„Þetta verður önnur íþrótt“ Valur Páll Eiríksson skrifar 2. júní 2023 13:00 Óskar Hrafn segir von á skemmtun á Kópavogsvelli í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari karlaliðs Breiðabliks í fótbolta, segir sína menn klára í slaginn fyrir leik kvöldsins við Víking á Kópavogsvelli. Blikar geta minnkað forskot Víkings á toppi Bestu deildarinnar. „Þetta er einn af þeim stærri. Það hafa verið hörkurimmur á milli þessara liða undanfarin ár, mikill hiti og ástríða. Það er kannski óþarfi að segja að þetta sé stærsti leikur sumarsins þar sem Valsmenn hafa verið að spila mjög vel líka. En stór er hann og mikilvægur,“ segir Óskar Hrafn um leik kvöldsins. Hann segir Blika þá þurfa að mæta af fullum krafti í verkefnið. „Við nálgumst leikinn bara eins og við nálgumst alla leiki. Við munum sækja og við ætlum að sjá til þess orkustigið okkar sé hærra en þeirra. Þessir leikir sem við höfum spilað undanfarin ár hafa verið hörkuleikir og þeir hafa ráðist á því hvaða lið er yfir í baráttunni, hleypur meira, er með hærra orkustig og hvaða lið nær frumkvæðinu. Við þurfum að sjá til þess að það verði okkar í kvöld,“ segir Óskar Hrafn. Breiðablik gerði markalaust jafntefli við Keflavík í síðasta leik sínum. Sá leikur fór fram við erfiðar aðstæður, í miklu roki og rigningu, á þungum grasvelli í Reykjanesbæ. Allt annað verði upp á teningunum í kvöld. „Þetta verður önnur íþrótt bara. Sá leikur er búinn og við mætum núna á gervigras og bara toppaðstæður. Það er allt til alls til að þetta verðir frábær leikur og frábær skemmtun,“ segir Óskar Hrafn. „Ég er ekki Arnar Grétarsson“ Víkingur hafði unnið fyrstu níu leiki sína í deildinni en tapaði í síðustu umferð, 3-2 fyrir Val. Aðspurður hvort Blikar hafi getað lært eitthvað af Völsurum í þeim leik segir Óskar: „Við erum ekki Valur, við erum ekki með sömu leikmenn og Valur og ég er ekki Arnar Grétarsson. Þannig að við verðum að passa það að halda í okkar einkenni og trúir okkar sjálfsmynd. Vissulega er það þannig að Víkingsliðið er með marga styrkleika en þeir eru líka með veikleika,“ „Þetta er bara sama gamla sagan. Þeir eru mjög öflugt lið en við þurfum að reyna að gera styrkleika þeirra hlutlausa og nýta okkur svo veikleikana þeirra. Við þurfum að ná þeim út úr þægindarammanum og það eru nokkrar leiðir til þess,“ segir Óskar. Þurfi aga, dug og hug Aðspurður hvort hann eigi einhverja ása uppi í erminni fyrir kvöldið segir Óskar Blikaliðið þurfa að vera sannt sínu. „Það eru alltaf einhverjar áherslubreytingar hvort sem um er að ræða Víking, Val, Fram, Fylki eða FH. En í grunninn þurfa menn að vera trúir kjarnanum í því sem þeir eru að gera daginn út og daginn inn. Ég get alveg lofað því að við munum pressa þá hátt á vellinum og reyna að taka þá út úr þeirra takti. Auðvitað er það þannig að þú stendur ekki hátt á Víkingana í 90 mínútur. Þetta mun skiptast á, það munu verða áhlaup. En við þurfum bara að gera vel það sem við erum góðir í, vera agaðir, duglegir og hugrakkir,“ segir Óskar Hrafn. Leikur Breiðabliks og Víkings hefst klukkan 19:15 í kvöld. Bein útsending hefst klukkan 19:00 á Stöð 2 Sport. Stúkan er á dagskrá klukkan 21:25 þar sem öll umferðin verður gerð upp af Guðmundi Benediktssyni og sérfræðingum. Besta deild karla Breiðablik Víkingur Reykjavík Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Gary sem stal jólunum Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
„Þetta er einn af þeim stærri. Það hafa verið hörkurimmur á milli þessara liða undanfarin ár, mikill hiti og ástríða. Það er kannski óþarfi að segja að þetta sé stærsti leikur sumarsins þar sem Valsmenn hafa verið að spila mjög vel líka. En stór er hann og mikilvægur,“ segir Óskar Hrafn um leik kvöldsins. Hann segir Blika þá þurfa að mæta af fullum krafti í verkefnið. „Við nálgumst leikinn bara eins og við nálgumst alla leiki. Við munum sækja og við ætlum að sjá til þess orkustigið okkar sé hærra en þeirra. Þessir leikir sem við höfum spilað undanfarin ár hafa verið hörkuleikir og þeir hafa ráðist á því hvaða lið er yfir í baráttunni, hleypur meira, er með hærra orkustig og hvaða lið nær frumkvæðinu. Við þurfum að sjá til þess að það verði okkar í kvöld,“ segir Óskar Hrafn. Breiðablik gerði markalaust jafntefli við Keflavík í síðasta leik sínum. Sá leikur fór fram við erfiðar aðstæður, í miklu roki og rigningu, á þungum grasvelli í Reykjanesbæ. Allt annað verði upp á teningunum í kvöld. „Þetta verður önnur íþrótt bara. Sá leikur er búinn og við mætum núna á gervigras og bara toppaðstæður. Það er allt til alls til að þetta verðir frábær leikur og frábær skemmtun,“ segir Óskar Hrafn. „Ég er ekki Arnar Grétarsson“ Víkingur hafði unnið fyrstu níu leiki sína í deildinni en tapaði í síðustu umferð, 3-2 fyrir Val. Aðspurður hvort Blikar hafi getað lært eitthvað af Völsurum í þeim leik segir Óskar: „Við erum ekki Valur, við erum ekki með sömu leikmenn og Valur og ég er ekki Arnar Grétarsson. Þannig að við verðum að passa það að halda í okkar einkenni og trúir okkar sjálfsmynd. Vissulega er það þannig að Víkingsliðið er með marga styrkleika en þeir eru líka með veikleika,“ „Þetta er bara sama gamla sagan. Þeir eru mjög öflugt lið en við þurfum að reyna að gera styrkleika þeirra hlutlausa og nýta okkur svo veikleikana þeirra. Við þurfum að ná þeim út úr þægindarammanum og það eru nokkrar leiðir til þess,“ segir Óskar. Þurfi aga, dug og hug Aðspurður hvort hann eigi einhverja ása uppi í erminni fyrir kvöldið segir Óskar Blikaliðið þurfa að vera sannt sínu. „Það eru alltaf einhverjar áherslubreytingar hvort sem um er að ræða Víking, Val, Fram, Fylki eða FH. En í grunninn þurfa menn að vera trúir kjarnanum í því sem þeir eru að gera daginn út og daginn inn. Ég get alveg lofað því að við munum pressa þá hátt á vellinum og reyna að taka þá út úr þeirra takti. Auðvitað er það þannig að þú stendur ekki hátt á Víkingana í 90 mínútur. Þetta mun skiptast á, það munu verða áhlaup. En við þurfum bara að gera vel það sem við erum góðir í, vera agaðir, duglegir og hugrakkir,“ segir Óskar Hrafn. Leikur Breiðabliks og Víkings hefst klukkan 19:15 í kvöld. Bein útsending hefst klukkan 19:00 á Stöð 2 Sport. Stúkan er á dagskrá klukkan 21:25 þar sem öll umferðin verður gerð upp af Guðmundi Benediktssyni og sérfræðingum.
Besta deild karla Breiðablik Víkingur Reykjavík Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Gary sem stal jólunum Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira