var 1-0 í hálfleik fyrir gestina. Átta mínútum fyrir leikslok tvöfaldaði Guðmundur Karl Guðmundsson forystu gestanna en á lokamínútunni minnkaði Viktor Jónsson muninn og kom spennu í leikinn. Skagamönnum tókst hins vegar ekki að jafna og þeir eru nú átta stigum á eftir toppliðum deildarinnar með fimm stig eftir fimm leiki. Í Grindavík var toppslagur þar sem heimamenn tóku á móti Aftureldingu. Leikurinn suður með sjó varð í raun aldrei spennandi því Afturelding vann öruggan 3-0 sigur. Aron Elí Sævarsson skoraði fyrsta markið á 15. mínútu og Guðjón Pétur Lýðsson, leikmaður Grindavíkur, fékk síðan rautt spjald um miðjan hálfleikinn og heimamenn einum færri. Skömmu fyrir hálfleik bætti Ásgeir Marteinsson við öðru marki fyrir Aftureldingu og staðan orðin erfið fyrir heimamenn. Í síðari hálfleik bættist eitt mark við, það kom á 86. mínútu þegar Elmar Smári Enesson Cogic skoraði þriðja mark gestanna. Lokatölur 3-0 og Afturelding deilir nú toppsætinu með Fjölni. Á Selfossi tóku heimamenn á móti Þrótti. Adrian Sanchez kom Selfyssingum í 1-0 á 9. mínútu og sjálfsmark Eiríks Þorsteinssonar tvöfaldaði forystu heimamanna á 21. mínútu. Selfyssingurinn Oskar Wasilewski fékk rautt spjald á 54. mínútu eftir glórulausa tæklingu en Þrótturum tókst ekki að nýta sér liðsmuninn á 86. mínútu þegar Izaro Sanchez skoraði. Það dugði þó ekki til og Selfyssingar fögnuðu 2-1 sigri. Selfoss er nú í fjórða sæti deildarinnar, einu stigi á eftir Grindvíkingum sem eru í þriðja sæti. Upplýsingar um markaskorara og atvik í leikjum eru fengnar frá Fótbolti.net
Lengjudeild karla Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira