Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik 2-2 Víkingur | Hádramatík á Kópavogsvelli Jón Már Ferro skrifar 2. júní 2023 21:10 Damir Muminovic fagnar Hulda Margrét Breiðablik og Víkingur skildu jöfn 2-2 í dramatískum leik á Kópavogsvelli í tíundu umferð Bestu deildar karla. Víkingar komust í tveggja marka forystu og virtust vera að vinna öruggan sigur. Blikar skoruðu hins vegar tvö mörk í uppbótartíma og fögnuðu jafnteflinu vel og innilega. Danijel Djuric skoraði fyrsta mark leiksins er hann lagði boltann í autt markið eftir frábæra sókn Víkinga á fjórtándu mínútu. Davíð Örn Atlason tók innkast á miðjum vallarhelming Víkinga, kastaði boltanum inn á miðjan völlinn þar sem Nikolaj Hansen var búinn að finna sér svæði. Hann gaf boltann upp hægri kantinn á Erling Agnarsson sem gaf frábæra fyrirgjöf á Djuric. Í kjölfarið fagnaði Djuric fyrir framan stúku Breiðabliks við mikla reiði stuðningsmanna Breiðabliks. Víkingar fagna marki DjuricHulda Margrét Seinna mark Víkinga kom eftir klaufagang Blika rétt fyrir lok fyrri hálfleiks. Oliver rann til á miðjum vallarhelming Blika. Nikolaj Hansen vann boltann, gaf hann til vinstri á Birni Snæ Ingason sem tók nokkrar snertingar með boltann innan vítateigs Blika áður en hann setti boltann neðst í hægra hornið. Seinna mark Víkinga var mikið áfall fyrir Blika sem höfðu átt erfitt með að komast í góð færi þrátt fyrir að vera meira með boltann. Stuttu eftir markið flautaði Ívar Orri Kristjánsson dómari til hálfleiks. Í sömu andrá var Danijel Djuric að sleppa einn í gegnum vörn Blika. Þetta voru Víkingar mjög ósáttir við og Arnar Gunnlaugsson gekk ákveðið að Ívari og lét hann heyra það áður en liðin gengu til búningsherbergja. Í seinni hálfleik áttu Blikar erfitt uppdráttar. Áfram áttu þeir erfitt með að koma sér í nógu góðar stöður inni í teig Víkinga. Hart baristHulda Margrét Leikurinn virtist ætla að enda með sigri Víkinga. Blikar voru ekki alveg á því og héldu áfram að sækja þrátt fyrir að leikurinn væri nánast búinn. Höskuldur Gunnlaugsson tók frábæra hornspyrnu á nærstöngina. Þar hoppaði hæst allra Gísli Eyjólfsson og skallaði boltann aftur fyrir sig í stöngina og inn. Þarna var staðan 1-2 fyrir Víking og uppgefinn uppbótartími liðinn. Blikar fundu lyktina af jöfnunarmarkinu og það var Klæmint Olsen sem skoraði með bakfallsspyrnu þegar rúmar sex mínútur voru liðnar af uppbótartíma! Blikar höfðu nokkrum sinnum reynt að koma boltanum inn á vítateig Víkinga. Þeir virtust ekki vera að fara jafna leikinn þegar boltinn datt dauður í teignum með fyrrnefndum afleiðingum. Endirinn á leiknum var vægast sagt svekkjandi fyrir Víkinga sem gjörsamlega trylltust í leikslok. Varamenn, þjálfarar og ekki síst leikmenn tókust harkalega á skömmu eftir að loka flautið gall. Hulda Margrét Af hverju varð jafntefli? Þrjóska Blika varð til þess að þeir jöfnuðu leikinn að lokum. Það er ótrúlegt að þeir hafi náð að jafna leikinn. Þetta jafntefli mun að öllum líkindum gefa þeim mikla trú í framhaldinu og gæti verið vendipunktur í mótinu. Hverjir stóðu upp úr? Dugnaður Blika verður að vera það sem stóð upp úr. Þeir gáfust ekki upp og jöfnuðu á ótrúlegan hátt. Allir leikmenn liðsins verða því að fá hrós. Hjá Víkingum voru nokkrir leikmenn góðir. Einn þeirra var Birnir Snær Ingason sem var frábær í kvöld. Hann skoraði eitt mark og fór oftar en ekki illa með varnarmenn Blika. Nikolaj Hansen var mjög góður uppi á topp í liði Víkinga. Hann fann oft svæði til að fá boltann framarlega á vellinum og hélt boltanum vel til að Víkingar kæmust upp völlinn. Hann átti einnig þátt í báðum mörkum Víkinga. Hvað gekk illa? Blikum gekk illa að nýta sér það að vera meira með boltann. Sömuleiðis gekk þeim illa að bregðast við því þegar þeir misstu boltann. Í lokin gekk Víkingum illa að loka leiknum. Leikurinn hefði reyndar getað verið búinn en Ívar Orri, dómari leiksins beið með að flauta leikinn af þangað til Breiðablik jafnaði. Hvað gerist næst? Breiðablik fer í heimsókn í Kaplakrika og spilar þar við FH laugardaginn 10. júní klukkan 15:00. Víkingur fær Fram í heimsókn sunnudaginn 11. júní klukkan 19:15. Höskuldur Gunnlaugsson með kollspyrnuHulda Margrét Besta deild karla Breiðablik Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Sjáðu lætin eftir leikslok á Kópavogsvelli Það sauð allt upp úr í leikslok á leik Breiðabliks og Víkings í Bestu-deild karla í kvöld en leiknum lauk með 2-2 jafntefli. 2. júní 2023 23:00 Sjáðu lætin eftir leikslok á Kópavogsvelli Það sauð allt upp úr í leikslok á leik Breiðabliks og Víkings í Bestu-deild karla í kvöld en leiknum lauk með 2-2 jafntefli. 2. júní 2023 23:00 „Haga sér eins og fávitar allan leikinn“ „Við vorum með yfirburði allan leikinn en gáfum þeim tvö mörk í fyrri hálfleik. Á endanum gerum við jafntefli en hefðum átt að vinna þennan leik stærra,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, eftir 2-2 jafntefli í stórleik Bestu deildar karla. 2. júní 2023 23:32 „Ein og hálf fokking mínúta“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, var verulega ósáttur með dómgæsluna í 2-2 jafntefli Breiðabliks og Víkings á Kópavogsvelli í kvöld. 2. júní 2023 22:11 „Litlir hundar sem gelta hátt“ „Maður er aðeins að koma niður eftir skemmtilegar lokamínútur,“ sagði Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks í viðtali eftir leik Breiðabliks og Víkings í Bestu-deild karla í kvöld. 2. júní 2023 23:15
Breiðablik og Víkingur skildu jöfn 2-2 í dramatískum leik á Kópavogsvelli í tíundu umferð Bestu deildar karla. Víkingar komust í tveggja marka forystu og virtust vera að vinna öruggan sigur. Blikar skoruðu hins vegar tvö mörk í uppbótartíma og fögnuðu jafnteflinu vel og innilega. Danijel Djuric skoraði fyrsta mark leiksins er hann lagði boltann í autt markið eftir frábæra sókn Víkinga á fjórtándu mínútu. Davíð Örn Atlason tók innkast á miðjum vallarhelming Víkinga, kastaði boltanum inn á miðjan völlinn þar sem Nikolaj Hansen var búinn að finna sér svæði. Hann gaf boltann upp hægri kantinn á Erling Agnarsson sem gaf frábæra fyrirgjöf á Djuric. Í kjölfarið fagnaði Djuric fyrir framan stúku Breiðabliks við mikla reiði stuðningsmanna Breiðabliks. Víkingar fagna marki DjuricHulda Margrét Seinna mark Víkinga kom eftir klaufagang Blika rétt fyrir lok fyrri hálfleiks. Oliver rann til á miðjum vallarhelming Blika. Nikolaj Hansen vann boltann, gaf hann til vinstri á Birni Snæ Ingason sem tók nokkrar snertingar með boltann innan vítateigs Blika áður en hann setti boltann neðst í hægra hornið. Seinna mark Víkinga var mikið áfall fyrir Blika sem höfðu átt erfitt með að komast í góð færi þrátt fyrir að vera meira með boltann. Stuttu eftir markið flautaði Ívar Orri Kristjánsson dómari til hálfleiks. Í sömu andrá var Danijel Djuric að sleppa einn í gegnum vörn Blika. Þetta voru Víkingar mjög ósáttir við og Arnar Gunnlaugsson gekk ákveðið að Ívari og lét hann heyra það áður en liðin gengu til búningsherbergja. Í seinni hálfleik áttu Blikar erfitt uppdráttar. Áfram áttu þeir erfitt með að koma sér í nógu góðar stöður inni í teig Víkinga. Hart baristHulda Margrét Leikurinn virtist ætla að enda með sigri Víkinga. Blikar voru ekki alveg á því og héldu áfram að sækja þrátt fyrir að leikurinn væri nánast búinn. Höskuldur Gunnlaugsson tók frábæra hornspyrnu á nærstöngina. Þar hoppaði hæst allra Gísli Eyjólfsson og skallaði boltann aftur fyrir sig í stöngina og inn. Þarna var staðan 1-2 fyrir Víking og uppgefinn uppbótartími liðinn. Blikar fundu lyktina af jöfnunarmarkinu og það var Klæmint Olsen sem skoraði með bakfallsspyrnu þegar rúmar sex mínútur voru liðnar af uppbótartíma! Blikar höfðu nokkrum sinnum reynt að koma boltanum inn á vítateig Víkinga. Þeir virtust ekki vera að fara jafna leikinn þegar boltinn datt dauður í teignum með fyrrnefndum afleiðingum. Endirinn á leiknum var vægast sagt svekkjandi fyrir Víkinga sem gjörsamlega trylltust í leikslok. Varamenn, þjálfarar og ekki síst leikmenn tókust harkalega á skömmu eftir að loka flautið gall. Hulda Margrét Af hverju varð jafntefli? Þrjóska Blika varð til þess að þeir jöfnuðu leikinn að lokum. Það er ótrúlegt að þeir hafi náð að jafna leikinn. Þetta jafntefli mun að öllum líkindum gefa þeim mikla trú í framhaldinu og gæti verið vendipunktur í mótinu. Hverjir stóðu upp úr? Dugnaður Blika verður að vera það sem stóð upp úr. Þeir gáfust ekki upp og jöfnuðu á ótrúlegan hátt. Allir leikmenn liðsins verða því að fá hrós. Hjá Víkingum voru nokkrir leikmenn góðir. Einn þeirra var Birnir Snær Ingason sem var frábær í kvöld. Hann skoraði eitt mark og fór oftar en ekki illa með varnarmenn Blika. Nikolaj Hansen var mjög góður uppi á topp í liði Víkinga. Hann fann oft svæði til að fá boltann framarlega á vellinum og hélt boltanum vel til að Víkingar kæmust upp völlinn. Hann átti einnig þátt í báðum mörkum Víkinga. Hvað gekk illa? Blikum gekk illa að nýta sér það að vera meira með boltann. Sömuleiðis gekk þeim illa að bregðast við því þegar þeir misstu boltann. Í lokin gekk Víkingum illa að loka leiknum. Leikurinn hefði reyndar getað verið búinn en Ívar Orri, dómari leiksins beið með að flauta leikinn af þangað til Breiðablik jafnaði. Hvað gerist næst? Breiðablik fer í heimsókn í Kaplakrika og spilar þar við FH laugardaginn 10. júní klukkan 15:00. Víkingur fær Fram í heimsókn sunnudaginn 11. júní klukkan 19:15. Höskuldur Gunnlaugsson með kollspyrnuHulda Margrét
Besta deild karla Breiðablik Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Sjáðu lætin eftir leikslok á Kópavogsvelli Það sauð allt upp úr í leikslok á leik Breiðabliks og Víkings í Bestu-deild karla í kvöld en leiknum lauk með 2-2 jafntefli. 2. júní 2023 23:00 Sjáðu lætin eftir leikslok á Kópavogsvelli Það sauð allt upp úr í leikslok á leik Breiðabliks og Víkings í Bestu-deild karla í kvöld en leiknum lauk með 2-2 jafntefli. 2. júní 2023 23:00 „Haga sér eins og fávitar allan leikinn“ „Við vorum með yfirburði allan leikinn en gáfum þeim tvö mörk í fyrri hálfleik. Á endanum gerum við jafntefli en hefðum átt að vinna þennan leik stærra,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, eftir 2-2 jafntefli í stórleik Bestu deildar karla. 2. júní 2023 23:32 „Ein og hálf fokking mínúta“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, var verulega ósáttur með dómgæsluna í 2-2 jafntefli Breiðabliks og Víkings á Kópavogsvelli í kvöld. 2. júní 2023 22:11 „Litlir hundar sem gelta hátt“ „Maður er aðeins að koma niður eftir skemmtilegar lokamínútur,“ sagði Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks í viðtali eftir leik Breiðabliks og Víkings í Bestu-deild karla í kvöld. 2. júní 2023 23:15
Sjáðu lætin eftir leikslok á Kópavogsvelli Það sauð allt upp úr í leikslok á leik Breiðabliks og Víkings í Bestu-deild karla í kvöld en leiknum lauk með 2-2 jafntefli. 2. júní 2023 23:00
Sjáðu lætin eftir leikslok á Kópavogsvelli Það sauð allt upp úr í leikslok á leik Breiðabliks og Víkings í Bestu-deild karla í kvöld en leiknum lauk með 2-2 jafntefli. 2. júní 2023 23:00
„Haga sér eins og fávitar allan leikinn“ „Við vorum með yfirburði allan leikinn en gáfum þeim tvö mörk í fyrri hálfleik. Á endanum gerum við jafntefli en hefðum átt að vinna þennan leik stærra,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, eftir 2-2 jafntefli í stórleik Bestu deildar karla. 2. júní 2023 23:32
„Ein og hálf fokking mínúta“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, var verulega ósáttur með dómgæsluna í 2-2 jafntefli Breiðabliks og Víkings á Kópavogsvelli í kvöld. 2. júní 2023 22:11
„Litlir hundar sem gelta hátt“ „Maður er aðeins að koma niður eftir skemmtilegar lokamínútur,“ sagði Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks í viðtali eftir leik Breiðabliks og Víkings í Bestu-deild karla í kvöld. 2. júní 2023 23:15
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti