Afkomuviðvörun!!!! Jón Ingi Hákonarson skrifar 2. júní 2023 07:30 Þegar rúmlega 200 milljónir í plús breyttust í tæpar 2000 milljónir í mínus. Hvernig færir maður fólki slæmar fréttir? Með því að koma sér beint að efninu. Rekstrarniðurstaða Hafnarfjarðar er EKKI jákvæð um 250 milljónir eins og ársreikningur bæjarins greinir frá. Rekstrarniðurstaðan fyrir síðasta ár er halli upp á 1,8 milljarða króna. Hér skeikar rúmum tvö þúsund milljónum króna. Hvernig má það vera? Ástæðan er sú að Hafnarfjarðarbær gerir upp sinn rekstur á annan hátt en önnur sveitarfélög. Hafnarjarðarbær notar aðra mælikvarða. Þetta er í raun sáraeinfalt. Hafnarfjarðarbær telur gatnagerðargjöld til rekstrartekna en önnur sveitarfélög gera það ekki. Gatnagerðargjöld upp á rúma tvo milljarða eru taldar fram sem rekstrartekjur og skekkja þannig myndina. Samkvæmt 11 gr. reglugerðar um ársreikninga sveitarfélaga segir að gatnagerðargjöld eigi ekki að færa til rekstrar, þau eiga koma til frádráttar á fjárfestingum. Hafnarfjarðarbær hefur innheimt gatnagerðargjöld fyrirfram og notað þau til að greiða niður grunnrekstur bæjarins. Grunnrekstur bæjarins er ósjálfbær um tæpa tvo milljarða. Það er rétt að skuldaviðmið Hafnarfjarðarbæjar hafi lækkað. Það eru hins vegar sjónhverfingar, því í stað þess að taka lán í bankanum vegna hallarekstursins þá höfum við tekið lán hjá íbúum bæjarins. Í raun hefur myndast innviðaskuld. Gatnagerðargjöldin sem við höfum innheimt fyrirfram krefjast framkvæmda á móti, þær framkvæmdir koma til sögunnar á þessu ári og því næsta. Þá munum við þurfa fjármagn, hvaðan það mun koma veit ég ekki. Þrjár leiðir eru færar, hækkun skatta, lántaka eða eignasala. Ef þér, kæri lesandi, finnst þetta ekki vera nógu slæmt þá vil ég benda á þá sturluðu staðreynd en, samkvæmt ársreikningi, þurfti bærinn að greiða með rekstrinum rúma 4 milljarða króna. Ég á erfitt með að trúa því að þetta sé raunin. Innst inni vona ég að gerð hafi verið mistök og að þau verði leiðrétt. En handbært fé frá rekstri Hafnarfjarðarbæjar á síðasta ári voru 4 milljarðar í mínus. Með öðrum orðum þurfti að borga 4 milljarða með rekstrinum á síðasta ári. Handbært fé frá rekstri segir okkur hvað reksturinn skilar miklum peningum til að greiða niður skuldir og til að fjárfesta. Til samanburðar þurfti Reykjavíkurborg að greiða 3 milljarða með sínum rekstri en Borgin er fjórum sinnum stærri en Hafnarfjörður. Ef Reykjavík hefði notast við sömu aðferðafræði og Hafnarfjörður, hefði niðurstaðan þar skánað um tæpa tvo milljarða. Þannig að ef fólk hefur verið að hneykslast á rekstri Reykjavíkurborgar, sem vissulega er mikið áhyggjuefni, þá þarf að hafa miklar áhyggjur af rekstri Hafnarfjarðar. Ég vil taka það fram að ekki er verið að brjóta lög, sveigjanleiki í framsetningu ársreikninga er leyfilegur að vissu marki. Aftur á móti er það andi þessara laga og reglna að hafa uppgjör sveitarfélaga þannig, að hægt sé að bera þau saman með einföldum hætti. Það skiptir mjög miklu máli að geta séð með skýrum hætti hvernig okkur gengur í hinum þremur þáttum rekstrarins sem eru grunnrekstur, fjárfestingar og fjármögnun. Það hjálpar ekki að blanda saman ólíkum þáttum í einn graut því þá missir maður yfirsýn og voðinn vís. Hvernig sýnir maður fram á ábyrga fjármálastjórn? Í fyrsta og síðasta lagi nýtir maður sér bestu upplýsingar sem völ er á til að átta sig á raunstöðu. Út frá henni er hægt að taka ábyrgar ákvarðanir. Það að fela hallrekstur með bókhaldsbrellum er ekki ábyrg fjármálastjórn. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Hafnarfjörður Mest lesið Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson Skoðun Skoðun Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Þegar rúmlega 200 milljónir í plús breyttust í tæpar 2000 milljónir í mínus. Hvernig færir maður fólki slæmar fréttir? Með því að koma sér beint að efninu. Rekstrarniðurstaða Hafnarfjarðar er EKKI jákvæð um 250 milljónir eins og ársreikningur bæjarins greinir frá. Rekstrarniðurstaðan fyrir síðasta ár er halli upp á 1,8 milljarða króna. Hér skeikar rúmum tvö þúsund milljónum króna. Hvernig má það vera? Ástæðan er sú að Hafnarfjarðarbær gerir upp sinn rekstur á annan hátt en önnur sveitarfélög. Hafnarjarðarbær notar aðra mælikvarða. Þetta er í raun sáraeinfalt. Hafnarfjarðarbær telur gatnagerðargjöld til rekstrartekna en önnur sveitarfélög gera það ekki. Gatnagerðargjöld upp á rúma tvo milljarða eru taldar fram sem rekstrartekjur og skekkja þannig myndina. Samkvæmt 11 gr. reglugerðar um ársreikninga sveitarfélaga segir að gatnagerðargjöld eigi ekki að færa til rekstrar, þau eiga koma til frádráttar á fjárfestingum. Hafnarfjarðarbær hefur innheimt gatnagerðargjöld fyrirfram og notað þau til að greiða niður grunnrekstur bæjarins. Grunnrekstur bæjarins er ósjálfbær um tæpa tvo milljarða. Það er rétt að skuldaviðmið Hafnarfjarðarbæjar hafi lækkað. Það eru hins vegar sjónhverfingar, því í stað þess að taka lán í bankanum vegna hallarekstursins þá höfum við tekið lán hjá íbúum bæjarins. Í raun hefur myndast innviðaskuld. Gatnagerðargjöldin sem við höfum innheimt fyrirfram krefjast framkvæmda á móti, þær framkvæmdir koma til sögunnar á þessu ári og því næsta. Þá munum við þurfa fjármagn, hvaðan það mun koma veit ég ekki. Þrjár leiðir eru færar, hækkun skatta, lántaka eða eignasala. Ef þér, kæri lesandi, finnst þetta ekki vera nógu slæmt þá vil ég benda á þá sturluðu staðreynd en, samkvæmt ársreikningi, þurfti bærinn að greiða með rekstrinum rúma 4 milljarða króna. Ég á erfitt með að trúa því að þetta sé raunin. Innst inni vona ég að gerð hafi verið mistök og að þau verði leiðrétt. En handbært fé frá rekstri Hafnarfjarðarbæjar á síðasta ári voru 4 milljarðar í mínus. Með öðrum orðum þurfti að borga 4 milljarða með rekstrinum á síðasta ári. Handbært fé frá rekstri segir okkur hvað reksturinn skilar miklum peningum til að greiða niður skuldir og til að fjárfesta. Til samanburðar þurfti Reykjavíkurborg að greiða 3 milljarða með sínum rekstri en Borgin er fjórum sinnum stærri en Hafnarfjörður. Ef Reykjavík hefði notast við sömu aðferðafræði og Hafnarfjörður, hefði niðurstaðan þar skánað um tæpa tvo milljarða. Þannig að ef fólk hefur verið að hneykslast á rekstri Reykjavíkurborgar, sem vissulega er mikið áhyggjuefni, þá þarf að hafa miklar áhyggjur af rekstri Hafnarfjarðar. Ég vil taka það fram að ekki er verið að brjóta lög, sveigjanleiki í framsetningu ársreikninga er leyfilegur að vissu marki. Aftur á móti er það andi þessara laga og reglna að hafa uppgjör sveitarfélaga þannig, að hægt sé að bera þau saman með einföldum hætti. Það skiptir mjög miklu máli að geta séð með skýrum hætti hvernig okkur gengur í hinum þremur þáttum rekstrarins sem eru grunnrekstur, fjárfestingar og fjármögnun. Það hjálpar ekki að blanda saman ólíkum þáttum í einn graut því þá missir maður yfirsýn og voðinn vís. Hvernig sýnir maður fram á ábyrga fjármálastjórn? Í fyrsta og síðasta lagi nýtir maður sér bestu upplýsingar sem völ er á til að átta sig á raunstöðu. Út frá henni er hægt að taka ábyrgar ákvarðanir. Það að fela hallrekstur með bókhaldsbrellum er ekki ábyrg fjármálastjórn. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun